Steinunn Sigvaldadóttir f.h. Norðursiglingar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús við flotbryggju
Málsnúmer 201406072
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014
Steinunn sækir, f.h. Norðursiglingar, um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús við flotbryggju. Um er að ræða fyrrum miðasöluhús (Vitann). Mynd af fyrirhugaðri staðsetningu fylgdi með erindinu. Stefán Stefánsson sat fundinn undir þessum lið. Framkvæmda- og hafnanefnd bendir á að í deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins er ekki gert ráð fyrir öðru en torgsöluskúrum vestan akbrautar. Í ljósi þessa telur nefndin sér ekki fært að verða við erindinu.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014
Í júlí síðastliðnum samþykkti starfandi hafnastjóri heimild til Norðursiglingar ehf. fyrir torgsöluhúsi. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að sjá til þess að torgsöluhús á miðhafnarsvæðinu verði fjarlægð fyrir 1. október næstkomandi sem og allar óleyfisbyggingar innan miðhafnarskipulagsins. Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir samstarfi við s&b nefnd um að móta skýrar reglur um leyfisveitingar til handa leyfishöfum á torgsölusvæðum.