Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

52. fundur 11. mars 2015 kl. 16:00 - 20:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Arnar Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Hugrún Rúnarsdóttir f.h. íbúa við Auðbrekku óskar eftir úrbótum á ástandi götunnar

Málsnúmer 201503014Vakta málsnúmer

Íbúar við Auðbrekku fara þess á leit við Norðurþing að endurbætur verði gerðar á malarvegi frá Auðbrekku 4(Heilbrigðisstofnun) að Auðbrekku 18(Sunnuhvoli).
Nefndin getur ekki orðið við erindi um bundið slitlag að svo stöddu en felur Framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna aðrar mögulegar úrbætur vegna svifryks, m.a. mögulega lokun götunnar eða uppsetningu hliðs til að draga úr umferð á svæði ofan íbúabyggðar. Verður málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Hjálmar Bogi og Kjartan óska að bókað sé:
"Hvar er framkvæmda- og viðhaldsáætlun meirihlutans vegna ársins 2015 sem átti að birtast í september 2014?"

2.Verklegar framkvæmdir, viðhald og kostnaður árin 2013 og 2014

Málsnúmer 201503021Vakta málsnúmer

Sigmundur Þorgrímsson, verkstjóri í Þjónustustöð sat fundinn undir þessum lið. Fór hann yfir verklag við val á verktökum í snjómokstri og tækjakost þeirra fyrirtækja sem koma að verkinu. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir samtölur úr bókhaldi um snjómokstur.

3.Erindi frá Veiðifélagi Litlárvatna varðandi varnir gegn ágangi Jökulsár við Skjálftavatn í Kelduhverfi

Málsnúmer 201502070Vakta málsnúmer

Með bréfi vill stjórn Veiðifélags Litluár vekja athygli yfirvalda sveitarfélagsins á því hvaða hætta steðjar að náttúruperlunum Skjálftavatni og Litluá vegna landbrots Jökulsár á Fjöllum. Ennfremur óskar stjórnin liðsinnis Norðurþings við að hvetja ríkið og Landgræðsluna til frekari og varanlegri varna við að hindra Jökulsá í að spilla þessum náttúruperlum til lengri tíma.
Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir áhyggjur stjórnar veiðifélagsins og mun koma áhyggjum sínum á framfæri við Landgræðslu ríkisins og Orkustofnunar.

4.Sigrún Invarsdóttir og Jóhanna Hallsdóttir sækja um leyfi fyrir söluvagni á hafnarsvæðinu á Húsavík

Málsnúmer 201502085Vakta málsnúmer

Þær Sigrún og Jóhanna óska eftir aðstöðu fyrir 9 fermetra kofann þeirra á Hafnarstéttinni á Húsavík eins og undanfarin tvö sumur c.a. frá 15. júní til 15. september.
Nefndin samþykkir erindið og felur hafnarverði í samráði við hafnarstjóra að finna húsinu heppilegan stað.

5.Hafnasamband Íslands, fundargerðir 2015

Málsnúmer 201502089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu málsins og næstu skref en á morgun, fimmtudag 12. mars,verða tilboð vegna útboðs sorpmála í Norðurþingi opnuð.

7.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Rætt var mögulegar breytingar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík.

Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna kostnað við byggingu samhæfðra þjónustuhúsa á torgsölureitum á hafnarsvæðinu á Húsavík. Jafnframt er stefnt að sameiginlegum fundi Framkvæmda- og hafnarnefndar og Skipulags- og byggingarnefndar í næsta mánuði.

8.Slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 201501016Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu eldvarnaeftirlits innan slökkviliðsins.
Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir að veita slökkviliðsstjóra Norðurþings í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa heimild til að auglýsa, og í framhaldi að ráða í stöðu eldvarnareftirlitsmanns fyrir sveitarfélagið Norðurþing á þeim forsendum sem áður hafa verið kynntar í nefndinni og einnig fulltrúum bæjarráðs, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.

Nefndin felur slökkviliðsstjóra að útbúa auglýsingu um starfið þar sem fram kemur starfslýsing, hæfniskröfur o.þ.h. og tryggja að auglýsingin og ráðningin verði í samræmi við þær reglur sem sveitarfélaginu ber að uppfylla varðandi ráðningar.

Jafnframt felur nefndin framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna nýja staðsetningu á skrifstofu slökkviliðsstjóra og nýs eldvarnareftirlitsmanns, en núverandi húsnæði hefur verið selt og verður afhent 1. maí n.k.

9.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík

Málsnúmer 201502045Vakta málsnúmer

Sveinn Hreinsson umsjónamaður fasteigna Norðurþings og Sigmundur Þorgrímsson verkstjóri í Þjónustustöð sátu fundinn undir þessum lið.
Framkvæmda- og hafnarnefnd óskar eftir afnotum af Orkustöð og þurkklefa Orkuveitu Húsavíkur meðan á flutningi stendur. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera kostnaðarmat á tilflutningi og hefja hönnun þeirra breytinga sem nauðsynlegar eru vegna nýrrar Þjónustustöðvar. Jafnframt óskar nefndin eftir því að bæjarráð hefji samninga við Sorpsamlag Þingeyinga um kaup eða leigu á húsnæði þess félags.

10.Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag

Málsnúmer 201406093Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi óskar eftir umræðu um að endurmat á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir í Þjónustustöð Norðurþings á Húsavík.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera minnisblað um verkefni Þjónustustöðvar og koma með tillögu að framtíðarsýn fyrir starfsemi hennar.

11.Sala eigna árið 2015

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir stöðu málsins.
Nefndin mælist til þess að þær íbúðir sem fara úr leigu verði settar í söluferli. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa lista um aðrar eignir sem mögulegt er að selja.

12.Framkvæmdir við hafnamannvirki á Húsavík vegna stóriðju

Málsnúmer 201503032Vakta málsnúmer

Vegagerðin ætlar að bjóða út stálþil á Norðurlandi og hefur hug á að bjóða út stálþil vegna lengingar Bökugarðs í leiðinni ef hafnarnefnd samþykkir það. Sparnaður við sameiginlegt útboð gæti orðið um 10%.
Þetta er náttúrlega bundið því að framkvæmdir fari af stað á Bakka. Frestur til að hætta við kaupin rennur út í lok maí í vor.
Nefndin samþykkir að fela hafnastjóra að svara erindinu og taka þátt í útboðinu.

13.Erindi frá Húsavíkurstofu varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201503034Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa óskar eftir endurbótum á aðstöðu á tjaldsvæðinu á Húsavík.
Nefndin felur Framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að nýjum samningi við Húsavíkurstofu um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík og leggja fyrir nefndina að nýju. Jafnframt verði gerð úttekt á ástandi húsnæðis og tjaldsvæði á Húsavík.

Örlygur Hnefill vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

14.Fasteignakerfi -utanumhald um ástand og viðhald fasteigna

Málsnúmer 201503035Vakta málsnúmer

Umsjónarmaður fasteigna kynnti kerfi til þess að halda utan um ástand og viðhald fasteigna og kostnað við kaup á slíku.
Nefndin óskar eftir því að málinu sé frestað til næsta fundar og að Almar Eggertsson komi og kynni málið fyrir nefndarmönnum.

15.Erindi frá Jan Klitgaard fyrir hönd safnafólks á Húsavík

Málsnúmer 201503037Vakta málsnúmer

Safnafólk á Húsavík hefur hug á að efla merkingar safna og áhugaverðra staða í bænum sem rannsóknir gefa til kynna að sé ábótavant.
Framkvæmda- og þjónustunefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu fyrir sitt leyti.

Örlygur Hnefill vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

Fundi slitið - kl. 20:00.