Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Endurskoðun Aðalskipulags Norðurþings
Málsnúmer 201502086Vakta málsnúmer
2.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls
Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og gerðar deiliskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni (tölvupóstur dags. 25. febrúar) og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 5. mars). Umhverfisstofnun tilkynnti með bréfi dags. 3. mars að ekki væri gerð athugasemd við skipulagslýsinguna. Ekki barst umbeðin umsögn Minjastofnunar við skipulagslýsinguna innan tilskilins athugasemdafrests, en stofnunin kom hinsvegar sjónarmiðum sínum á framfæri við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku.
Vegagerðin gerði með tölvupósti dags. 25. febrúar 2015 eftirfarandi athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna:
1.1. Í skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að efnistökusvæði verði 49.500 m² að flatarmáli, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er miðað við allt að 49.900 m².
1.2. Í skipulagslýsingu er gengið út frá að lengd námuvegar verði 2,7 km, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að hann verði 2,8 km að lengd.
1.3. Í skipulags- og matslýsingu segir að námuvegur verði 7 m breiður skv. vegflokki C7. Vegagerðin óskar eftir að tekið verði út úr greinargerð að vegurinn verði skv. vegflokki C7, því þó hann verði 7 m breiður uppfylli hann ekki þau skilyrði sem gerð eru um hönnun vegar í vegflokki C7.
1.4. Gerð er athugasemd við að í greinargerð er talað um að hækkun í landi frá þjóðvegi að námu sé rúmlega 100 m. Hækkunin sé raunverulega um 200 m, þ.e. frá 40 m til um 240 m.y.s.
1.5. Vegagerðin bendir á að Minjastofnun Íslands hafi yfirumsjón með varðveislu fornleifa á Íslandi.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir eftirfarandi athugasemdir í bréfi dags. 5.mars:
2.1. HNE fellst ekki á að tilefni sé til þess að fella vatnsverndarákvæði úr skipulagi þó tekið verði efni úr fyrirhugaðri námu.
2.2. HNE fellst á að nýtt efnistökusvæði muni minnka þungaflutninga um miðbæ Húsavíkur en minnir þó á að eftir sem áður munu fara fram verulegir þungaflutningar um Norðausturveg og hafnarveg. Því telur HNE að gera þurfi grein fyrir efnisflutningunum í umhverfisskýrslu.
Aðrir aðilar komu ekki sjónarmiðum á framfæri við skipulagslýsinguna.
Skv. umsögn Minjastofnunar við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku kemur fram að nokkrar fornminjar skera veglínu frá efnistökusvæði að þjóðvegi. Um er að ræða gamla torfhleðslu, garðlag og götur.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir allar þær athugasemdir sem gerðar voru af Vegagerðinni og verður tekið fullt tillit til þeirra í skipulagstillögu.
Í samráði við Vegagerðina, sem verður fyrst um sinn rekstraraðili efnisnámunnar, taldi Norðurþing rétt að fella úr gildi vatnsverndarákvæði vegna lítilla linda í Bakkaá sem eru mjög nærri efnistökusvæðinu. Fyrirhuguð efnistaka er umtalsverð og nokkrar líkur á að hún muni spilla uppsprettum til skamms tíma. Til lengri tíma er ósennilegt að efnistakan muni hafa veruleg neikvæð áhrif á uppsprettuna. Norðurþing leggur áherslu á að efni sem ýtt verði ofan af námu og ekki nýtist verði haugsett norðan og austan námunnar til að vernda grannsvæðið sem kostur er. Öll umgengni vestan og utan marka hennar þar verði óheimil. Við efnisvinnsluna verði gengið eins vel um námuna og kostur er og gerðar verði viðeigandi varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu. Horft er til þess að vatnsverndarákvæðið verði sett á aftur að lokinni nýtingu námunnar. Sótt verður um starfsleyfi til HNE í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi. Farið verði að kröfum HNE um varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu.
Varðandi athugasemd HNE um efnisflutning vegna einstakra framkvæmda bendir skipulagsnefnd á að um þau áhrif verður fjallað við veitingu framkvæmdaleyfa.
Fjalla þarf um skráðar fornminjar í greinargerð skipulagstillögunnar. Tekið verður nánara tillit til ofangreindar athugasemda Minjastofnunar við veitingu framkvæmdaleyfis.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að aðalskipulagsbreytingu vegna efnistökusvæðisins þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum Vegagerðarinnar auk umfjöllunar um skráðar fornminjar. Nefndin telur rétt að fella niður vatnsverndarsvæði lindanna þrátt fyrir athugasemd heilbrigðiseftirlits.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita samþykkis skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir kynningu á skipulagstillögunni með áorðnum breytingum kv. 31. gr. sömu laga.
Vegagerðin gerði með tölvupósti dags. 25. febrúar 2015 eftirfarandi athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna:
1.1. Í skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að efnistökusvæði verði 49.500 m² að flatarmáli, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er miðað við allt að 49.900 m².
1.2. Í skipulagslýsingu er gengið út frá að lengd námuvegar verði 2,7 km, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að hann verði 2,8 km að lengd.
1.3. Í skipulags- og matslýsingu segir að námuvegur verði 7 m breiður skv. vegflokki C7. Vegagerðin óskar eftir að tekið verði út úr greinargerð að vegurinn verði skv. vegflokki C7, því þó hann verði 7 m breiður uppfylli hann ekki þau skilyrði sem gerð eru um hönnun vegar í vegflokki C7.
1.4. Gerð er athugasemd við að í greinargerð er talað um að hækkun í landi frá þjóðvegi að námu sé rúmlega 100 m. Hækkunin sé raunverulega um 200 m, þ.e. frá 40 m til um 240 m.y.s.
1.5. Vegagerðin bendir á að Minjastofnun Íslands hafi yfirumsjón með varðveislu fornleifa á Íslandi.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir eftirfarandi athugasemdir í bréfi dags. 5.mars:
2.1. HNE fellst ekki á að tilefni sé til þess að fella vatnsverndarákvæði úr skipulagi þó tekið verði efni úr fyrirhugaðri námu.
2.2. HNE fellst á að nýtt efnistökusvæði muni minnka þungaflutninga um miðbæ Húsavíkur en minnir þó á að eftir sem áður munu fara fram verulegir þungaflutningar um Norðausturveg og hafnarveg. Því telur HNE að gera þurfi grein fyrir efnisflutningunum í umhverfisskýrslu.
Aðrir aðilar komu ekki sjónarmiðum á framfæri við skipulagslýsinguna.
Skv. umsögn Minjastofnunar við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku kemur fram að nokkrar fornminjar skera veglínu frá efnistökusvæði að þjóðvegi. Um er að ræða gamla torfhleðslu, garðlag og götur.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir allar þær athugasemdir sem gerðar voru af Vegagerðinni og verður tekið fullt tillit til þeirra í skipulagstillögu.
Í samráði við Vegagerðina, sem verður fyrst um sinn rekstraraðili efnisnámunnar, taldi Norðurþing rétt að fella úr gildi vatnsverndarákvæði vegna lítilla linda í Bakkaá sem eru mjög nærri efnistökusvæðinu. Fyrirhuguð efnistaka er umtalsverð og nokkrar líkur á að hún muni spilla uppsprettum til skamms tíma. Til lengri tíma er ósennilegt að efnistakan muni hafa veruleg neikvæð áhrif á uppsprettuna. Norðurþing leggur áherslu á að efni sem ýtt verði ofan af námu og ekki nýtist verði haugsett norðan og austan námunnar til að vernda grannsvæðið sem kostur er. Öll umgengni vestan og utan marka hennar þar verði óheimil. Við efnisvinnsluna verði gengið eins vel um námuna og kostur er og gerðar verði viðeigandi varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu. Horft er til þess að vatnsverndarákvæðið verði sett á aftur að lokinni nýtingu námunnar. Sótt verður um starfsleyfi til HNE í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi. Farið verði að kröfum HNE um varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu.
Varðandi athugasemd HNE um efnisflutning vegna einstakra framkvæmda bendir skipulagsnefnd á að um þau áhrif verður fjallað við veitingu framkvæmdaleyfa.
Fjalla þarf um skráðar fornminjar í greinargerð skipulagstillögunnar. Tekið verður nánara tillit til ofangreindar athugasemda Minjastofnunar við veitingu framkvæmdaleyfis.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að aðalskipulagsbreytingu vegna efnistökusvæðisins þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum Vegagerðarinnar auk umfjöllunar um skráðar fornminjar. Nefndin telur rétt að fella niður vatnsverndarsvæði lindanna þrátt fyrir athugasemd heilbrigðiseftirlits.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita samþykkis skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir kynningu á skipulagstillögunni með áorðnum breytingum kv. 31. gr. sömu laga.
3.Deiliskipulag efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls
Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og gerðar deiliskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni (tölvupóstur dags. 25. febrúar) og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 5. mars). Umhverfisstofnun tilkynnti með bréfi dags. 3. mars að ekki væri gerð athugasemd við skipulagslýsinguna. Ekki barst umbeðin umsögn Minjastofnunar við skipulagslýsinguna innan tilskilins athugasemdafrests, en stofnunin kom hinsvegar sjónarmiðum sínum á framfæri við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku.
Vegagerðin gerði með tölvupósti dags. 25. febrúar 2015 eftirfarandi athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna:
1.1. Í skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að efnistökusvæði verði 49.500 m² að flatarmáli, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er miðað við allt að 49.900 m².
1.2. Í skipulagslýsingu er gengið út frá að lengd námuvegar verði 2,7 km, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að hann verði 2,8 km að lengd.
1.3. Í skipulags- og matslýsingu segir að námuvegur verði 7 m breiður skv. vegflokki C7. Vegagerðin óskar eftir að tekið verði út úr greinargerð að vegurinn verði skv. vegflokki C7, því þó hann verði 7 m breiður uppfylli hann ekki þau skilyrði sem gerð eru um hönnun vegar í vegflokki C7.
1.4. Gerð er athugasemd við að í greinargerð er talað um að hækkun í landi frá þjóðvegi að námu sé rúmlega 100 m. Hækkunin sé raunverulega um 200 m, þ.e. frá 40 m til um 240 m.y.s.
1.5. Vegagerðin bendir á að Minjastofnun Íslands hafi yfirumsjón með varðveislu fornleifa á Íslandi.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir eftirfarandi athugasemdir í bréfi dags. 5.mars:
2.1. HNE fellst ekki á að tilefni sé til þess að fella vatnsverndarákvæði úr skipulagi þó tekið verði efni úr fyrirhugaðri námu.
2.2. HNE fellst á að nýtt efnistökusvæði muni minnka þungaflutninga um miðbæ Húsavíkur en minnir þó á að eftir sem áður munu fara fram verulegir þungaflutningar um Norðausturveg og hafnarveg. Því telur HNE að gera þurfi grein fyrir efnisflutningunum í umhverfisskýrslu.
Aðrir aðilar komu ekki sjónarmiðum á framfæri við skipulagslýsinguna.
Skv. umsögn Minjastofnunar við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku kemur fram að nokkrar fornminjar skera veglínu frá efnistökusvæði að þjóðvegi. Um er að ræða gamla torfhleðslu, garðlag og götur.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir allar þær athugasemdir sem gerðar voru af Vegagerðinni og verður tekið fullt tillit til þeirra í deiliskipulagstillögu.
Í samráði við Vegagerðina, sem verður fyrst um sinn rekstraraðili efnisnámunnar, taldi Norðurþing rétt að fella úr gildi vatnsverndarákvæði vegna lítilla linda í Bakkaá sem eru mjög nærri efnistökusvæðinu. Fyrirhuguð efnistaka er umtalsverð og nokkrar líkur á að hún muni spilla uppsprettum til skamms tíma. Til lengri tíma er ósennilegt að efnistakan muni hafa veruleg neikvæð áhrif á uppsprettuna. Norðurþing leggur áherslu á að efni sem ýtt verði ofan af námu og ekki nýtist verði haugsett norðan og austan námunnar til að vernda grannsvæðið sem kostur er. Öll umgengni vestan og utan marka hennar þar verði óheimil. Við efnisvinnsluna verði gengið eins vel um námuna og kostur er og gerðar verði viðeigandi varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu. Horft er til þess að vatnsverndarákvæðið verði sett á aftur að lokinni nýtingu námunnar. Sótt verður um starfsleyfi til HNE í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi sem getur haft í för með sér mengun áður en vinnsla í námunni hefst. Farið verði að kröfum HNE um varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu.
Varðandi athugasemd HNE um efnisflutning vegna einstakra framkvæmda bendir skipulagsnefnd á að um þau áhrif verður fjallað við veitingu framkvæmdaleyfa.
Fjalla þarf um skráðar fornminjar í greinargerð skipulagstillögunnar og merkja inn á uppdrátt. Tekið verður nánara tillit til ofangreindra athugasemda Minjastofnunar við veitingu framkvæmdaleyfis.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagi efnistökusvæðisins þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum Vegagerðarinnar auk umfjöllunar um skráðar fornminjar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagið til almennrar kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingu.
Vegagerðin gerði með tölvupósti dags. 25. febrúar 2015 eftirfarandi athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna:
1.1. Í skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að efnistökusvæði verði 49.500 m² að flatarmáli, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er miðað við allt að 49.900 m².
1.2. Í skipulagslýsingu er gengið út frá að lengd námuvegar verði 2,7 km, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að hann verði 2,8 km að lengd.
1.3. Í skipulags- og matslýsingu segir að námuvegur verði 7 m breiður skv. vegflokki C7. Vegagerðin óskar eftir að tekið verði út úr greinargerð að vegurinn verði skv. vegflokki C7, því þó hann verði 7 m breiður uppfylli hann ekki þau skilyrði sem gerð eru um hönnun vegar í vegflokki C7.
1.4. Gerð er athugasemd við að í greinargerð er talað um að hækkun í landi frá þjóðvegi að námu sé rúmlega 100 m. Hækkunin sé raunverulega um 200 m, þ.e. frá 40 m til um 240 m.y.s.
1.5. Vegagerðin bendir á að Minjastofnun Íslands hafi yfirumsjón með varðveislu fornleifa á Íslandi.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir eftirfarandi athugasemdir í bréfi dags. 5.mars:
2.1. HNE fellst ekki á að tilefni sé til þess að fella vatnsverndarákvæði úr skipulagi þó tekið verði efni úr fyrirhugaðri námu.
2.2. HNE fellst á að nýtt efnistökusvæði muni minnka þungaflutninga um miðbæ Húsavíkur en minnir þó á að eftir sem áður munu fara fram verulegir þungaflutningar um Norðausturveg og hafnarveg. Því telur HNE að gera þurfi grein fyrir efnisflutningunum í umhverfisskýrslu.
Aðrir aðilar komu ekki sjónarmiðum á framfæri við skipulagslýsinguna.
Skv. umsögn Minjastofnunar við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku kemur fram að nokkrar fornminjar skera veglínu frá efnistökusvæði að þjóðvegi. Um er að ræða gamla torfhleðslu, garðlag og götur.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir allar þær athugasemdir sem gerðar voru af Vegagerðinni og verður tekið fullt tillit til þeirra í deiliskipulagstillögu.
Í samráði við Vegagerðina, sem verður fyrst um sinn rekstraraðili efnisnámunnar, taldi Norðurþing rétt að fella úr gildi vatnsverndarákvæði vegna lítilla linda í Bakkaá sem eru mjög nærri efnistökusvæðinu. Fyrirhuguð efnistaka er umtalsverð og nokkrar líkur á að hún muni spilla uppsprettum til skamms tíma. Til lengri tíma er ósennilegt að efnistakan muni hafa veruleg neikvæð áhrif á uppsprettuna. Norðurþing leggur áherslu á að efni sem ýtt verði ofan af námu og ekki nýtist verði haugsett norðan og austan námunnar til að vernda grannsvæðið sem kostur er. Öll umgengni vestan og utan marka hennar þar verði óheimil. Við efnisvinnsluna verði gengið eins vel um námuna og kostur er og gerðar verði viðeigandi varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu. Horft er til þess að vatnsverndarákvæðið verði sett á aftur að lokinni nýtingu námunnar. Sótt verður um starfsleyfi til HNE í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi sem getur haft í för með sér mengun áður en vinnsla í námunni hefst. Farið verði að kröfum HNE um varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu.
Varðandi athugasemd HNE um efnisflutning vegna einstakra framkvæmda bendir skipulagsnefnd á að um þau áhrif verður fjallað við veitingu framkvæmdaleyfa.
Fjalla þarf um skráðar fornminjar í greinargerð skipulagstillögunnar og merkja inn á uppdrátt. Tekið verður nánara tillit til ofangreindra athugasemda Minjastofnunar við veitingu framkvæmdaleyfis.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagi efnistökusvæðisins þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum Vegagerðarinnar auk umfjöllunar um skráðar fornminjar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagið til almennrar kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingu.
4.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer
Ræddar voru hugmyndir að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis.
Stefnt er að sameiginlegum fundi framkvæmda- og hafnanefndar og skipulags- og byggingarnefndar í apríl til að ákveða þær breytingar sem gerðar verða á skipulaginu.
Stefnt er að sameiginlegum fundi framkvæmda- og hafnanefndar og skipulags- og byggingarnefndar í apríl til að ákveða þær breytingar sem gerðar verða á skipulaginu.
5.Halldór Svanur Olgeirsson sækir um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhús að Bjarnastöðum
Málsnúmer 201406071Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf frá eigendum Bjarnastaða í Öxarfirði dags. 23. janúar s.l. þar sem því er mótmælt að þeim sé gert að skila inn uppáskrifuðu samþykki meðeigenda vegna óskar um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsi við Bjarnastaði eins og tiltekið er í svari skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings við umsókn um byggingarleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki verði annað ráðið af þinglýstum gögnum en að Bjarnastaðir allir séu óskiptir í skilningi laga þó etv. sé ekki umdeildur afnotaréttur ræktaðs lands. Bréfritarar leggja ekki fram nein gögn sem sanna annað. Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á að veita byggingarleyfi á óskiptu landi nema til komi formlegt samþykki meðeigenda.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að umsækjanda hafi þegar verið gefinn ríflegur tími til að afla samþykkis fyrir óleyfisbyggingu að Bjarnastöðum. Í ljósi þess að fullnægjandi gögnum hefur ekki verið skilað inn hafnar nefndin ósk um byggingarleyfi og fer fram á að óleyfisbyggingin verði fjarlægð fyrir 1. júní n.k.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki verði annað ráðið af þinglýstum gögnum en að Bjarnastaðir allir séu óskiptir í skilningi laga þó etv. sé ekki umdeildur afnotaréttur ræktaðs lands. Bréfritarar leggja ekki fram nein gögn sem sanna annað. Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á að veita byggingarleyfi á óskiptu landi nema til komi formlegt samþykki meðeigenda.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að umsækjanda hafi þegar verið gefinn ríflegur tími til að afla samþykkis fyrir óleyfisbyggingu að Bjarnastöðum. Í ljósi þess að fullnægjandi gögnum hefur ekki verið skilað inn hafnar nefndin ósk um byggingarleyfi og fer fram á að óleyfisbyggingin verði fjarlægð fyrir 1. júní n.k.
6.Birgir Örn Sveinsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir mongólskt hirðingjatjald á klöppum ofnan Aðalbrautar 49
Málsnúmer 201502060Vakta málsnúmer
Óskað er eftir stöðuleyfi til loka september fyrir mongólsku hirðingjatjaldi (yurt) á klöppunum ofan Aðalbrautar 49 á Raufarhöfn. Tjaldið verði um 8 m í þvermál með 2. m vegghæð og 3. m topphæð. Undir tjaldið yrði smíðaður timburpallur. Fyrirhugað er að nota tjaldið fyrir yoga og hugleiðslu. Meðfylgjandi erindi er afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu og ljósmynd af samskonar tjaldi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að umsækjandi skili inn til skipulags- og byggingarfulltrúa skriflegu samþykki nágranna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að umsækjandi skili inn til skipulags- og byggingarfulltrúa skriflegu samþykki nágranna.
7.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingunni Egilsdóttur
Málsnúmer 201502073Vakta málsnúmer
Óskað er umsagnar vegna leyfisveitingar fyrir veitingastað í flokki III fyrir Naustið ehf að Naustagarði 2 á Húsavík. Áður var samþykki fyrir veitingastað í flokki II á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um rekstur veitingastaðar í flokki III á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um rekstur veitingastaðar í flokki III á lóðinni.
8.Byggingarskýrsla 2014
Málsnúmer 201502090Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti byggingarskýrslu Norðurþings fyrir 2014.
9.Guðjón Björnsson, Björn Guðjónsson og Jón Þormóðsson sækja um leyfi til að einangra utan og klæða með bárustáli íbúðarhúsið að Árgötu 5
Málsnúmer 201502099Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að einangra með 50 mm steinull og klæða með lóðréttu bárustáli íbúðarhúsið að Árgötu 5 á Húsavík.
Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 2. mars s.l.
Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 2. mars s.l.
10.Hafþór Hreiðarsson og Elín Sigurðardóttir sækja um leyfi til að gera dyr út á sólpall við norðuhlið Sólbrekku 29
Málsnúmer 201503001Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að gera dyr út á sólpall á norðurhlið Sólbrekku 29. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd ofan í ljósmynd.
Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 2. mars s.l.
Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 2. mars s.l.
11.Könnunarsögusafnið ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp minnismerki um æfingar Apollo geimfara
Málsnúmer 201503040Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að setja upp minnismerki um æfingar Apollo geimfara hérlendis árin 1965 og 1967. Verkefnið er unnið í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi og sögudeild geimferðarstofnunar NASA. Minnismerkið yrði staðsett við hlið Hlöðufells, neðst í Villasneiðingi, og snúa til suðausturs. Meðfylgjandi erindi er teikning af minnismerkinu.
Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að umrætt minnismerki muni ekki trufla umferð eða spilla útsýni og samþykkir því uppsetninguna.
Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að umrætt minnismerki muni ekki trufla umferð eða spilla útsýni og samþykkir því uppsetninguna.
12.Norðurlandsskógar óska eftir leyfi til að hefja nytjaskógrækt á Reykjarhóli
Málsnúmer 201503039Vakta málsnúmer
Með tilvísun til reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 er óskað umsagnar Norðurþings um hvort fyrirhuguð skógrækt á 47 ha landi út úr Reykjarhóli sé framkvæmdaleyfisskyld. Í erindi er gerð grein fyrir formi skógræktarinnar til samræmis við ákvæði aðalskipulags Norðurþings 2010-2030.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fullnægjandi grein hafi verið gerð fyrir fyrirhugaðri skógrækt að Reykjarhóli og að hún sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags um skógrækt. Nefndin telur ekki að framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fullnægjandi grein hafi verið gerð fyrir fyrirhugaðri skógrækt að Reykjarhóli og að hún sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags um skógrækt. Nefndin telur ekki að framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur ekki tilefni til heildarendurskoðunar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 á þessu stigi enda gildandi skipulag nýlegt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Skipulagsstofnun verði tilkynnt um að ekki sé horft til endurskoðunar aðalskipulags á þessu kjörtímabili.