Könnun á ástandi kantsteins, gangstétta, gangstíga og niðurtekta á Húsavík
Málsnúmer 201607118
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 6. fundur - 14.07.2016
Tryggvi Jóhannsson hefur gert úttekt á ástandi gangstétta m.t.t gangandi vegfaranda og þá sérstaklega skoðað hvernig aðgengið er fyrir fatlaða. Fara þarf yfir þessa úttekt og ákveða með framhaldið.
Nefndin samþykkir að láta hanna samgöngukerfi sem tekur mið af gangandi og hjólandi umferð innan Húsavíkur sem tekur mið af helstu leiðum, göngu nemenda í skóla, fjölskylduvænu umhverfi o.fl. Jafnframt þarf að taka mið af fleiri þáttum s.s. yfirborðslagi og snjóbræðslu.