Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag
Málsnúmer 201406093
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014
Hjálmar Bogi leggur til að vinna við nýtt skipulag þjónustustöðva og hafna Norðurþings, sem hafin var á síðasta kjörtímabili, verði hafin að nýju og henni lokið. Framkvæmda- og hafnanefnd er sammála um að halda þeirri vinnu áfram og skila inn tillögum fyrir gerð fjárhagsáætlunar eða í lok september.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014
Farið yfir stöðu málsins.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 46. fundur - 03.12.2014
Erindi sem Hjálmar Bogi lagði fram til umræðu og varðar stjórnskipulag og rekstur Hafnasjóðs. Farið yfir stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 49. fundur - 14.01.2015
Rætt um ýmislegt er varðar núverandi rekstur hafnarsjóðs og hvernig honum gæti verið háttað í framtíðinni.
Fyrirséð eru aukin umsvif og uppbygging hafnarstarfsemi sveitarfélagsins. Framkvæmda- og hafnarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipuð verði sérstök hafnarstjórn, sem taki við verkefnum er varða hafnir sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Norðurþings - 44. fundur - 20.01.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 48. fundi framkvæmda og hafnanefndar.
Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Fyrirséð eru aukin umsvif og uppbygging hafnarstarfsemi sveitarfélagsins. Framkvæmda- og hafnarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipuð verði sérstök hafnarstjórn, sem taki við verkefnum er varða hafnir sveitarfélagsins.
Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Fyrirséð eru aukin umsvif og uppbygging hafnarstarfsemi sveitarfélagsins. Framkvæmda- og hafnarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipuð verði sérstök hafnarstjórn, sem taki við verkefnum er varða hafnir sveitarfélagsins.
Fyrirliggjandi tillaga framkvæmda og hafnanefndar samþykkt samhljóða.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015
Hjálmar Bogi óskar eftir umræðu um að endurmat á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir í Þjónustustöð Norðurþings á Húsavík.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera minnisblað um verkefni Þjónustustöðvar og koma með tillögu að framtíðarsýn fyrir starfsemi hennar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 57. fundur - 13.05.2015
Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir umræðu um stöðu hafnarsjóðs í stjórnkerfi sveitarfélagsins og verkefnin fram undan.
Framkvæmda- og hafnanefnd ítrekar við bæjarstjórn mikilvægi þess að stofnuð verði sérstök hafnastjórn enda samþykkt fyrir slíku í nefndinni. Framundan er gríðarleg uppbygging og taka þarf rekstur Hafnasjóðs til endurskoðunar.