Fara í efni

Framkvæmdanefnd

6. fundur 14. júlí 2016 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson starfsmaður á framkvæmdasviði
Dagskrá
Smári Lúðvíksson sat fundinn undir liðum 1, 9 og 11.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

1.Framandi og ágengar plöntur í landi Norðurþings

Málsnúmer 201605056Vakta málsnúmer

Ákveðið var að setja pening á þessu ári í eyðingu kerfils í landi Húsavíkur. Farið verður yfir stöðuna á því verki.
Smári Lúðvíksson fór yfir stöðuna við eyðingu á kerfli í bæjarlandi Húsavíkur.
Ákveðið að bjóða einstaklingum og/eða félagasamtökum aðgang að verkfærum til að slá kerfil á ákveðinum svæðum.

2.Boð um kaup á fasteign að Höfða 7 á Húsavík

Málsnúmer 201606093Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála varðandi sölu eigna NÞ.
Erindinu hafnað.

3.Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Málsnúmer 201606169Vakta málsnúmer

Til úthlutunar eru 67 mkr hjá Orkusjóði í átaksverkefni til að tryggja aukið aðgengi sem flestra landsmanna að stöðvum til hleðslu rafbíla. Ræða þarf með hvaða hætti sveitarfélagið sækir fram í þessu verkefni.
Framkvæmdanefnd telur mikilvægt að settar verði upp hraðhleðslustöðvar á Húsavík.

Nefndin samþykkir að sækja um styrk til Orkusjóðs vegna þessa í samstarfi við Orkuveitu Húsavíkur.

Málinu vísað til Orkuveitu Húsavíkur.

4.Sala eigna

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Íbúð 301 í Grundargarði 15 á Húsavík sem er í eigu Norðurþings hefur losnað úr leigu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í eignina.

Framkvæmdanefnd óskar eftir sameiginlegum fundi með Byggðarráði um húsnæðismál í sveitarfélaginu varðandi stefnu og næstu skref.
Brýnt er að ræða viðhalds- og uppbyggingaráform er varðar stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins sem og almennar íbúðir á markaði.

5.Tröllabakki hönnun útboð og framkvæmd

Málsnúmer 201607141Vakta málsnúmer

Landsnet hefur fengið úthlutað lóð við Tröllabakka. Taka þarf ákvörðun um að setja í gang hönnun, útboð og uppbyggingu á nýjum vegi Tröllabakka.
Nefndin samþykkir að láta fullhanna verkið og bjóða framkvæmdina út.

6.Könnun á ástandi kantsteins, gangstétta, gangstíga og niðurtekta á Húsavík

Málsnúmer 201607118Vakta málsnúmer

Tryggvi Jóhannsson hefur gert úttekt á ástandi gangstétta m.t.t gangandi vegfaranda og þá sérstaklega skoðað hvernig aðgengið er fyrir fatlaða. Fara þarf yfir þessa úttekt og ákveða með framhaldið.
Ljóst er að viðhalds er þörf og víða pottur brotinn bæði varðandi viðhald og skipulag.

Nefndin samþykkir að láta hanna samgöngukerfi sem tekur mið af gangandi og hjólandi umferð innan Húsavíkur sem tekur mið af helstu leiðum, göngu nemenda í skóla, fjölskylduvænu umhverfi o.fl. Jafnframt þarf að taka mið af fleiri þáttum s.s. yfirborðslagi og snjóbræðslu.

7.Kvíabekkur endurbygging

Málsnúmer 201403053Vakta málsnúmer

Smári Lúðvíksson fór yfir stöðu verkefnisins. Mikilvægt er að koma í veg fyrir skemmdir á byggingunni og verja fyrir veturinn.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að tryggja fé í verkefnið fyrir veturinn.

8.Framkvæmdir í suðurfjöru - kynning

Málsnúmer 201606071Vakta málsnúmer

Ljóst er að ekki mun fást úr jarðgöngum nægjanlegt fyllingarefni til að klára fyrirhugaða fyllingu Suðurfjöru. Einnig verða lauslega kynntar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru í fráveitu og við færslu Búðarár í nýjan farveg.
Nefndin samþykkir að gerð verði verðkönnun á verkum í Suðurfjöru, m.a. vegna færslu Búðarár, vegstæði og grjóthleðslu.

Í framhaldi verður farið í verkið.

9.Hundahald

Málsnúmer 201607009Vakta málsnúmer

Erindi vegna hundahalds.
Ekki stendur til að breyta samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.

Í 16. grein samþykktar þeirrar segir;

Ef sótt er um að halda hund í fjöleignahúsi, skal skriflegt samþykki allra íbúðareigenda í sama stigagangs fylgja umsókn. Sé um að ræða raðhús eða parhús skal samþykki aðliggjandi íbúða (íbúðar) fylgja umsókn. Í fjöleignahúsi þar sem sér inngangur fylgir íbúð, þarf samþykki allra íbúðaeigenda. Afla skal samþykkis nýrra íbúðaeigenda í íbúðum þar sem hundur er fyrir. Íbúðaeigendur geta skriflega afturkallað samþykki sitt. Við afturköllun samþykkis, eða synjun nýrra íbúðaeigenda skal hundaeigandi fá hæfilegan frest til þess að finna hundinum annan samastað.

10.Sorpmál í Norðurþingi - staðan

Málsnúmer 201508038Vakta málsnúmer

http://www.akureyri.is/gamasvaedi upplýsingar um klippikort á AK
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að málinu varðandi klippikort með það að markmiði að lækka sorpförgunarkostnað og draga úr losun sorps.

11.Leikvellir Norðurþingi 2016

Málsnúmer 201607165Vakta málsnúmer

Nýframkvæmdir leikvalla er á höndum framkvæmdasviðs.
Málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2017. Jafnframt leggur nefndin það til við sveitastjórn að málaflokkurinn verði eingöngu vistaður hjá æskulýðs- og menningarnefnd, bæði hvað varðar fjárhag, nýframkvæmdir og skipulag.

Fundi slitið - kl. 19:00.