Fara í efni

Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 124. fundur - 14.01.2015

Eftir tilraunaboranir í berg í s.k. Skurðsbrúnum norðan við Húsavíkurfjall hefur Vegagerðin komist að því að þar megi að líkindum ná í stórgrýti til fyrirhugaðrar brimvarnargerðar á Húsavík. Umframefni sem til félli við sprengingar myndi henta til vegagerðar og fyllinga innan lóða iðnaðarsvæðis. Með efnistöku á þessu svæði til nota á iðnaðarsvæði á Bakka megi stytta flutningsleiðir og draga úr þörf á efnisflutningum í gegn um Húsavík úr opnum námum sunnan byggðarinnar. Aðkoma að námunni yrði um veg samsíða fyrirhugaðri háspennulínu og félli vegagerð því saman við gerð línuvegar. Á þessu svæði er fyrir tilgreint efnistökusvæðið E26 í gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og skilgreint að þar megi vinna allt að 15.000 m³ af efni.

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að unnið verði að gerð breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 þar sem heimiluð verði efnistaka allt að 150.000 m³ á allt að 5 ha svæði í Skurðsbrúnum.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Skurðsbrúnum.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 125. fundur - 10.02.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkurfjalls og deiliskipulags sama svæðis. Breytingin innifelur tilfærslu og stækkun efnistökusvæðis E26 þannig að þar megi taka allt að 150.000 m³ af klapparefni til hafnargerðar og sem fyllingarefni. Þar sem mögulega raskast litlar uppsprettur við Bakkaá er gert ráð fyrir að skilgreint vatnsverndarsvæði uppsprettanna verði fellt úr gildi meðan á framkvæmdunum stendur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 45. fundur - 17.02.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkurfjalls og deiliskipulags sama svæðis. Breytingin innifelur tilfærslu og stækkun efnistökusvæðis E26 þannig að þar megi taka allt að 150.000 m³ af klapparefni til hafnargerðar og sem fyllingarefni. Þar sem mögulega raskast litlar uppsprettur við Bakkaá er gert ráð fyrir að skilgreint vatnsverndarsvæði uppsprettanna verði fellt úr gildi meðan á framkvæmdunum stendur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Sif.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 126. fundur - 10.03.2015

Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og gerðar deiliskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni (tölvupóstur dags. 25. febrúar) og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 5. mars). Umhverfisstofnun tilkynnti með bréfi dags. 3. mars að ekki væri gerð athugasemd við skipulagslýsinguna. Ekki barst umbeðin umsögn Minjastofnunar við skipulagslýsinguna innan tilskilins athugasemdafrests, en stofnunin kom hinsvegar sjónarmiðum sínum á framfæri við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku.

Vegagerðin gerði með tölvupósti dags. 25. febrúar 2015 eftirfarandi athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna:
1.1. Í skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að efnistökusvæði verði 49.500 m² að flatarmáli, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er miðað við allt að 49.900 m².
1.2. Í skipulagslýsingu er gengið út frá að lengd námuvegar verði 2,7 km, en í kynningarskýrslu Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að hann verði 2,8 km að lengd.
1.3. Í skipulags- og matslýsingu segir að námuvegur verði 7 m breiður skv. vegflokki C7. Vegagerðin óskar eftir að tekið verði út úr greinargerð að vegurinn verði skv. vegflokki C7, því þó hann verði 7 m breiður uppfylli hann ekki þau skilyrði sem gerð eru um hönnun vegar í vegflokki C7.
1.4. Gerð er athugasemd við að í greinargerð er talað um að hækkun í landi frá þjóðvegi að námu sé rúmlega 100 m. Hækkunin sé raunverulega um 200 m, þ.e. frá 40 m til um 240 m.y.s.
1.5. Vegagerðin bendir á að Minjastofnun Íslands hafi yfirumsjón með varðveislu fornleifa á Íslandi.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE) gerir eftirfarandi athugasemdir í bréfi dags. 5.mars:
2.1. HNE fellst ekki á að tilefni sé til þess að fella vatnsverndarákvæði úr skipulagi þó tekið verði efni úr fyrirhugaðri námu.
2.2. HNE fellst á að nýtt efnistökusvæði muni minnka þungaflutninga um miðbæ Húsavíkur en minnir þó á að eftir sem áður munu fara fram verulegir þungaflutningar um Norðausturveg og hafnarveg. Því telur HNE að gera þurfi grein fyrir efnisflutningunum í umhverfisskýrslu.

Aðrir aðilar komu ekki sjónarmiðum á framfæri við skipulagslýsinguna.

Skv. umsögn Minjastofnunar við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku kemur fram að nokkrar fornminjar skera veglínu frá efnistökusvæði að þjóðvegi. Um er að ræða gamla torfhleðslu, garðlag og götur.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir allar þær athugasemdir sem gerðar voru af Vegagerðinni og verður tekið fullt tillit til þeirra í skipulagstillögu.

Í samráði við Vegagerðina, sem verður fyrst um sinn rekstraraðili efnisnámunnar, taldi Norðurþing rétt að fella úr gildi vatnsverndarákvæði vegna lítilla linda í Bakkaá sem eru mjög nærri efnistökusvæðinu. Fyrirhuguð efnistaka er umtalsverð og nokkrar líkur á að hún muni spilla uppsprettum til skamms tíma. Til lengri tíma er ósennilegt að efnistakan muni hafa veruleg neikvæð áhrif á uppsprettuna. Norðurþing leggur áherslu á að efni sem ýtt verði ofan af námu og ekki nýtist verði haugsett norðan og austan námunnar til að vernda grannsvæðið sem kostur er. Öll umgengni vestan og utan marka hennar þar verði óheimil. Við efnisvinnsluna verði gengið eins vel um námuna og kostur er og gerðar verði viðeigandi varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu. Horft er til þess að vatnsverndarákvæðið verði sett á aftur að lokinni nýtingu námunnar. Sótt verður um starfsleyfi til HNE í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi. Farið verði að kröfum HNE um varúðarráðstafanir vegna mengunarhættu.
Varðandi athugasemd HNE um efnisflutning vegna einstakra framkvæmda bendir skipulagsnefnd á að um þau áhrif verður fjallað við veitingu framkvæmdaleyfa.

Fjalla þarf um skráðar fornminjar í greinargerð skipulagstillögunnar. Tekið verður nánara tillit til ofangreindar athugasemda Minjastofnunar við veitingu framkvæmdaleyfis.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að aðalskipulagsbreytingu vegna efnistökusvæðisins þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum Vegagerðarinnar auk umfjöllunar um skráðar fornminjar. Nefndin telur rétt að fella niður vatnsverndarsvæði lindanna þrátt fyrir athugasemd heilbrigðiseftirlits.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita samþykkis skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir kynningu á skipulagstillögunni með áorðnum breytingum kv. 31. gr. sömu laga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 46. fundur - 17.03.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 126. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og gerðar deiliskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni (tölvupóstur dags. 25. febrúar) og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 5. mars). Umhverfisstofnun tilkynnti með bréfi dags. 3. mars að ekki væri gerð athugasemd við skipulagslýsinguna. Ekki barst umbeðin umsögn Minjastofnunar við skipulagslýsinguna innan tilskilins athugasemdafrests, en stofnunin kom hinsvegar sjónarmiðum sínum á framfæri við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita samþykkis skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir kynningu á skipulagstillögunni með áorðnum breytingum skv. 31. gr. sömu laga."
Til máls tóku: Sif.

Sif óskar bókað:
Í kjölfar fundar skipulags- og byggingarnefndar bárust athugasemdir Skipulagsstofnunar við skipulagslýsinguna með bréfi dags. 9. mars. Athugasemdir Skipulagsstofnunar eru skýrt fram settar og kalla á nokkrar breytingar frá þeim skipulagstillögum sem skipulagsnefndin lagði til á sínum fundi. Að höfðu samráði við aðra nefndarmenn og skipulagsfulltrúa legg ég til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni:
1.
Skipulagsstofnun leggur til að náman fái nýtt heiti þar sem frávik frá skilgreindri námu E26 eru umtalsverð. Fært verði inn í aðalskipulagsbreytinguna að um sé að ræða nýtt efnistökusvæði E26A. Jafnframt komi fram í greinargerð að efnistökusvæði E26 falli niður.
2.
Gerð verði grein fyrir flutningsleið efnis til hafnarframkvæmda um Héðinsbraut, Naustagil og hafnarveg að Norðurhöfn. Áætlað efnismagn til hafnarframkvæmda úr námunni er um 50.000 m³ sem þýðir 10-20 ferðir stórra grjótflutningbíla daglega á framkvæmdatíma á árunum 2015-2017. Þessi akstur mun hafa nokkur neikvæð áhrif á lóðum nærri tilgreindum umferðarleiðum, en þau teljast ekki veruleg.
3.
Leiðrétt verði tilvísun í lög um umhverfisáhrif.
4.
Bætt verði við setningu um niðurfellingu vatnsverndarsvæðis að ekki sé talin þörf á nýtingu vatns úr lindunum í bráð.
Fyrir liggur tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem umræddar breytingar hafa verið færðar inn og legg ég til að skipulagstillagan verði þannig sett í formlegt ferli.

Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127. fundur - 14.04.2015

Með tölvupósti dags. 25. mars s.l. leggur Skipulagsstofnun til að fylgt verði tillögu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um að fella ekki niður vatnsverndarákvæði í Skurðsbrúnum vegna fyrirhugaðrar efnistöku eins og gert var ráð fyrir í skipulagstillögu sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar. Þess í stað verði settir ítarlegir skilmálar um umferð og meðferð mengandi efna og tímamörk framkvæmda á efnistökusvæðinu í aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á sjónarmið Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráðgjafi hefur gert tillögu að breytingu aðalskipulags þar sem vatnsverndarsvæði er haldið óbreyttu frá gildandi aðalskipulagi og settir inn ítarlegri skilmálar um umgengni um efnistökusvæðið í greinargerð. Breyting greinargerðar er unnin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði þannig send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun á grundvelli 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst til almennrar kynningar ef stofnunin gerir ekki frekari athugasemdir við hana.

Bæjarstjórn Norðurþings - 47. fundur - 21.04.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Með tölvupósti dags. 25. mars s.l. leggur Skipulagsstofnun til að fylgt verði tillögu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um að fella ekki niður vatnsverndarákvæði í Skurðsbrúnum vegna fyrirhugaðrar efnistöku eins og gert var ráð fyrir í skipulagstillögu sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar. Þess í stað verði settir ítarlegir skilmálar um umferð og meðferð mengandi efna og tímamörk framkvæmda á efnistökusvæðinu í aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á sjónarmið Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráðgjafi hefur gert tillögu að breytingu aðalskipulags þar sem vatnsverndarsvæði er haldið óbreyttu frá gildandi aðalskipulagi og settir inn ítarlegri skilmálar um umgengni um efnistökusvæðið í greinargerð. Breyting greinargerðar er unnin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði þannig send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun á grundvelli 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst til almennrar kynningar ef stofnunin gerir ekki frekari athugasemdir við hana."
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 130. fundur - 14.07.2015

Nú er lokið kynningu breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni (tölvupóstur 3. júní). Umhverfisstofnun gefur umsögn um deiliskipulag sama svæðis í bréfi dags. 10. júní. Ekki bárust aðrar athugasemdir eða umsagnir við kynningu skipulagstillögunnar.

Vegagerðin og Umhverfisstofnun tilkynna í sínum bréfum að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagstillögur og kalla þær umsagnir ekki á breytingar á skipulagstillögunni.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á í bréfi sínu dags. 11. júní 2015 á samræmd starfsleyfisskilyrði vegna vinnubúða og greinargerð þar um útgefnum af Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Einnig minnir HNE á áður framsetta athugasemd varðandi kröfur til verktaka sem vinna við námuna hvað varðar notkun tækja og mengandi efna á framkvæmdasvæðinu og ítarlega skilmála þar um í útboðsgögnum. Fylgja ber leiðbeiningum "Námur - efnistaka og frágangur" [2012] sem jafnframt verði hluti af starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur að umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra gefi ekki tilefni til breytingar á kynntri tillögu aðalskipulagsbreytingar, enda snúist umsögnin um atriði sem tekið verður á við veitingu framkvæmda- og starfsleyfa.

Minjastofnun segir í bréfi sínu dags. 29. maí 2015 að taka þurfi tillit til tilgreindra skráðra fornleifa á framkvæmdasvæðinu.

Tilgreindar fornleifar eru merktar inn á deiliskipulagsuppdrátt og þar kemur einnig fram að fylgt verði leiðbeiningum Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna röskunar þeirra. Umsögn Minjastofnunar Íslands gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.

Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tilefni til breytingar á kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að kynnt breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna efnistöku í Skurðsbrúnum verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð Norðurþings - 146. fundur - 16.07.2015

Fyrir bæjarráði liggur bókun 130. fundar skipulags og byggingarnefndar Norðurþings. Eftirfarandi er úr henni:

"Nú er lokið kynningu breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni (tölvupóstur 3. júní). Umhverfisstofnun gefur umsögn um deiliskipulag sama svæðis í bréfi dags. 10. júní. Ekki bárust aðrar athugasemdir eða umsagnir við kynningu skipulagstillögunnar."

"Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tilefni til breytingar á kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að kynnt breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna efnistöku í Skurðsbrúnum verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar