Tengivegur yfir Bakkaá
Málsnúmer 201504021
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015
í dag voru opnuð tilboð vegna verðkönnunar í tengiveg yfir Bakkaá.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í verkið, ÞS-verktaka, þó með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarráðs hvað varðar fjármögnun þess. Fáist samþykki bæjarráðs eru framkvæmdir heimilar í samræmi við samþykkt skipulag og fyrirliggjandi teikningar af vegaframkvæmdinni.
Bæjarráð Norðurþings - 137. fundur - 16.04.2015
Fyrir bæjarráði liggur eftirfarandi bókun framkvæmda- og hafnanefndar: "Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í verkið, ÞS-verktaka, þó með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarráðs hvað varðar fjármögnun þess. Fáist samþykki bæjarráðs eru framkvæmdir heimilar í samræmi við samþykkt skipulag og fyrirliggjandi teikningar af vegaframkvæmdinni."
Bæjarráð samþykkir fjárheimild vegna vegtengingar við iðnaðarlóðina á Bakka enda liggur fyrir trygging frá PCC BakkiSilicon um óendurkræfa greiðslu upp á $ 250 þúsund vegna tengingarinnar.