Sorpmál í Norðurþingi - staðan
Málsnúmer 201508038
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61. fundur - 19.08.2015
Rætt var um reynslu af nýju fyrirkomulagi sorphirðu og þær athugasemdir og ábendingar sem borist hafa frá íbúum.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 63. fundur - 14.10.2015
Farið yfir stöðu mála í sorpmálum. Hvað er til ráða til lausnar á þeim vandamálum sem upp hafa komið ? skýringar og kostnaður !
Sorpmál á Húsavík eru í ólestri eftir að vetraráætlun tók við. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leysa bráðan vanda með auka losunum ef þess þarf. Farið verður yfir samninginn og tíðni og stærð íláta við fjölbýlishús skoðuð ásamt þvi að skoða gjaldtöku fyrir aukalosun á sorpi á móttökustöð frá einstaklingum.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015
Farið yfir þá fundi sem hafa verið með Íslenska gámafélaginu undanfarið og þá niðurstöðu sem þar fékkst.
Framkvæmda- og hafnarnefnd fagnar þeim árangri sem nást hefur í viðræðum sveitafélagsins við Íslenska gámafélagsins.
Framkvæmdanefnd - 6. fundur - 14.07.2016
http://www.akureyri.is/gamasvaedi upplýsingar um klippikort á AK
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að málinu varðandi klippikort með það að markmiði að lækka sorpförgunarkostnað og draga úr losun sorps.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að óska eftir fundi með Íslenska gámafélaginu á næsta fund nefndarinnar.