Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

56. fundur 14. apríl 2015 kl. 16:00 - 20:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Skipulag hafnarsvæðis á Húsavík

Málsnúmer 201410061Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd og skipulags- og byggingarnefnd funduðu sameiginlega um þennan lið.
Til fundarins mættu fulltrúar skipulags- og byggingarnefnd til sameiginlegra umræðna og var þessi liður sameiginlegur á fundum nefndanna beggja.

Skipulagsfulltrúi kynnti bréf frá Norðlenska ehf sem lóðarhafa að Hafnarstétt 25-31 og 33. Óskað er eftir að skilgreindur verði í deiliskipulag miðhafnarsvæðis byggingarréttur fyrir tveggja hæða húsi milli Hafnarstéttar 31 og 33 sem yrði allt að 250 m² að grunnfleti.

Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við skipulagsráðgjafa að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis:

1. Skipt verði lóð undir Flókahúsi og Helguskúr og gerð tillaga að byggingarrétti hvorrar lóðar.
2. Gert verði ráð fyrir smáhýsum við aðkomu að flotbryggjum. Þessi smáhýsi megi nýta sem aðstöðu fyrir þá sem gera út frá bryggjunum á hverjum tíma.
3. Gert verði ráð fyrir að torgsala sem heimiluð hefur verið við flotbryggjur verði færð suður fyrir Helguskúr.
4. Merkt verði tvö bílastæði fyrir fatlaða langsum við Hafnarstétt 3.
5. Gert verði ráð fyrir tengibyggingu yfir götu milli Hafnarstéttar 1 og 3.
6. Gert verði ráð fyrir byggingarrétti á lóð Hafnarstéttar 31 til samræmis við óskir lóðarhafa.

2.Húseignin Höfði 24, Húsavík

Málsnúmer 201504014Vakta málsnúmer

Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings kom á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir kröfum eldvarnaeftirlitsins varðandi húsnæðið og þeim ráðstöfunum sem eigendur húseignarinnar, þar með talið Norðurþing, þurfa að gera til að uppfylla þær kröfur.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að verða við kröfum eldvarnaeftirlitsins um brunavarnir.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ræða við sameiganda um lagfæringarnar að kröfu eldvarnareftirlits.

Örlygur Hnefill vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

3.Fasteignakerfi -utanumhald um ástand og viðhald fasteigna

Málsnúmer 201503035Vakta málsnúmer

Almar Eggertsson frá Faglausn kom á fundinn og kynnti kerfi til að halda utan um ástand og viðhald fasteigna.
Málið var áður á dagskrá á 52. fundi nefndarinnar en frestað þá.
Formanni falið að ræða um kostnað við gerð kerfisins og kynna á næsta fundi nefndarinnar.

4.Fasteignir Norðurþings 2014

Málsnúmer 201402056Vakta málsnúmer

Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings gerði grein fyrir undirbúningi á sölu fasteigna og verklag henni tengt.
Nefdin felur umsjónarmanni fasteigna að setja lausa íbúð Norðurþings að Garðarsbraut 83 í söluferli.

Kynnt var bréf sem sent verður til leigutaka Norðurþings sem eru á almennum leigumarkaði vegna markmiðs sveitarfélagsins um sölu fasteigna og farið yfir eignir í eigu sveitarfélagsins og ástand þeirra. Nefndin samþykkir bréfið með áorðnum breytingum.

5.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík

Málsnúmer 201502045Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi og umsjónarmaður fasteigna gerðu grein fyrir stöðu málsins og þeim ráðstöfunum sem þegar hafa verið gerðar til finna starfseminni stað til skamms tíma.

6.Framkvæmdir á vegum framkvæmda- og hafnanefndar árið 2015

Málsnúmer 201502044Vakta málsnúmer

Umsjónarmaður fasteigna gerði nefndinni grein fyrir þeim verkefnum sem hann telur brýnast að ráðast í á árinu.
Nefndin felur umsjónarmanni fasteigna að forgangsraða viðhaldsverkefnum og meta kostnað og kynna á næsta fundi nefndarinnar. Umsjónarmanni jafnframt falið að hefja vinnu við úrbætur á aðstöðumálum á tjaldsvæði. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa og umsjónarmanni fasteigna falið að gera drög að framkvæmda- og viðhaldsáætlun og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Viðhaldsdýpkun í Kópaskershöfn

Málsnúmer 201406094Vakta málsnúmer

Hafnastjóri gerði nefndinni grein fyrir samskiptum sínum við Vegagerðina vegna málsins.
Samkvæmt gildandi lögum þarf hafnasjóður að vera með jákvæða framlegð eða fullnýta sína gjaldamöguleika. Það er hvorugt í tilfelli hafnarsjóðs Norðurþings. Því mun Vegagerðin ekki koma að framkvæmdum með sveitarfélaginu. Fara þarf vandlega yfir stöðu hafnarsjóðs. Nefndin ítrekar ósk sína til bæjarstjórnar um skipun sérstakrar hafnarstjórnar.

8.Erindi frá Ómari Gunnarssyni vegna öryggis og aðstöðu við höfnina á Kópaskeri

Málsnúmer 201503117Vakta málsnúmer

Ómar vekur athygli á því ófremdarástandi sem hefur skapast í Kópaskershöfn vegna sandburðar og hversu brýnt hann telur að bregðast þurfi við til úrbóta.
Nefndin þakkar bréfritara fyrir greinargott erindi og tekur undir sjónarmiðin sem þar koma fram. Vísað er til afgreiðslu á lið 7 í fundargerðinni.

9.Raufarhafnarhöfn

Málsnúmer 201411068Vakta málsnúmer

Löndunarkraninn á Raufarhöfn er orðinn mjög slitinn og bilanagjarn og er orðið brýnt að endurnýja hann.
Staða málsins kynnt.

10.Tilboð í uppsetningu á þráðlausu neti fyrir Stjórnsýsluhús á Húsavík, Borgarhólsskóla og Grænuvelli

11.Erindi frá Veiðifélagi Litlárvatna varðandi varnir gegn ágangi Jökulsár við Skjálftavatn í Kelduhverfi

Málsnúmer 201502070Vakta málsnúmer

Kynt svör Landgræðslu ríkisins og Orkustofnunar vegna ofangreinds erindis.

12.Tillaga um erindi til Orkuveitu Húsavíkur

Málsnúmer 201504017Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillög:

Framkvæmda- og hafnanefnd sendi Orkuveitu Húsavíkur erindi vegna fráveitumála á Húsavík.
Óskað verði eftir upplýsingum um í hvaða, ef einhverjar fráveituframkvæmdir hyggst veitan fara í árið 2015 að frátölum þeim sem lúta beint að uppbyggingu á Bakka?

13.Tillaga um gerð gerð framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hafnarsvæðisins á Húsavík

Málsnúmer 201504018Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu:

Framkvæmda- og hafnanefnd láti gera framkvæmdaáætlun um uppbyggingar á hafnarsvæðinu á Húsavík.
Nefndin samþykkir að hefja vinnu við framkvæmdaáætlun Húsavíkurhafnar.

14.Tengivegur yfir Bakkaá

Málsnúmer 201504021Vakta málsnúmer

í dag voru opnuð tilboð vegna verðkönnunar í tengiveg yfir Bakkaá.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í verkið, ÞS-verktaka, þó með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarráðs hvað varðar fjármögnun þess. Fáist samþykki bæjarráðs eru framkvæmdir heimilar í samræmi við samþykkt skipulag og fyrirliggjandi teikningar af vegaframkvæmdinni.

Fundi slitið - kl. 20:00.