Frá Samgöngustofu varðandi ástand gróðurs og umferðaröryggi
Málsnúmer 201510045
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015
Samgöngustofa fer þess á leit við sveitafélagið að hugað verið að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót. Ef ljóst þykir að gróður hindri sýn eða hefti umferð er mikilvægt að gerar séu viðeigandi ráðstafanir. Eins er ávallt mikilvægt að sýna fyrirhyggju við gróðursetningu nýrra trjáa og runna með tilliti til umferðaröryggis almennings.
Framkvæmda- og hafnarnefnd vísar erindinu til garðyrkjustjóra og óskar eftir því að hann yfirfari ástand gróðurs m.t.t. umferðaröryggis í sveitafélaginu og geri viðeigandi ráðstafanir.