Fasteignir Norðurþings 2014
Málsnúmer 201402056
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggja erindi vegna brunavarna á eigum sveitarfélagsins frá Slökkviliðsstjóra Norðurþings. Erindin varða Félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn, Hótel Norðurljós á Raufarhöfn og grunnskólann í Lundi. Um er að ræða skýrslur vegna úttektar og ábendingar um lagfæringar. Umsjónarmaður fasteinga f.h. Eignasjóðs Norðurþings hefur unnið að samantekt á kostnaði við lagfæringar og mun skila greinagerð þegar kostnaðarmat liggur fyrir og leggja fyrir fundinn að nýju.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014
Farið yfir ýmis málefni tengd fasteignum Norðurþings. Hjálmar Bogi lagði fram ábendingu um að sumar stofnanir sveitarfélagins eru ekki merktar sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að taka saman kostnað við merkingar á þeim stofnunum sveitarfélagins sem ómerktar eru og leggja fyrir nefndina tillögur að merkingum ásamt kostnaðaráætlun.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015
Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings gerði grein fyrir undirbúningi á sölu fasteigna og verklag henni tengt.
Nefdin felur umsjónarmanni fasteigna að setja lausa íbúð Norðurþings að Garðarsbraut 83 í söluferli.
Kynnt var bréf sem sent verður til leigutaka Norðurþings sem eru á almennum leigumarkaði vegna markmiðs sveitarfélagsins um sölu fasteigna og farið yfir eignir í eigu sveitarfélagsins og ástand þeirra. Nefndin samþykkir bréfið með áorðnum breytingum.
Kynnt var bréf sem sent verður til leigutaka Norðurþings sem eru á almennum leigumarkaði vegna markmiðs sveitarfélagsins um sölu fasteigna og farið yfir eignir í eigu sveitarfélagsins og ástand þeirra. Nefndin samþykkir bréfið með áorðnum breytingum.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 57. fundur - 13.05.2015
Umsjónamaður fasteigna lagði til sölu á íbúð að Garðarsbraut 83 á Húsavík. Nefndin samþykkir söluna.
Umsjónamaður fasteigna lagði fram lista yfir íbúðir sem skal selja. Nefndin samþykkir listann enda fáist viðunandi verð fyrir eignirnar.
Nefndin samþykkir að leigusamningar íbúða verði samræmdir. Í því felst að öllum samningum veður sagt upp, þeir samræmdir og endurnýjaðir.
Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.
Umsjónamaður fasteigna lagði fram lista yfir íbúðir sem skal selja. Nefndin samþykkir listann enda fáist viðunandi verð fyrir eignirnar.
Nefndin samþykkir að leigusamningar íbúða verði samræmdir. Í því felst að öllum samningum veður sagt upp, þeir samræmdir og endurnýjaðir.
Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58. fundur - 03.06.2015
Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir stöðu mála vegna fasteignar Sólbrekku 28. Unnið að framkvæmdaáætlun vegna viðhalds á fasteigninni.
Skýli fyrir sorpílát við fjölbýlishús - mismunandi útfærslur.
Skýli fyrir sorpílát við fjölbýlishús - mismunandi útfærslur.
Sólbr. 28, Húsavík
Umsjónarmanni fasteigna falið að gera verkáætlun um uppbyggingu á fasteigninni í samræmi við brunvarnaráætlun og kostnaráætlun á heildarverkinu.
Sorptunnuskýli
Ljóst er að koma þarf upp sorptunnuskýlum við fjölbýlishús á Húsavík. Húsfélög eru hvött til að hafa samband við umsjónarmann fasteigna Norðurþings um mismunandi lausnir og útfærslur á byggingu skýla.
Umsjónarmanni fasteigna falið að gera verkáætlun um uppbyggingu á fasteigninni í samræmi við brunvarnaráætlun og kostnaráætlun á heildarverkinu.
Sorptunnuskýli
Ljóst er að koma þarf upp sorptunnuskýlum við fjölbýlishús á Húsavík. Húsfélög eru hvött til að hafa samband við umsjónarmann fasteigna Norðurþings um mismunandi lausnir og útfærslur á byggingu skýla.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58. fundur - 03.06.2015
Fyrir nefndinni liggur erindi frá Trésmiðjunni Val ehf. um kaup á Grundargarði 1-3 á Húsavík.
Erindinu er hafnað.
Bæjarráð Norðurþings - 150. fundur - 03.09.2015
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sveini Hreinssyni, umsjónarmanni fasteigna, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna sölu á íbúð
Bæjarráð mælir á móti því að leigjendur hafi forkaupsrétt við sölu íbúða sveitarfélagsins.