Fara í efni

Gullmolar ehf. eignarhaldsfélag, ósk um kaup á húsnæði

Málsnúmer 201501036

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 49. fundur - 14.01.2015

Félagið Curio hefur óskað eftir viðræðum um kaup á Höfða 9 á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnarnefnd felur bæjarráði að ganga til samninga við Curio um kaup á húseigninni að Höfða 9.

Bæjarráð Norðurþings - 127. fundur - 15.01.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Gullmolum ehf., þar sem fram kemur ósk um kaup á húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Höfða 9 á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnanefnd hefur áður fjallað um erindið og leggur til við bæjarráð að hafnar verði viðræður við bréfritara um kaupin.
Húsnæðið er ætlað undir starfsemi félagsins Curio en það er í mikilli uppbyggingu og fyrirséð að fjölgun starfa fylgir þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Húsavík.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í viðræður við bréfritara um kaup á húsnæði sveitarfélagsins að Höfða 9 og felur bæjarstjóra að leiða þá vinnu og leggja samning um sölu eignarinnar fyrir bæjarráð þegar hann liggur fyrir.

Bæjarráð Norðurþings - 129. fundur - 29.01.2015

Fyrir bæjarráði liggur fyrir erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en þar kemur fram að Kristjáni Þór Magnússyni, bæjarstjóra var falið að hefja viðræður við eigendur Gullmola ehf., um samstarfssamning sem felur í sér sölu á eigninni að Höfða 9 á Húsavík.
Fyrir fundinn liggja drög að staðfestingu á samstarfssamningi.
Bæjarráð samþykkir að gera samstarfssamning við Gullmola ehf. f.h. Curio ehf. um að auka og styrkja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík. Markmið samstarfssamningsins mun fela í sér að fyrirtækin flytja hluta af starfsemi sinni til Húsavíkur til frekari uppbyggingar. Unnið verði að fjölgun heilsársstarfa. Til að þetta megi gerast mun sveitarfélagið Norðurþing selja Gullmolum ehf. húseign sína að Höfða 9 undir starfsemi fyrirtækisins. Húseignin að Höfða 9 hentar sérstaklega vel í þessu tilliti ásamt því að á lóðinni er byggingarréttur sem tryggir áform félagsins um frekari uppbyggingu.

Curio ehf. hóf hefðbundna vélaframleiðslu árið 1994 en einbeitir sér nú að smíði fiskvinnsluvéla fyrir hausningu, flökun og roðflettingu. Fyrirtækið kom með nýja vélalínu fyrir fiskvinnslur árið 2008 sem vel hefur gengið að selja. Eigendur Gullmola ehf. sem á Curio ehf. eru hjónin Elliði Hreinsson og Sólveig Jóhannesdóttir. Félagið er í dag með starfsstöð í Hafnafirði, á Húsavík og í Skotlandi. Starfsmenn félagsins eru 30 talsins, 24 á Íslandi og 6 í Skotlandi.


Kaupverð eignarinnar er 26 mkr. sem staðgreiðist við undirritun samstarfs- og kaupsamning.



Bæjarráð veitir Kristjáni Þór Magnússyni, bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð Norðurþings - 130. fundur - 05.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi til afgreiðslu sem tekið var fyrir á 129. fundi bæjarráðs en þar kom fram að samþykkt var að gera samstarfssamning við Gullmola ehf. og var bæjarstjóra falið að ganga til samninga og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Fyrir bæjarráði liggja samningsdrög að kaupsamningi sem felur í sér eftifarandi:

Norðurþing kt., 640169-5599 samþykkir að selja eignina að Höfða 9 á Húsavík og Gullmolar ehf. kt. 540194-2119 samþykkir að kaupa. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er um að ræða 458,2 fm húseign sem byggð er árið 1986 og 1988 úr forsteyptum einangruðum einingum.

Kaupverð eignarinnar er 26.000.000.- Tuttuguogsexmilljónir króna.
Húseignin staðgreiðist við undirritun kaupsamnings og samþykki bæjarstjórnar.

Í samningnum er kvöð um forkaupsrétt sveitarfélagsins sem verður þinglýst með samningnum en hún felur í sér að Norðurþing hefur 8 ára forkaupsrétt á verðtryggðu söluverði (NVT).

Afhending eignarinnar er 1 maí. 2015.

Samhliða kaupsamningi gera aðilar með sér sérstakan samstarfssamning um atvinnuuppbyggingu á Húsavík.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi sala eignarinnar að Höfða 9 verði samþykkt eins og samningsdrögin fela í sér. Jafnfram er bæjarstjóra, Kristjáni Þór Magnússyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita kaupsamning sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast sölu þessari.

Bæjarstjórn Norðurþings - 45. fundur - 17.02.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 130. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:
Fyrir bæjarráði liggja samningsdrög að kaupsamningi sem felur í sér eftifarandi:

Norðurþing kt., 640169-5599 samþykkir að selja eignina að Höfða 9 á Húsavík og Gullmolar ehf. kt. 540194-2119 samþykkir að kaupa. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er um að ræða 458,2 fm húseign sem byggð er árið 1986 og 1988 úr forsteyptum einangruðum einingum.

Kaupverð eignarinnar er 26.000.000.- Tuttuguogsexmilljónir króna.
Húseignin staðgreiðist við undirritun kaupsamnings og samþykki bæjarstjórnar.

Í samningnum er kvöð um forkaupsrétt sveitarfélagsins sem verður þinglýst með samningnum en hún felur í sér að Norðurþing hefur 8 ára forkaupsrétt á verðtryggðu söluverði (NVT).

Afhending eignarinnar er 1 maí. 2015.

Samhliða kaupsamningi gera aðilar með sér sérstakan samstarfssamning um atvinnuuppbyggingu á Húsavík.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi sala eignarinnar að Höfða 9 verði samþykkt eins og samningsdrögin fela í sér. Jafnfram er bæjarstjóra, Kristjáni Þór Magnússyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita kaupsamning sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast sölu þessari.
Til máls tóku: Kristján Þór og Kjartan.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.