Öryggismál við skotsvæði norðan Húsavíkur
Málsnúmer 201511084
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015
Vegna nýrrar námu og vegs að námu er nauðsynlegt að skoða aðgerðir til að auka öryggi starfsmanna sem vinna á svæðinu. Núverandi fyrirkomulag er ekki nægjanlega gott að mati skipulags- og byggingarfulltrúa og framkvæmda- og þjónustufulltrúa. Fara þarf í ákveðna jarðvinnu á skotsvæðinu til að minka líkur á að riffilkúlur úr öflugum rifflum nái útfyrir skotsvæðið.
Framkvæmda- og hafnarnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra og gera kostnaðaráætlun á nauðsynlegar breytingar.