Framkvæmdir í suðurfjöru - kynning
Málsnúmer 201606071
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016
Umfangsmiklar áætlanir eru um uppbyggingu nýs hverfis í Suðurfjöru. Farið yfir stöðu mála í þeim efnum.
Lagt fram.
Framkvæmdanefnd - 6. fundur - 14.07.2016
Ljóst er að ekki mun fást úr jarðgöngum nægjanlegt fyllingarefni til að klára fyrirhugaða fyllingu Suðurfjöru. Einnig verða lauslega kynntar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru í fráveitu og við færslu Búðarár í nýjan farveg.
Nefndin samþykkir að gerð verði verðkönnun á verkum í Suðurfjöru, m.a. vegna færslu Búðarár, vegstæði og grjóthleðslu.
Í framhaldi verður farið í verkið.
Í framhaldi verður farið í verkið.
Framkvæmdanefnd - 7. fundur - 17.08.2016
Þórir Örn Gunnarsson mætti á fundinn undir þessum lið. Fram kom að fyrirliggjandi lýsing framkvæmda í suðurfjöru sem áður hafði verið kynnt og verðkönnun byggð á var ónákvæm. Framkvæmdanefnd samþykkir að falla frá framkvæmdum í þessari mynd og forma málið upp á nýtt. Nefndin samþykkir að bjóða framkvæmdirnar út að nýju með nýrri verklýsingu. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna málið áfram.