Framkvæmdir á vegum framkvæmda- og hafnanefndar árið 2015
Málsnúmer 201502044
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015
Rætt um mögulegar framkvæmdir á vegum framkvæmda- og hafnanefndar á þessu ári og fjármögnun þeirra.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015
Umsjónarmaður fasteigna gerði nefndinni grein fyrir þeim verkefnum sem hann telur brýnast að ráðast í á árinu.
Nefndin felur umsjónarmanni fasteigna að forgangsraða viðhaldsverkefnum og meta kostnað og kynna á næsta fundi nefndarinnar. Umsjónarmanni jafnframt falið að hefja vinnu við úrbætur á aðstöðumálum á tjaldsvæði. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa og umsjónarmanni fasteigna falið að gera drög að framkvæmda- og viðhaldsáætlun og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
"Ég sakna þess að ekki sé lögð fram viðhalds- og framkvæmdaáætlun ásamt fjármagni líkt og undanfarin ár".