Skipulags- og umhverfisnefnd
1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús að Stekkjarsult 1 Sultum Kelduhverfi
Málsnúmer 201603089Vakta málsnúmer
2.Lóðaumsókn á suðurfyllingu
Málsnúmer 201603147Vakta málsnúmer
3.Flóki sækir um lóð á Suðurhafnarsvæði
Málsnúmer 201604083Vakta málsnúmer
4.Almar Eggertsson f.h. fjárfesta lýsir yfir áhuga á lóðinni að Búðarfjöru 1 til uppbyggingar heilsuræktarmiðstöðvar m.m.
Málsnúmer 201604059Vakta málsnúmer
5.Trésmiðjan Rein sækir um tvær lóðir í suðurfjöru þ.e.við Fiskifjöru nr. 1 og 3
Málsnúmer 201602107Vakta málsnúmer
6.Faglausn fyrir hönd Naustið ehf sækir um lóðarstækkun á lóð Ásgarðsvegur 1 Húsavík
Málsnúmer 201604076Vakta málsnúmer
7.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi til handa Flóka ehf til sölu veitinga
Málsnúmer 201604057Vakta málsnúmer
8.Framhaldserindi frá Safnafólk á Húsavík varðandi staðsetningu skilta á Húsavík
Málsnúmer 201604056Vakta málsnúmer
9.Umsókn um sameiningu lóða að Smiðjuteig 7 a og b í Reykjahverfi. Einnig er sótt um stækkun á lóð um 40 m til suðurs
Málsnúmer 201604054Vakta málsnúmer
10.Kvartanir vegna ónæðis við gistiheimili að Iðavöllum 6 - Húsavík
Málsnúmer 201603059Vakta málsnúmer
11.Faglausn ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Naustið ehf. að Ágarðsvegi 1
Málsnúmer 201604040Vakta málsnúmer
12.Deiliskipulag í Reitnum
Málsnúmer 201510034Vakta málsnúmer
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir.
Umsagnir Minjastofnunar, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðarinnar kalla ekki á breytingar á skipulagstillögunni. Nefndin telur að tveggja hæða hús á lóðunum að Ásgarðsvegi 27 og Grundargarði 2 geti hvorki valdið verulegri skuggamyndun á lóðinni að Ásgarðsvegi 25 né umtalsverðri snjósöfnun. Í því samhengi er bent á að byggingarreitur að Ásgarðsvegi 27 er 10 m frá lóðinni að Ásgarðsvegi 25 og byggingarreitur að Grundargarði 20 m frá lóðarmörkum. Vissulega mun þétting byggðar við Grundargarð og Ásgarðsveg auka á umferð og þar með hljóðmengun á þeim götum. Slíkt er óhjákvæmilegur fylgifiskur þéttbýlis sem og útsýnisskerðing á flatlendi. Skipulagsnefndin fellst á að stækka lóðina að Ásgarðsvegi 25 um 2 m til vesturs og samsvarandi útvíkkun byggingarreits. Skipulagsnefndin tekur ekki undir sjónarmið Hlöðvers. Við gerð aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 var tekin nokkuð ítarleg umræða um þéttingu byggðar á Húsavík. Í aðalskipulaginu er hvergi gert ráð fyrir meðalstórum fjölbýlishúsum annarsstaðar en í Reitnum. Nefndin telur þörf á lóðum undir fjölbýlishús á Húsavík og því tímabært að undirbúa slíkar lóðir í deiliskipulagi. Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga snýst um það.
Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagsuppdrættinum:
1. Felldir verði út byggingarreitir af Grundargarði 4 og 6 enda teljast lóðirnar fullbyggðar.
2. Rétt væri að fella út byggingarreiti sem teiknaðir eru utan skipulagssvæðisins.
3. Skilgreina þyrfti hámarks og lágmarks íbúðarfjölda fyrir hverja lóð.
4. Stilla þyrfti upp sniðmyndum af fyrirkomulagi mögulegra bílakjallara.
5. Skilgreint verði í greinargerð að reisa megi eitt smáhýsi á hverri lóð, allt að 15 m² að flatarmáli og 3 m að hæð.
6. Sett verði í deiliskipulagsskilmála að ekki sé heimilt að selja gistingu í atvinnuskyni á lóðum sem óbyggðar eru við samþykkt skipulagsins.
7. Gert verði ráð fyrir aðkomu að hverri íbúð í raðhúsum frá Ásgarðsvegi.
8. Gera þarf kröfu um aðkomu slökkvibíla að húshliðum.
9. Breikka göngustíg í gegn um fjölbýlishúsasvæði í 4 m til að leyfa þar umferð slökkvibíla og annarar neyðarumferðar.
10. Lagfæra þarf byggingarreiti fjölbýlishúsalóða við Ásgarðsveg.
11. Leiðrétta þarf afmörkun lóðar að Grundargarði 6 og þar með skerða lóðina að Ásgarðsvegi 27.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan.
13.Flóki ehf. sækir um stækkun lóðar sinnar að Hafnarstétt 21
Málsnúmer 201603138Vakta málsnúmer
14.Flóki ehf. sækir um leyfi til að byggja svalir og fl. við Hafnarstétt 21
Málsnúmer 201603139Vakta málsnúmer
15.Óskarsson ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum við Mararbraut 13. Um er að ræða lagfæringu á framhlið og fl.
Málsnúmer 201603137Vakta málsnúmer
16.Óskarsson ehf. sækir um að fá tímabundin afnot af almenna svæðinu milli nýstækkaðra lóða að Mararbraut 15 og 17
Málsnúmer 201603136Vakta málsnúmer
17.Ásgeir Kristjánsson fyrir hönd Varar Húsavík sækir um leyfi fyrir útlitsbreytingum að Naustagarði 2.
Málsnúmer 201603117Vakta málsnúmer
18.Neyðarlínan sækir um að setja niður hús fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptaaðstöðu upp á Höskuldsvatnshnjúk
Málsnúmer 201603104Vakta málsnúmer
19.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu á gistingi í Stóragarði 6 neðstu hæð
Málsnúmer 201604046Vakta málsnúmer
Heiti gististaðar er Old School Stóragarði 6
Rekstrarleyfi gistaður: Flokkur II.
20.Arnar Sigurðsson óskar eftir að fá stækkun á lóð við Stóragarð 6 og byggja þar hús
Málsnúmer 201602097Vakta málsnúmer
21.Deiliskipulag suðurhafnar
Málsnúmer 201511061Vakta málsnúmer
1. Færðar verði inn á skipulagsuppdrátt skráðar fornminjar innan skipulagssvæðisins og þeirra getið í greinargerð.
2. Settir verði skilmálar í greinargerð skipulagsins um að ekki verði leyfðir strompar hærri en 15 m frá botnkóta húsa og síló verði ekki hærri en 10 m.
3. Settir verði skilmálar um að ekki verði heimilt að geyma lausamuni til lengri tíma sunnan byggingarreita lóðanna að Fiskifjöru 4 og 5 eða Búðarfjöru 1.
5. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar og leggur til að tekið verði frá 6 m breytt svæði milli lóða og brimvarnargarðs sunnan Búðarár sem nýtist sem gönguleið og akstursleið.
6. Eins og fyrirspurnir og lóðarumsóknir hafa sýnt er veruleg þörf fyrir þær lóðir sem gert er ráð fyrir norðan nýs farvegar Búðarár. Ekki er á þessu stigi búið að taka ákvörðun um tímasetningu uppfyllingar sunnan Búðarár. Við endurskoðun aðalskipulags kæmi til álita að skilgreina hluta fjörunnar sunnan Búðarár sem útivistarsvæði, en ákvörðun um breytingu þar að lútandi yrði tekin síðar.
7. Skipulagssvæðið er að hluta hafnarsvæði og að hluta athafnasvæði. Ekki er því gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
22.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer
1. Nefndin fellst ekki á að leyfa svalir 8 m út frá núverandi vegg. Hinsvegar fellst nefndin á að heimilt verði að byggja svalir að lóðarmörkum sem eru 4 m frá húsvegg á lóðunum að Hafnarstétt 21 og 23.
2. Í gildandi deiliskipulagi er nokkuð fjallað um fyrirkomulag svæðis milli húsa við Hafnarstétt og Garðarsbrautar. Nefndin fagnar nánara samráði við hagsmunaaðila um frágang þess svæðis.
3. Lóð Hafnarstéttar 19 er teiknuð á uppdrátt til samræmis við gildandi lóðarleigusamning og sveitarfélagið því ekki í stöðu til að stækka lóð Hafnarstéttar 21 til norðurs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu sem fram kemur að ofan.
Fundi slitið - kl. 19:00.