Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík
Málsnúmer 201502045
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015
Hús þjónustustöðvar að Höfða 9 á Husavík hefur verið selt og því þarf að finna starfseminni nýjan samastað.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að hefja viðræður við Sorpsamlag Þingeyinga og bæjarráð um möguleika í flutningi Þjónustustöðvar í austari skemmu SÞ að Víðimóum og jafnframt verði kannað hvaða breytingar þarf að gera á húsnæðinu og hver kostnaður verður af flutningi og breytingum húsnæðisins að Víðimóum.
Bæjarráð Norðurþings - 133. fundur - 05.03.2015
Fyrir bæjarráði er til umfjöllunar færsla Þjónustustöðvar Norðurþings frá Höfða 9 á Húsavík og í húsnæði Sorpsamlags Þingeyinga ehf., í Víðimóum.
Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015
Sveinn Hreinsson umsjónamaður fasteigna Norðurþings og Sigmundur Þorgrímsson verkstjóri í Þjónustustöð sátu fundinn undir þessum lið.
Framkvæmda- og hafnarnefnd óskar eftir afnotum af Orkustöð og þurkklefa Orkuveitu Húsavíkur meðan á flutningi stendur. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera kostnaðarmat á tilflutningi og hefja hönnun þeirra breytinga sem nauðsynlegar eru vegna nýrrar Þjónustustöðvar. Jafnframt óskar nefndin eftir því að bæjarráð hefji samninga við Sorpsamlag Þingeyinga um kaup eða leigu á húsnæði þess félags.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 55. fundur - 30.03.2015
Fjallað um færslu Þjónustustöðvar á Húsavík og mögulegar lausnir henni tengdar.
Umsjónarmaður fasteigna lagði fyrir nefndina hugmyndir til umræðu.
Umsjónarmaður fasteigna lagði fyrir nefndina hugmyndir til umræðu.
Bæjarstjóri og verkstjóri í Þjónustumiðstöð sátu fundinn undir þessum lið. Nefndin veitir framkvæmda- og þjónustufulltrúa og bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga um afnot af húsnæði fyrir starfsemi Þjónustustöðvar í sumar. Í framhaldi verði unnið að varanlegri lausn.
Bæjarráð Norðurþings - 136. fundur - 10.04.2015
Fyrir bæjarráð mættu Tryggvi Jóhannsson og Sveinn Hreinsson og fóru yfir hugmyndir að bráðabirgðalausn á færslu þjónustumiðstöðvar Norðurþings á Húsavík og viðruðu hugmyndir að framtíðarlausn fyrir þjónustumiðstöðina.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi og umsjónarmaður fasteigna gerðu grein fyrir stöðu málsins og þeim ráðstöfunum sem þegar hafa verið gerðar til finna starfseminni stað til skamms tíma.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 57. fundur - 13.05.2015
Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings, gerði grein fyrir stöðu málsins og kostnaði við verkið.
Ljóst er að ákveða þarf framtíðarstaðsetningu Þjónustustöðvar á Húsavík m.t.t. húsnæðis og starfsemi.
Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.
Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58. fundur - 03.06.2015
Umsjómarmaður fasteigna gerði grein fyrir úttekt slökkviliðsstjóra á húsnæði þjónustumiðstöðvar á Höfða 1.
Rædd framtíðarstaðsetning Þjónustumiðstöðvar.
Rædd framtíðarstaðsetning Þjónustumiðstöðvar.
Framkvæmda-og þjónustufulltrúa er falið að svara erindinu.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61. fundur - 19.08.2015
Hjálmar Bogi óskar eftir umræðu um þetta mál.
Nefndin samþykkir að stofna vinnuhóp til að koma með tillögur fyrir nefndina að nýju. Miðað er við að vinnuhópurinn skili af sér á októberfundi síðla árs.
Nefndin er falið að kanna og skilgreina verkefni og þjónustustig Þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík. Meta þarf kosti varðandi húsnæði, mannafla og tæki nýrrar Þjónustustöðvar á Húsavík.
Vinnuhópinn skipa ásamt framkvæmda- og þjónustufulltrúa, formaður og varaformaður nefndarinnar.
Nefndin er falið að kanna og skilgreina verkefni og þjónustustig Þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík. Meta þarf kosti varðandi húsnæði, mannafla og tæki nýrrar Þjónustustöðvar á Húsavík.
Vinnuhópinn skipa ásamt framkvæmda- og þjónustufulltrúa, formaður og varaformaður nefndarinnar.