Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag
Málsnúmer 201406093Vakta málsnúmer
Rætt um ýmislegt er varðar núverandi rekstur hafnarsjóðs og hvernig honum gæti verið háttað í framtíðinni.
Fyrirséð eru aukin umsvif og uppbygging hafnarstarfsemi sveitarfélagsins. Framkvæmda- og hafnarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipuð verði sérstök hafnarstjórn, sem taki við verkefnum er varða hafnir sveitarfélagsins.
2.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar
Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer
Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingu aðalskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er nú liðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings tók tillöguna fyrir í dag -sjá bókun þeirrar nefndar- og samþykkti að leggja til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings tók tillöguna fyrir í dag -sjá bókun þeirrar nefndar- og samþykkti að leggja til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og byggingarnefndar verði samþykkt óbreytt.
Nefndin tekur undir sjónarmið skipulags- og byggingarnefndar um að vandað verði til verka við mótun landfyllingar og fyrirhugaðarar uppbyggingar á henni enda áberandi staður í bæjarmyndinni.
Kjartan Páll vék af fundi við afgreiðslu nefndarinnar.
Nefndin tekur undir sjónarmið skipulags- og byggingarnefndar um að vandað verði til verka við mótun landfyllingar og fyrirhugaðarar uppbyggingar á henni enda áberandi staður í bæjarmyndinni.
Kjartan Páll vék af fundi við afgreiðslu nefndarinnar.
3.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar
Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer
Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingu deiliskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er nú liðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings tók tillöguna fyrir í dag -sjá bókun þeirrar nefndar- og samþykkti að leggja til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings tók tillöguna fyrir í dag -sjá bókun þeirrar nefndar- og samþykkti að leggja til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og byggingarnefndar verði samþykkt óbreytt.
Nefndin tekur undir sjónarmið skipulags- og byggingarnefndar um að vandað verði til verka við mótun landfyllingar og fyrirhugaðarar uppbyggingar á henni enda áberandi staður í bæjarmyndinni.
Kjartan Páll vék af fundi við afgreiðslu nefndarinnar.
Nefndin tekur undir sjónarmið skipulags- og byggingarnefndar um að vandað verði til verka við mótun landfyllingar og fyrirhugaðarar uppbyggingar á henni enda áberandi staður í bæjarmyndinni.
Kjartan Páll vék af fundi við afgreiðslu nefndarinnar.
4.Landgræðsla ríkisins óskar eftir styrk við verkefnið Bændur græða landið
Málsnúmer 201412057Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið hefur í mörg ár tekið þátt í verkefninu "Bændur græða landið" og er þessi beiðni Landgræðslunnar í samræmi við samning þar um.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.
5.Hafnasamband Íslands, fundagerðir 2014
6.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi
Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer
Farið yfir ýmsa þætti sorpmála í framhaldi af umræðum á síðasta fundi nefndarinnar 7. janúar sl.
Undirritaðir leggja til að sá möguleiki verði kannaður hvort sveitarfélagið Norðurþing annist sjálft sorphirðu og flokkun á Húsavík og Reykjahverfi. Jafnframt verði Þjónustustöð sveitarfélagsins á Húsavík flutt í Víðimóa.
Greinargerð
Sveitarfélagið Norðurþing er eigandi þeirra fasteigna sem Sorpsamleg Þingeyinga stendur ásamt kurlara og öðrum tækjum. Helsta fjárfestingin er í bíl til hirðingar á sorpi og sorptunnur. Hjá Sorpsamlagi Þingeyinga er þekking á málaflokknum sem hægt er að nýta. Þegar hefur verið gefin út álagning sorphirðugjalda fyrir árið 2015.
Fjárfesting felst í baggapressu, flokkunarbandi og bíl. Flokkað yrði til útflutnings eða selt ómeðhöndlað. Tekjumöguleikar á endurvinnsluefni. Samlegðaráhrif vegna færslu á Þjónustustöð á Húsavík annars vegar og bókhaldi og yfirstjórn hinsvegar eru talsverð. Reki sveitarfélagið móttökustöð og sjái um sorphirðu fækkar sérsamningum og flækjustig vegna aukaverka minnkar.
Ljóst er að upphafskostnaður yrði nokkur.
Kjartan Páll Þórarinsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Undirritaðir leggja til að sá möguleiki verði kannaður hvort sveitarfélagið Norðurþing annist sjálft sorphirðu og flokkun á Húsavík og Reykjahverfi. Jafnframt verði Þjónustustöð sveitarfélagsins á Húsavík flutt í Víðimóa.
Greinargerð
Sveitarfélagið Norðurþing er eigandi þeirra fasteigna sem Sorpsamleg Þingeyinga stendur ásamt kurlara og öðrum tækjum. Helsta fjárfestingin er í bíl til hirðingar á sorpi og sorptunnur. Hjá Sorpsamlagi Þingeyinga er þekking á málaflokknum sem hægt er að nýta. Þegar hefur verið gefin út álagning sorphirðugjalda fyrir árið 2015.
Fjárfesting felst í baggapressu, flokkunarbandi og bíl. Flokkað yrði til útflutnings eða selt ómeðhöndlað. Tekjumöguleikar á endurvinnsluefni. Samlegðaráhrif vegna færslu á Þjónustustöð á Húsavík annars vegar og bókhaldi og yfirstjórn hinsvegar eru talsverð. Reki sveitarfélagið móttökustöð og sjái um sorphirðu fækkar sérsamningum og flækjustig vegna aukaverka minnkar.
Ljóst er að upphafskostnaður yrði nokkur.
Kjartan Páll Þórarinsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Meirihluti óskar að bókað sé:
"Vinnsla útboðsgagna er langt komin og þegar er búið að forkynna útboðið. Tillaga sem þessi hefði því þurft að koma fram mun fyrr í ferlinu. Í útboðsgögnum er hins vegar kveðið á um að heimilt sé að hafna öllum tilboðum ef þau þykja ekki hagstæð. Meirihluti Framkvæmda- og hafnarnefdar fellir því tillöguna en bendir á að sveitarfélagið Norðurþing á að fullu Sorpsamlag Þingeyinga og ef ekki koma ákjósanleg tilboð í verkið eftir að útboð hefur farið fram, þá er enn sá kostur í boði að framkvæma þetta á eigin forsendum eða innan Sorpsamlagi Þingeyinga. Meirihlutinn hefur þegar hafið könnun á færslu þjónustumiðstöðvar í húsnæðið í Víðimóum."
Olga Gísladóttir
Trausti Aðalsteinsson
Örlygur Hnefill Örlygsson
"Vinnsla útboðsgagna er langt komin og þegar er búið að forkynna útboðið. Tillaga sem þessi hefði því þurft að koma fram mun fyrr í ferlinu. Í útboðsgögnum er hins vegar kveðið á um að heimilt sé að hafna öllum tilboðum ef þau þykja ekki hagstæð. Meirihluti Framkvæmda- og hafnarnefdar fellir því tillöguna en bendir á að sveitarfélagið Norðurþing á að fullu Sorpsamlag Þingeyinga og ef ekki koma ákjósanleg tilboð í verkið eftir að útboð hefur farið fram, þá er enn sá kostur í boði að framkvæma þetta á eigin forsendum eða innan Sorpsamlagi Þingeyinga. Meirihlutinn hefur þegar hafið könnun á færslu þjónustumiðstöðvar í húsnæðið í Víðimóum."
Olga Gísladóttir
Trausti Aðalsteinsson
Örlygur Hnefill Örlygsson
7.Slökkvilið Norðurþings
Málsnúmer 201501016Vakta málsnúmer
Slökkviliðsstjóri og fulltrúar Slökkviliðs Norðurþings komu á fund nefndarinnar og kynntu áætlun um uppbyggingu slökkviliðsins á árunum 2015 til 2019. Jafnframt óskað eftir því að slökkviliðsmenn Slökkviliðs Norðurþings fái frían aðgang að sundlaugum í rekstri Norðurþings enda samkvæmt kjarasamningi slökkviliðsmanna.
Nefndin óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð 20 milljónir í samræmi við fjárfestingarþörf Slökkviliðs Norðurþings. Áður hefur bæjarstjórn Norðurþings samþykkt brunavarnaráætlun fyrir sveitarfélagið.
Nefndin samþykkir að óska eftir því við Tómstunda- og æskulýðsnefnd að slökkviliðsmenn í Slökkviliði Norðurþings fái frían aðgang að sundlaugum í rekstri Norðurþings.
Nefndin samþykkir að óska eftir því við Tómstunda- og æskulýðsnefnd að slökkviliðsmenn í Slökkviliði Norðurþings fái frían aðgang að sundlaugum í rekstri Norðurþings.
8.Gullmolar ehf. eignarhaldsfélag, ósk um kaup á húsnæði
Málsnúmer 201501036Vakta málsnúmer
Félagið Curio hefur óskað eftir viðræðum um kaup á Höfða 9 á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnarnefnd felur bæjarráði að ganga til samninga við Curio um kaup á húseigninni að Höfða 9.
Fundi slitið - kl. 20:00.