Kvíabekkur endurbygging
Málsnúmer 201403053
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39. fundur - 19.03.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar framkvæmdir við Kvíabekk vegna ársins 2014.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar framkvæmdir við Kvíabekk. Hjálmar Bogi Hafliðason situr í verkefnahópi um endurbyggingu Kvíabekks og fór hann yfir og kynnti framgang verkefnisins. Lagt fram til kynningar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015
Farið yfir greinargerð sem Jan Aksel Harder Klitgaard hefur gert um uppbyggingu Kvíabekks og stöðu verksins.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 63. fundur - 14.10.2015
Kynning á stöðu verkefnisins
Smári ætlar að fara stuttlega yfir stöðu verkefnissins.
Smári ætlar að fara stuttlega yfir stöðu verkefnissins.
Smári fór yfir stöðu verkefnisins. Staðan er að smíðavinnu er að ljúka og líklegt er að takist að loka að fullu húsinu fyrir vetur. Eftir er að sækja restina af styrk frá ríkinu til verkefnisins.
Áframhald á verkefninu er háð utanaðkomandi aukinni fjárveitingu en málinu jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.
Áframhald á verkefninu er háð utanaðkomandi aukinni fjárveitingu en málinu jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.
Framkvæmdanefnd - 1. fundur - 24.02.2016
Fyrir framkvæmdanefnd liggur framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna 2016.
Með vísan í fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2016 er miðað við framkvæmdir við endurbyggingu Kvíarbekk fyrir 1,5 mkr.
Framkvæmdanefnd - 6. fundur - 14.07.2016
Smári Lúðvíksson fór yfir stöðu verkefnisins. Mikilvægt er að koma í veg fyrir skemmdir á byggingunni og verja fyrir veturinn.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að tryggja fé í verkefnið fyrir veturinn.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að tryggja fé í verkefnið fyrir veturinn.
Framkvæmdanefnd - 13. fundur - 20.02.2017
Endurbygging Kvíabekks hefur staðið yfir um nokkurt skeið, en er hvergi nærri lokið. Litlu fjármagni hefur verið úthlutað til þessa verkefnis í ár, en leggja þarf einhverjar línur með framhaldið og hvenær menn sjá fyrir sér verklok.
Framkvæmdanefnd leggur til að sveitarstjórn taki málið fyrir varðandi notkun og framtíðaráform með húsið og kalli jafnframt eftir minnisblaði frá starfshópi sem nefndin hefur áður skipað.
Byggðarráð Norðurþings - 206. fundur - 23.02.2017
Á 13. fundi framkvæmdanefndar var eftirfarandi bókað:
"Framkvæmdanefnd leggur til að sveitarstjórn taki málið fyrir varðandi notkun og framtíðaráform með húsið og kalli jafnframt eftir minnisblaði frá starfshópi sem nefndin hefur áður skipað."
"Framkvæmdanefnd leggur til að sveitarstjórn taki málið fyrir varðandi notkun og framtíðaráform með húsið og kalli jafnframt eftir minnisblaði frá starfshópi sem nefndin hefur áður skipað."
Byggðarráð telur mikilvægt að ákvarðanir um framtíðarnýtingu Kvíabekks verði ræddar út frá menningarlegu sjónarhorni. Málinu vísað til æskulýðs- og menningarnefndar og lagt til að haft verði samráð við þá aðila sem komið hafa að uppbyggingu Kvíabekks og Skrúðgarðsins.