Kjartan Páll Þórarinsson, tillaga að Búsetakerfi Húsavíkur
Málsnúmer 201508062
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61. fundur - 19.08.2015
Kjartan Páll Þórarinsson leggur fram tillögu ásamt greinargerð um að Norðurþing komi upp búsetukerfi innan sveitarfélagsins með íbúðum sínum.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kanna málið áfram og felur framkvæmda- og þjónustfulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við fjármála- og bæjarstjóra.
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 21.09.2015
Anna Ragnarsdóttir formaður nefndarinnar og Hróðný Lund lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við lýsum yfir ánægju okkar með áður framkomna tillögu í framkvæmda- og hafnarnefnd um stofnun húsnæðissammvinnufélags.Það er mat okkar að slíkt bússetuúrræði gæti orðið til hagsbóta í bússetumálum aldraðra. Við hvetjum málsaðila til að skoða tillöguna að fullri alvöru en til að geta stutt hana þarfnast hún frekari útfærslu"
"Við lýsum yfir ánægju okkar með áður framkomna tillögu í framkvæmda- og hafnarnefnd um stofnun húsnæðissammvinnufélags.Það er mat okkar að slíkt bússetuúrræði gæti orðið til hagsbóta í bússetumálum aldraðra. Við hvetjum málsaðila til að skoða tillöguna að fullri alvöru en til að geta stutt hana þarfnast hún frekari útfærslu"
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 63. fundur - 14.10.2015
Tillaga er um að fresta sölu íbúða á Húsavík sem ekki eru komnar í söluferli á meðan kannaðar eru leiðir eins og að koma upp einhverskonar búseta eða leigukerfi.
Að teknar verða upp viðræður við velferðarráðuneytið um aðkomu og eða ráðgjöf.
Að teknar verða upp viðræður við velferðarráðuneytið um aðkomu og eða ráðgjöf.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna.
Framkvæmda-og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og Bæjarstjóra að leita til fagaðila um mögulegar lausnir.
Framkvæmda-og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og Bæjarstjóra að leita til fagaðila um mögulegar lausnir.