Menningarstefna Norðurþings
Málsnúmer 201311069
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 33. fundur - 14.01.2014
Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti þá vinnu sem farin er í gang og tillögu að verkáætlun. Jafnframt var farið yfir skipulagsskrá lista-og menningarsjóðs Norðurþings og kynnt vinna við uppfærslu á listaverkaskrá sveitarfélagsins.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 35. fundur - 18.03.2014
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings mætti á fundinn og stýrði umræðum og vinnu að menningarstefnu Norðurþings.Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að stefnunni á grundvelli þeirrar vinnu sem fram fór á fundinum.Ragnheiður Jóna vék af fundi kl. 18:00.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 36. fundur - 14.04.2014
Fræðslu- og menningarnefnd fór yfir tillögur að leiðarljósum, inngangi og lýsingu á vinnulagi sem unnið var af fræðslu- og menningarfulltrúa í framhaldi af síðasta fundi. Fræðslu- og menningarnefnd ræddi markmið og leiðir, fræðslu- og menningarfulltrúa falið að halda áfram vinnu á grundvelli þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 44. fundur - 10.12.2014
Fræðslu- og menningarnefnd ræddi fyrirliggjandi drög að menningarstefnu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 45. fundur - 14.01.2015
Farið yfir fyrirliggjandi drög að menningarstefnu. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 46. fundur - 25.02.2015
Fyrir fundinum liggja drög að menningarstefnu sveitarfélagsins. Drögin eru afrakstur vinnu nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við hagsmunaaðila.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi stefnu og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn Norðurþings - 46. fundur - 17.03.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 46. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fyrir fundinum liggja drög að menningarstefnu sveitarfélagsins. Drögin eru afrakstur vinnu nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við hagsmunaaðila.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi stefnu og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar."
"Fyrir fundinum liggja drög að menningarstefnu sveitarfélagsins. Drögin eru afrakstur vinnu nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við hagsmunaaðila.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi stefnu og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar."
Til máls tóku: Sif
Fyrirliggjandi tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt samhljóða.
Fyrirliggjandi tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt samhljóða.