Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

146. fundur 16. júlí 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn

Málsnúmer 201507032Vakta málsnúmer

Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps:

"Í ljósi fréttaflutnings um boðaða sameiningu Náttúrufræðistofnunar Ísland (NÍ) og Rannsóknarmiðstöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) vill sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvetja umhverfisráðherra til að horfa frekar til sameiningar/samvinnu/samstarfs Náttúrustofu Norðausturlands og RAMÝ. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps bendir á að um árabil hefur stjórn Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) haft áhuga á því að teknar verði upp viðræður um náið samstarf Náttúrustofunnar og RAMÝ. Markmiðið verði að efla starfsemi þessara rannsóknastofnana í héraði, með aukinn svæðisbundinn slagkraft í náttúrurannsóknum, eflingu samfélags og hagræði að leiðarljósi. Starfsemi NNA er m.a. fjármögnuð með framlögum sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslum.
RAMÝ er ein örfárra opinberra stofnana sem starfsemi hafa í Mývatnssveit. Stofnunin er rótgróin og nær starfsemi hennar í sveitinni aftur til ársins 1975. Samfelld starfsemi árið um kring hefur þó aldrei verið í Mývatnssveit, allan þann tíma sem stöðin hefur starfað. Það er eindreginn vilji sveitarstjórnar Skútustaðahrepps að starfsemi RAMÝ verði efld enn frekar og það mikilvæga starf sem þar hefur verið unnið á undanförnum árum verði nýtt í þágu svæðisbundinnar þekkingaruppbyggingar og eflingu byggðar í Mývatnssveit og Þingeyjarsýslum."

2.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 130

Málsnúmer 1507003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 130. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Fundargerðin lögð fram

3.Eiríkur F. Greipsson f.h. AB 138 ehf. sækir um lóðina að Lyngholti 26 til 32

Málsnúmer 201506049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur eftirfarandi bókun 130. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings:

"Óskað er eftir úthlutun raðhúsalóðar að Lyngholti 26-32. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að AB 138 ehf verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 26-32."
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar

4.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir Bakkaveg (857) vegur, jarðgöng og framkvæmdir þeim tilheyrandi

Málsnúmer 201507021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bókun 130. fundar skipulags og byggingarnefndar Norðurþings. Eftirfarandi er úr henni:

"Óskað er eftir leyfi til að leggja 2,6 km langan veg frá Bökugarði að skilgreindu iðnaðarsvæði PCC á Bakka."

"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að Vegagerðinni verði veitt framkvæmdaleyfi til vegagerðarinnar og þeirra tengdu framkvæmda sem tilgreindar eru í umsókn. Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í námu E-26A er háð lokafrágangi aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags efnistökusvæðisins. Framkvæmdir við vegagerðina hefjist ekki fyrr en leyfi hefur fengist hjá Minjastofnun fyrir röskun fornleifa sem spillast munu við framkvæmdina."
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar

5.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur eftirfarandi bókun 130. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðis (I5) við Kaldbak. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna frumhugmyndir að deiliskipulagi svæðisins."
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar

6.Deiliskipulag efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bókun 130. fundar skipulags og byggingarnefndar Norðurþings. Eftirfarandi er úr henni:

"Nú er lokið kynningu deiliskipulags efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Umhverfisstofnun (bréf dags. 10. júní) og Vegagerðinni (tölvupóstur 3. júní). Ekki bárust aðrar athugasemdir eða umsagnir við kynningu skipulagstillögunnar."

"Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tilefni til breytingar á kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að deiliskipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags sama svæðis og yfirferð Skipulagstofnunar á málsmeðferð skipulagstillögunnar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar

7.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bókun 130. fundar skipulags og byggingarnefndar Norðurþings. Eftirfarandi er úr henni:

"Nú er lokið kynningu breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni (tölvupóstur 3. júní). Umhverfisstofnun gefur umsögn um deiliskipulag sama svæðis í bréfi dags. 10. júní. Ekki bárust aðrar athugasemdir eða umsagnir við kynningu skipulagstillögunnar."

"Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki tilefni til breytingar á kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að kynnt breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna efnistöku í Skurðsbrúnum verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar

8.Fundargerðir 2015

Málsnúmer 201507013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum frá 1. júlí síðsastliðinn og sjórnarfundar frá sama degi. Jafnframt aðalfundargerð og stjórnarfundargerð Leigufélagsins Hvamms frá 1. júlí síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar

9.Verslunarhúsið á Kópaskeri ehf. - hlutafjáraukning

Málsnúmer 201507033Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur boð um nýtingu forkaupsréttar að hlutafé í Verslunarhúsinu á Kópaskeri ehf
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti Norðurþings

10.Færsla starfsleyfis fyrir eldi í Öxarfirði

Málsnúmer 201507018Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til upplýsingar samþykki Umhverfisstofnunar fyrir flutningi starfsleyfis Silfurstjörnunnar hf yfir til Íslandsbleikju ehf.
Lagt fram til kynningar

11.Samstarfssamningur um almannavarnir

Málsnúmer 201507031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu, samstarfssamningur um almannavarnir sem unninn hefur verið á vettvangi Hérðasnefndar Þingeyinga
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn

12.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitinar til handa Þór Stefánssyni vegna Garðarsbrautar 71

Málsnúmer 201507030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Þór Stefánssyni vegna Garðarsbrautar 71
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

13.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sunan Toplod vegna Mærudaga

Málsnúmer 201507029Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Sunan Toplod vegna Mærudaga
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

14.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn leyfisveitingar til handa Ingunni Egilsdóttur vegna Mærudaga

Málsnúmer 201507028Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Ingunni Egilsdóttur vegna Mærudaga
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að öðru leyti en því að áfengissala í torgsölu, utan hefðbundinna leyfisskildra veitingastaða, verði ekki lengur en til 24:00.

15.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni vegna Mærudaga

Málsnúmer 201507027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni vegna Mærudaga
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að öðru leyti en því að áfengissala í torgsölu, utan hefðbundinna leyfisskildra veitingastaða, verði ekki lengur en til 24:00.

16.Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra, ósk um umsögn vegna nýs rekstrarleyfis til handa Pálma Pálmasyni til sölu heimagistingar að Brúnagerði 2

Málsnúmer 201507023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Pálma Pálmasyni vegna Brúnagerðis 2.
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

17.Rammasamningur milli sveitarfélaga og SÍ um talmeinaþjónustu

Málsnúmer 201506074Vakta málsnúmer

Fyrir bæjaráði liggur til kynningar rammasamningur um talmeinaþjónustu á milli Sjúkratryggingar Íslands og sveitarfélaga eða stofnana þeirra sem fengið hafa samþykki SÍ.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.