Fara í efni

Ístak hf. óskar eftir aðstöðu á iðnaðar/þjónustulóð á Bakka fyrir starfsmannabúðir

Málsnúmer 201404054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014

Óskað er eftir aðstöðu á skipulagðri iðnaðarlóð á Bakka undir vinnubúðir. Sótt er um til tveggja ára með möguleika á framlengingu síðar. Skipulags- og byggingarnefnd telur það í samræmi við deiliskipulag að nota skipulagðar iðnaðarlóðir undir vinnubúðir. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að Ístaki verði boðinn aðgangur að lóð B3 skv. deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Þar sem ekki er um að ræða tilbúna lóð með tilheyrandi vegtengingum skal áréttað að semja þarf sérstaklega um framkvæmdir og gjöld fyrir afnot lóðarinnar. Þeim þætti er vísað til umfjöllunar í Framkvæmda- og hafnanefnd.

Bæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir aðstöðu á skipulagðri iðnaðarlóð á Bakka undir vinnubúðir. Sótt er um til tveggja ára með möguleika á framlengingu síðar.
Skipulags- og byggingarnefnd telur það í samræmi við deiliskipulag að nota skipulagðar iðnaðarlóðir undir vinnubúðir.
Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að Ístaki verði boðinn aðgangur að lóð B3 skv. deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Þar sem ekki er um að ræða tilbúna lóð með tilheyrandi vegtengingum skal áréttað að semja þarf sérstaklega um framkvæmdir og gjöld fyrir afnot lóðarinnar. Þeim þætti er vísað til umfjöllunar í Framkvæmda- og hafnanefnd. Jón Grímsson leggur fram breytingatillögu um að Ístak hf. fái lóðina B-5 í stað B-3. Fyrirliggjandi afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar með framlagðri breytingatillögu samþykkt samhljóða.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

Ístak óskaði með bréfi til Skipulags- og byggingarnefndar eftir aðstöðu á skipulagðri iðnaðarlóð á Bakka undir vinnubúðir. Sótt er um til tveggja ára með möguleika á framlengingu síðar. Nefndin samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að Ístaki yrði boðin aðgangur að lóð B5 skv. deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka.Þar sem ekki er um tilbúna lóð að ræða með tilbúnum vegtengingum þarf að semja sérstaklega um framkvæmdir og gjöld fyrir afnot lóðarinnar og er þeim þætti vísað til umfjöllunar Framkvæmda- og hafnanefndar.Framkvæmda- og hafnanefnd felur bæjarstjóra að semja um gjöld, afnot og frágang.