Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

46. fundur 17. mars 2015 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson Forseti
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Erna Björnsdóttir 1. varamaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fyrir að gera breytingu á skipan í nefndir og ráð.
Í stað Kjartans Páls Þórarinssonar sem aðalmaður í tómstunda- og æskulýðsnefndar komi Gunnar Illugi Sigurðsson. Í stað Gunnars Illuga Sigurðssonar sem varamanns komi Berglind Pétursdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Kjartan Páll lagði fram eftirfarandi bókun.
Ég þakka tómstunda- og æskulýðsnefnd fyrir samstafið og vænti góðs samstarfs við nefndina á nýjum vettvangi. Einnig vil ég óska Jóhanni Rúnari Pálssyni fráfarandi tómstunda- og æskulýðsfulltrúa góðs gengis í nýju starfi.

2.Endurskoðun Aðalskipulags Norðurþings

Málsnúmer 201502086Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 126. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar gildandi aðalskipulags og tilkynna Skipulagsstofnun um niðurstöðuna innan 12 mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur ekki tilefni til heildarendurskoðunar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 á þessu stigi enda gildandi skipulag nýlegt. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Skipulagsstofnun verði tilkynnt um að ekki sé horft til endurskoðunar aðalskipulags á þessu kjörtímabili."
Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

3.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 126. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og gerðar deiliskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni (tölvupóstur dags. 25. febrúar) og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 5. mars). Umhverfisstofnun tilkynnti með bréfi dags. 3. mars að ekki væri gerð athugasemd við skipulagslýsinguna. Ekki barst umbeðin umsögn Minjastofnunar við skipulagslýsinguna innan tilskilins athugasemdafrests, en stofnunin kom hinsvegar sjónarmiðum sínum á framfæri við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita samþykkis skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir kynningu á skipulagstillögunni með áorðnum breytingum skv. 31. gr. sömu laga."
Til máls tóku: Sif.

Sif óskar bókað:
Í kjölfar fundar skipulags- og byggingarnefndar bárust athugasemdir Skipulagsstofnunar við skipulagslýsinguna með bréfi dags. 9. mars. Athugasemdir Skipulagsstofnunar eru skýrt fram settar og kalla á nokkrar breytingar frá þeim skipulagstillögum sem skipulagsnefndin lagði til á sínum fundi. Að höfðu samráði við aðra nefndarmenn og skipulagsfulltrúa legg ég til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni:
1.
Skipulagsstofnun leggur til að náman fái nýtt heiti þar sem frávik frá skilgreindri námu E26 eru umtalsverð. Fært verði inn í aðalskipulagsbreytinguna að um sé að ræða nýtt efnistökusvæði E26A. Jafnframt komi fram í greinargerð að efnistökusvæði E26 falli niður.
2.
Gerð verði grein fyrir flutningsleið efnis til hafnarframkvæmda um Héðinsbraut, Naustagil og hafnarveg að Norðurhöfn. Áætlað efnismagn til hafnarframkvæmda úr námunni er um 50.000 m³ sem þýðir 10-20 ferðir stórra grjótflutningbíla daglega á framkvæmdatíma á árunum 2015-2017. Þessi akstur mun hafa nokkur neikvæð áhrif á lóðum nærri tilgreindum umferðarleiðum, en þau teljast ekki veruleg.
3.
Leiðrétt verði tilvísun í lög um umhverfisáhrif.
4.
Bætt verði við setningu um niðurfellingu vatnsverndarsvæðis að ekki sé talin þörf á nýtingu vatns úr lindunum í bráð.
Fyrir liggur tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem umræddar breytingar hafa verið færðar inn og legg ég til að skipulagstillagan verði þannig sett í formlegt ferli.

Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

4.Deiliskipulag efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 126. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og gerðar deiliskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni (tölvupóstur dags. 25. febrúar) og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 5. mars). Umhverfisstofnun tilkynnti með bréfi dags. 3. mars að ekki væri gerð athugasemd við skipulagslýsinguna. Ekki barst umbeðin umsögn Minjastofnunar við skipulagslýsinguna innan tilskilins athugasemdafrests, en stofnunin kom hinsvegar sjónarmiðum sínum á framfæri við kynningu Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri efnistöku.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagið til almennrar kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingu."
Til máls tók: Sif.

Sif óskar bókað:
Í kjölfar fundar skipulags- og byggingarnefndar bárust athugasemdir Skipulagsstofnunar við skipulagslýsinguna með bréfi dags. 9. mars. Athugasemdir Skipulagsstofnunar eru skýrt fram settar og kalla á nokkrar breytingar frá þeim skipulagstillögum sem skipulagsnefndin lagði til á sínum fundi. Að höfðu samráði við aðra nefndarmenn og skipulagsfulltrúa legg ég til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni:
1.
Skipulagsstofnun leggur til að náman fái nýtt heiti þar sem frávik frá skilgreindri námu E26 eru umtalsverð. Í deiliskipulagi verði notað heitið E26A á námuna til samræmis við fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags.
2.
Gerð verði grein fyrir flutningsleið efnis til hafnarframkvæmda um Héðinsbraut, Naustagil og hafnarveg að Norðurhöfn. Áætlað efnismagn til hafnarframkvæmda úr námunni er um 50.000 m³ sem þýðir 10-20 ferðir stórra grjótflutningbíla daglega á framkvæmdatíma á árunum 2015-2017. Þessi akstur mun hafa nokkur neikvæð áhrif á lóðum nærri tilgreindum umferðarleiðum, en þau teljast ekki veruleg.
3.
Leiðrétt verði tilvísun í lög um umhverfisáhrif.
Undirrituð legg til að gerðar verði framangreindar breytingar á deiliskipulagstillögu áður en hún verður kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

5.Leikskólinn Grænuvellir, staða vistunarmála

Málsnúmer 201412032Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 46. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fyrir fundinum liggur tillaga að reglum fyrir leikskólann Grænuvelli. Markmiðið er að gera reglur um leikskólann aðgengilegar foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðilum skólasamfélagsins. Reglurnar snúa m.a. að inntöku barna með það að markmiði að tryggja börnum námsvist á leikskóla sem næst eins árs aldri. Í reglunum er lagt til að opnunartími leikskólans verið til kl. 17:00 í stað kl. 17:15.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur fyrir leikskólann Grænuvelli og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Reglurnar taki gildi frá 1. ágúst 2015.
Nefndin felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt stjórnendum annarra leikskóladeilda í sveitarfélaginu að aðlaga reglurnar öðrum leikskólum sveitarfélagins og leggja fyrir nefndina til samþykktar."
Til máls tóku: Óli, Soffía, Gunnlaugur og Friðrik.

Óli óskar bókað:
Eftir að vinna við nýjar inntökureglur hófst á vegum fræðslu- og menningarnefndar hafa komið fram fyrirspurnir frá einstaklingum sem hafa áhuga á bjóða dagforeldraþjónustu á Húsavík í samstarfi við Norðurþing. Bæjarstjórn vísar erindinu aftur til menningar- og fræðslunefndar til umfjöllunar á ný m.a. með hliðsjón af þessu. Þannig verði reynt að ná utan um alla kosti í dagvistun barna frá 6 mánaða aldri.

Soffía leggur fram bókun:
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn nýjar reglur leikskólans Grænuvalla á Húsavík sem leiða til skertrar þjónustu. Lagt er til að opnunartími verði styttur um 15 mínútur þar sem lokað verður kl. 17:00 í stað 17:15. Hún skyldi ekki vera farin að bíta sú ákvörðun í fjárhagsáætlunargerð meirihlutans fyrir árið 2015 að hafa gjaldskrá leikskóla óbreytta samhliða hækkunum kjarasamninga leikskólakennara. Grænuvellir hafa tekið inn börn frá eins árs aldri frá vori 2014 eftir að dagforeldrar hættu sterfsemi sinni á Húsavík og væru vel athugandi fyrir meirihlutann að koma dagforeldraþjónustu aftur á.
Soffía Helgadóttir - sign
Gunnlaugur Stefánsson - sign
Jónas Hreiðar Einarsson - sign
Kjartan Páll Þórarinsson - sign

Fyrirliggjandi tillaga Óla um að vísa málinu til fræðslu- og menningarnefndar að nýju samþykkt samhljóða.

6.Menningarstefna Norðurþings

Málsnúmer 201311069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 46. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fyrir fundinum liggja drög að menningarstefnu sveitarfélagsins. Drögin eru afrakstur vinnu nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við hagsmunaaðila.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi stefnu og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar."
Til máls tóku: Sif

Fyrirliggjandi tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt samhljóða.

7.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 46

Málsnúmer 1502009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar 46. fundur fræðslu- og menningarnefndar.
Fundargerð 46. fundar fræðslu- og menningarnefndar lögð fram.

8.Bæjarráð Norðurþings - 132

Málsnúmer 1502010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 132. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Kjartan, Örlygur og Gunnlaugur.
Til máls tóku undir 11. lið fundargerðarinnar: Kjartan, Óli, Gunnlaugur, Friðrik Örlygur og Erna.

Fundargerð 132. fundar bæjarráðs lögð fram.

9.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 47

Málsnúmer 1502008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 47. fundar félags- og barnaverndarnefndar.
Fundargerð 47. fundar félags- og barnaverndarnefndar lögð fram.

10.Bæjarráð Norðurþings - 133

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 133. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku undir 2. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kjartan og Kristján Þór.
Til máls tóku undir 3. dagskrárlið fundargerðarinnar: Soffía, Kristján Þór, Kjartan, Friðrik, Örlygur, Óli, Jónas og Sif.
Til máls tóku undir 8. dagskrárlið fundargerðarinnar: Jónas, Friðrik, Kjartan og Soffía.

Fundargerð 133. fundar bæjarráðs lögð fram.

11.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 126

Málsnúmer 1503002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 126. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
Til máls tóku undir 5. dagskrárlið fundargerðarinnar: Gunnlaugur, Sif og Friðrik.

Gunnlaugur leggur til breytingu á afgreiðslu nefndarinnar við 5. dagskrárlið þar sem dagsetningu um að umsækjanda verði gert að fjarlægja óleyfisbyggingar verði breytt þannig að í stað 1. júní n.k. verði byggingarnar fjarlægðar fyrir 15. nóvember n.k.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerð 126. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram.

12.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52

Málsnúmer 1503003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 52. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir 6. dagskrárlið fundargerðarinnar: Örlygur, Óli, Soffía, Gunnlaugur, Erna, Jónas, Kristján Þór og Friðrik.
Til máls tóku undir 8. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kjartan, Óli, Örlygur og Friðrik.
Til máls tóku undir 2. dagskrárlið fundargerðarinnar: Gunnlaugur, Örlygur, Friðrik og Óli.
Til máls tóku undir 3. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kjartan

Fundargerð 52. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram.

13.Bæjarráð Norðurþings - 134

Málsnúmer 1503004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 134. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku undir 1. dagskrárlið fundargerðarinnar: Kjartan og Friðrik.
Til máls tóku undir 4. dagskrárlið fundargerðarinnar: Soffía.

Fundargerð 134. fundar bæjarráðs lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.