Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

35. fundur 18. mars 2014 kl. 15:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Friðrika Baldvinsdóttir
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Boð um að senda efni á sýningu á norrænum degi í Álaborg

Málsnúmer 201401108Vakta málsnúmer

Aðalbjörn Jóhannsson starfsmaður ungmennahússins Túns mætti á fundinn og kynnti stuttmynd sem verður framlag Norðurþings á norrænum degi í Álaborg í apríl.Fræðslu- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið.Aðalbjörn vék af fundi kl. 15:20.

2.Fundargerðir Þekkingarnets Þingeyinga 2014

Málsnúmer 201403011Vakta málsnúmer

Fundargerðir 79. fundar framkvæmdaráðs og 80. fundar stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga lagðar fram til kynningar.

3.Lista- og menningarsjóður ráðstöfun 2014

Málsnúmer 201402026Vakta málsnúmer

Samkvæmt ákvörðun fræðslu- og menningarnefndar 11. febrúar verður úthlutað kr. 550.000 úr lista- og menningarsjóði. Fyrir nefndinni liggja umsóknir frá 12 aðilum, samanlagðar styrkbeiðnir þeirra sem tilgreina ákveðna upphæð sem sótt er um eru kr. 2.475.000.

4.SHÄR dans- og kvikmyndaverkefni

Málsnúmer 201401141Vakta málsnúmer

Dans- og kvikmyndaverkefnið SHÄR er samstarfsverkefni ungra listamanna frá Svíþjóð, Íslandi, Ítalíu, Noregi og Ungverjalandi. Hugmynd verkefnisins er að dreifa dansi og skapandi gleði til fólks á Íslandi. Fyrirhugaðar eru vinnusmiðjur á Húsavík í lok maí. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. Ungmennahúsið Tún leggur verkefninu til aðstöðu fyrir vinnustofur og sýningahald auk gistiaðstöðu fyrir listamennina. Sótt er um styrk að upphæð kr. 245.000. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu enda nýtur verkefnið þegar umtalsverðrar fyrirgreiðslu frá sveitarfélaginu.

5.Guðrún Helga Sigurðardóttir sækir um styrk til bókaútgáfu

Málsnúmer 201402107Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn um styrk vegna útgáfu á bók um íslenskan mat og matarhefðir. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sækir um styrk vegna Jónsviku

Málsnúmer 201403024Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000 vegna Jónsviku, vinnuviku listamanna og listahátíðar í Kaldbak sumarið 2014. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 180.000.

7.Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ingunn St. Svavarsdóttir sækja um styrk vegna innsetningar í Bragganum á 10 ára afmæli hans

Málsnúmer 201403019Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk kr. 500.000 vegna verksins Tíðir sem sett verður upp í sýningarrýminu Bragganum við Kópasker í tengslum við Sólstöðuhátíð á Kópaskeri sumarið 2014. Verkið er samvinnuverk listakvennanna og tíunda myndlistarsýningin í Bragganum. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.

8.Karlakórinn Hreimur, umsókn um styrk

Málsnúmer 201402098Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk kr. 50.000 til 100.000 vegna starfsemi kórsins og vorfagnaðar. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.

9.Kirkjukór Húsavíkur, umsókn um styrk

Málsnúmer 201403025Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk vegna starfsemi kórsins og afmælistónleika. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.

10.Kristján Þ. Halldórsson f.h. Flygilvina sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201403023Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk kr 150.000 vegna starfsemi Flygilvina árið 2014 og tónleikaraðarinnar "Kveður við nýjan tón á Kópaskeri." Fræðslu- og menningarnefnd samþykkri styrk að upphæð kr. 60.000.

11.Miðjan endurhæfing, umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201403028Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk vegna námskeiðs og gerðar kvikmyndar sem notendur Miðjunnar vinna að og sýnd verður á hátíðinni "List án landamæra" 10. og 11. maí næst komandi. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.

12.Samuel T. Rees sækir um styrk vegna sumarbíósýninga á Húsavík

Málsnúmer 201403033Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk kr. 200.000 vegna kaupa á búnaði fyrir sumarbíó. Um er að ræða sýningar á íslenskum kvikmyndum, einkum ætlaðar ferðamönnum. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

13.Umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð frá Kirkjukórasambandi Norður- Þingeyjarsýslu

Málsnúmer 201403032Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk kr. 250.000 vegna kostnaðar við fyrirhugað kóramót kirkjukórasambands Norður- Þingeyjarsýslu á Raufarhöfn. Fræðslu - og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000.

14.Þingeyskar fingurbjargir, umsókn um styrk vegna samstarfsverkefnis

Málsnúmer 201403014Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk kr. 100.000 vegna samstarfs- og kynningarferðar til Færeyja sumarið 2014. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.Þingeyskt sagnakort, umsókn um styrk

Málsnúmer 201312073Vakta málsnúmer

Sagnakortið er samsafn fróðleiks og gagna sem ætlað er að varpa ljósi á lífið á Íslandi fyrr á öldum. Efnið er birt á gagnvirku korti og lögð áhersla á byggðina og fólkið sem þar bjó. Vefsíðan sameinar stafræn gögn um menningu Íslendinga. Sótt er um styrk kr. 600.000 vegna innsetningar gagna frá Norðurþingi. Fræðslu- og menningarnefnd fagnar framtakinu og vísar erindinu til bæjarráðs.

16.Menningarstefna Norðurþings

Málsnúmer 201311069Vakta málsnúmer

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings mætti á fundinn og stýrði umræðum og vinnu að menningarstefnu Norðurþings.Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að stefnunni á grundvelli þeirrar vinnu sem fram fór á fundinum.Ragnheiður Jóna vék af fundi kl. 18:00.

Fundi slitið - kl. 15:00.