Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

55. fundur 30. mars 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Nefndin ræddi ýmis atriði er varða samninga við Íslenska gámafélagið. Samþykkt var að veita bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við ÍG miðað við þær athugasemdir sem nefndin lagði fram. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja vinnu við nýja sorphirðusamþykkt sem þarf að taka gildi fyrir lok maí 2015.

Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri SÞ og Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

2.Ásdís Thoroddsen f.h. Arctic Angling ehf. sækir um nýtingarleyfi á smálubba í landi Raufarhafnar til næstu 5 ára

Málsnúmer 201503091Vakta málsnúmer

Ætlun umsækjenda er að tína og þurrka sveppinn smálubba (Leccinum rotundifolia) og fá síðan vottun fyrir hann sem náttúrlega afurð.
Nefndin samþykkir erindið.

3.Tilboð í uppsetningu á þráðlausu neti fyrir Stjórnsýsluhús á Húsavík, Borgarhólsskóla og Grænuvelli

Málsnúmer 201503106Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tilboð frá Advania um uppsetningu þráðlauss nets í ofangreindar byggingar.
Nefndin frestar málinu til næsta fundar til frekari skoðunar og samanburðar á verði. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leita tilboða frá fleiri aðilum og sömuleiðs kanna í samráði við umsjónarmann fasteigna Norðurþings hvort þörf sé á samskonar uppsetningu í fleiri stofnanir eða eignir Norðurþings.

4.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík

Málsnúmer 201502045Vakta málsnúmer

Fjallað um færslu Þjónustustöðvar á Húsavík og mögulegar lausnir henni tengdar.
Umsjónarmaður fasteigna lagði fyrir nefndina hugmyndir til umræðu.
Bæjarstjóri og verkstjóri í Þjónustumiðstöð sátu fundinn undir þessum lið. Nefndin veitir framkvæmda- og þjónustufulltrúa og bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga um afnot af húsnæði fyrir starfsemi Þjónustustöðvar í sumar. Í framhaldi verði unnið að varanlegri lausn.

5.Staða garðyrkjustjóra Norðurþings

Málsnúmer 201411070Vakta málsnúmer

Kynntur nýr garðyrkjustjóri Norðurþings, Smári Lúðvíksson.
Nýr garðyrkjustjóri mætti á fund nefndarinnar og kynnti sig.

6.Viðhaldsdýpkun í Kópaskershöfn

Málsnúmer 201406094Vakta málsnúmer

Rætt um ástand hafnarinnar á Kópaskeri sem er slæmt vegna mikilar sandsöfnunar sem takmarkar mjög nýtingu hennar.
Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Fyrir liggur að skipa á sérstaka hafnarstjórn Norðurþings og mikilvægt að hún geri könnun á stöðu hafna sveitarfélagsins og gjaldskrám og geri í framhaldi samanburð við nærliggjandi hafnir.

Fundi slitið - kl. 18:00.