Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Kjartan Páll Þórarinsson, tillaga að Búsetakerfi Húsavíkur
Málsnúmer 201508062Vakta málsnúmer
Tillaga er um að fresta sölu íbúða á Húsavík sem ekki eru komnar í söluferli á meðan kannaðar eru leiðir eins og að koma upp einhverskonar búseta eða leigukerfi.
Að teknar verða upp viðræður við velferðarráðuneytið um aðkomu og eða ráðgjöf.
Að teknar verða upp viðræður við velferðarráðuneytið um aðkomu og eða ráðgjöf.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna.
Framkvæmda-og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og Bæjarstjóra að leita til fagaðila um mögulegar lausnir.
Framkvæmda-og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og Bæjarstjóra að leita til fagaðila um mögulegar lausnir.
2.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer
Drög að deiliskipulagi á miðhafnarsvæði á Húsavík til kynningar.
Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir því við bæjarstjórn að auglýsingu um nýtt miðhafnarskipulag verði frestað. Nefndin óskar eftir sameiginlegum fundi með skipulags- og byggingarnefnd, auk byggingarfulltrúa, hvar frekari gögn verða lög fram.
3.Nýtt deiluskipulag suðurhafnar á Húsavík
Málsnúmer 201510053Vakta málsnúmer
Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd hefji gerð nýs deiliskipulags á suðurhafnarsvæði.
4.Flotbryggjur í Húsavíkurhöfn
Málsnúmer 201410057Vakta málsnúmer
Þórir Örn Gunnarsson kom á fundinn og kynnti fyrir nefndinni stöðu flotbryggja á Húsavík. Skýrsla sem hann hefur skilað til Norðurþings var kynnt og fór Þórir yfir ástand flotbryggjanna og búnaði þeim tengdum.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Þórir Erni kærlega fyrir snaggaralega kynningu á skýrslunni.
5.Framkvæmdaáætlun - Húsavíkurhöfn 2016
Málsnúmer 201510051Vakta málsnúmer
Farið var yfir framkvæmdaáætlun eins og hún lítur út fyrir árið 2016, og snýr að uppbyggingu vegna Bakka. Frekari gagna er að vænta frá Siglingasviði Vegagerðarinnar á næstu dögum.
Lagt fram.
6.Fjárhagsáætlun 2016
7.Rekstraryfirlit 2015 - staða mála
Málsnúmer 201510052Vakta málsnúmer
Farið verður yfir rekstrarstöðu hafna Norðurþings fyrstu 8 mánuði ársins. Hafnarstjóri kynnir þær tölulegu staðreyndir sem bókaðar hafa verið á árinu og finna má í skjali með fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
8.Hafnasamband Íslands, fundargerðir 2015
Málsnúmer 201502089Vakta málsnúmer
Lagt fram.
9.Handverkshópurinn Kaðlín, húsnæðismál félagsins
Málsnúmer 201509112Vakta málsnúmer
Handverkshópurinn Kaðlín óskar eftir viðræðum við sveitafélagið um húsnæði fyrir starfssemi sína.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ræða við Kaðlín um mögulegar lausnir.
10.Kvíabekkur endurbygging
Málsnúmer 201403053Vakta málsnúmer
Kynning á stöðu verkefnisins
Smári ætlar að fara stuttlega yfir stöðu verkefnissins.
Smári ætlar að fara stuttlega yfir stöðu verkefnissins.
Smári fór yfir stöðu verkefnisins. Staðan er að smíðavinnu er að ljúka og líklegt er að takist að loka að fullu húsinu fyrir vetur. Eftir er að sækja restina af styrk frá ríkinu til verkefnisins.
Áframhald á verkefninu er háð utanaðkomandi aukinni fjárveitingu en málinu jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.
Áframhald á verkefninu er háð utanaðkomandi aukinni fjárveitingu en málinu jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.
11.Starfsleyfistillögur urðunarstaða
12.Áframhald fráveituframkvæmda
Málsnúmer 201510055Vakta málsnúmer
Tekið fyrir til umræðu áframhald fráveituframkvæmda Húsavík.
OH hefur sett af stað endurútreikning á því að koma allri fráveitu í eina sameiginlega útrás.
OH hefur sett af stað endurútreikning á því að koma allri fráveitu í eina sameiginlega útrás.
Farið var yfir stöðu mála og næstu skref.
13.Göngustígur, reiðstígur meðfram Tjörnesvegi
Málsnúmer 201508037Vakta málsnúmer
Búið er að undirvinna lagningu reið- og göngustígar samfara lagningu frá- og vatnsveitu að Bakka. Búið að fá leyfi Vegagerðar til að leggja þannan reið/göngustíg.
Framkvæmda- og þjónustufulltúra falið að framkvæma verkið.
14.HH Fiskverkun lagfæring á vegtengingu
Málsnúmer 201510054Vakta málsnúmer
Sæll Pétur,
Málefni aðkoma að HH Raufarhöfn , jarðvegsundirbúningur 325m2 976.500.
Hafði samband við Vegagerðina á Akureyri þeir sögðu mér að búið væri að leggja klæðningflokkum í ár og
Þettað væri lítið magn til að flytja allan búnað til að það borgaði sig.
Hafði samband við Jón hjá KM malbikun á Ak hann sagðist geta lagt á þettað um leið og hann kæmi til Hólmsteins
Verð með vask er 5750 kr pr m2 , þettað væri varanleg lausn.
Heildar kostnaður þá rétt undir 3 mkr
Vonast eftir skjótum viðbrögðum Kær kveðja Óskar Óskarsson.
Málefni aðkoma að HH Raufarhöfn , jarðvegsundirbúningur 325m2 976.500.
Hafði samband við Vegagerðina á Akureyri þeir sögðu mér að búið væri að leggja klæðningflokkum í ár og
Þettað væri lítið magn til að flytja allan búnað til að það borgaði sig.
Hafði samband við Jón hjá KM malbikun á Ak hann sagðist geta lagt á þettað um leið og hann kæmi til Hólmsteins
Verð með vask er 5750 kr pr m2 , þettað væri varanleg lausn.
Heildar kostnaður þá rétt undir 3 mkr
Vonast eftir skjótum viðbrögðum Kær kveðja Óskar Óskarsson.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið á þeim forsendum sem kynntar voru.
15.Drög að fjárhagsramma framkvæmda- og hafnanefndar fyrir fjárhagsárið 2016
Málsnúmer 201506001Vakta málsnúmer
Farið yfir og forgangsraðað stærri viðhaldsverkefni og fjárfestingar 2016.
Fjárhagsrammi fyrir árið 2016 kynntur og listi yfir stærri viðhaldsverk og eignfærðar fjárfestingar yfirfarinn.
Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir 50 mkr aukafjárveitingu vegna þess hve ástand fasteigna sveitafélagsins er orðið dapurt.
Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir 50 mkr aukafjárveitingu vegna þess hve ástand fasteigna sveitafélagsins er orðið dapurt.
16.Sorpmál í Norðurþingi - staðan
Málsnúmer 201508038Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðu mála í sorpmálum. Hvað er til ráða til lausnar á þeim vandamálum sem upp hafa komið ? skýringar og kostnaður !
Sorpmál á Húsavík eru í ólestri eftir að vetraráætlun tók við. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leysa bráðan vanda með auka losunum ef þess þarf. Farið verður yfir samninginn og tíðni og stærð íláta við fjölbýlishús skoðuð ásamt þvi að skoða gjaldtöku fyrir aukalosun á sorpi á móttökustöð frá einstaklingum.
17.Umferðaröryggsáætlun fyrir Norður-Þing
Málsnúmer 201509047Vakta málsnúmer
Grímur Kárason kynnir stuttlega stöðu þessa máls og næstu skref.
Grímur Kárason kynnti drög að nýrri umferðaröryggisáætlun.
18.Þjónustumiðstöð erindi frá Slökkviliði
Málsnúmer 201510056Vakta málsnúmer
Ræða þarf þá stöðu sem komin er upp ef þjónustumiðstöð á að vera eitthvað áfram í núverandi húsnæði.
Þar sem gert er ráð fyrir því að starfsemi verði í húsinu næstu tvö árin er ákveðið að senda formlegt bréf til Slökkviliðs þar sem óskað er eftir heimild til áframhaldandi starfsemi í húsinu gegn því að skilaði verði inn tímasettri áætlun um bráðaaðgerðir til skemmri tíma.
FogÞ nefnd felur Framkvæmda og þjónustufulltrúa að skila þessari áætlun inn fyrir næstu mánaðarmót.
FogÞ nefnd felur Framkvæmda og þjónustufulltrúa að skila þessari áætlun inn fyrir næstu mánaðarmót.
Fundi slitið - kl. 22:15.
Kristján Þór Magnússon, hafnastjóri sta fundinn undir liðum 12. - 18.
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri sat fundinn undir lið 2. - 3.
Smári Lúðvíksson, garðyrkjustjóri sat fundinn undir lið 1.