Samningur um vetrarþjónustu þjóðvega í þéttbýli
Málsnúmer 201406084
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014
Fyrir fundinum lá samningur milli Vegagerðarinnar og Norðurþings um vetrarþjónustu þjóðvega í þéttbýli í sveitarfélaginu. Þessi samningur er í raun framlenging á samskonar samningi sem runninn var út. Norðurþing tekur að sér þessa þjónustu fyrir Vegagerðina. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.