Erindi frá Ómari Gunnarssyni vegna öryggis og aðstöðu við höfnina á Kópaskeri
Málsnúmer 201503117
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015
Ómar vekur athygli á því ófremdarástandi sem hefur skapast í Kópaskershöfn vegna sandburðar og hversu brýnt hann telur að bregðast þurfi við til úrbóta.
Nefndin þakkar bréfritara fyrir greinargott erindi og tekur undir sjónarmiðin sem þar koma fram. Vísað er til afgreiðslu á lið 7 í fundargerðinni.