Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Mötuneyti Borgarhólsskóla
Málsnúmer 201201035Vakta málsnúmer
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi frá Tjörneshreppi mættu á fundinn. Fyrir fundinum liggur samantekt frá umsjónarmanni fasteigna vegna kostnaðar við byggingu mötuneytis og breytingar á aðkomu að sal Borgarhólsskóla.Þórgunnur sagði frá fyrstu dögum af rekstri mötuneytis, þátttaka er mjög góð, um 96% nemenda skólans eru skráðir í mötuneyti. Starfsemin fer vel af stað. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl.15:30
2.Vistun barna á leikskólaaldri á Kópaskeri
Málsnúmer 201310122Vakta málsnúmer
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Guðrún Margrét Einarsdóttir leikskólakennari mættu á fundinn. Engin viðbrögð hafa borist við auglýsinum eftir dagforeldri á Kópaskeri. Fyrir fundinum liggur tillaga skólastjóra Öxarfjarðarskóla um starfrækslu leikskólasels að loknum skóladegi í skólahúsinu á Kópaskeri. Gert er ráð fyrir að yngri nemendum grunnskóla bjóðist einnig vistun þar. Starfsemin rúmast innan fjárhagsáætlunar Öxarfjarðarskóla. Fræðslu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu, gjaldtaka af grunnskólabörnum verði í samræmi við gjaldskrá frístundaheimilisins Túns á Húsavík. Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 16:35.
3.Gjaldskrár skólamötuneyta
Málsnúmer 201310131Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti samantekt um gjaldskrár skólamötuneyta og innheimtuferli.
4.Innheimta gjalda á fræðslusviði, endurskoðun verklags
Málsnúmer 201401039Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti vinnu við endurskoðun innheimtu á fræðslu- og menningarsviði.
5.Tónlistarnám nemenda frá Grímsstöðum á Fjöllum
Málsnúmer 201310034Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samninga um nám tveggja nemenda frá Grímsstöðum á Fjöllum í tónlistarskóla Skútustaðahrepps þar sem ekki er unnt að veita nemendunum þjónustu í skóla sem rekinn er af sveitarfélaginu.
6.Snorraverkefnið
Málsnúmer 201209016Vakta málsnúmer
Erindinu var frestað á fundi fræðslu-og menningarnefndar 12. nóvember sl. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
7.Endurnýjun á vinabæjarsamskiptum við Qaasuitsup Kommunia
Málsnúmer 201312048Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggja tillögur frá Qaasuitsup um útfærslu á vinabæjarsamstarfi. Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna að samstarfi í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.
8.Menningarstefna Norðurþings
Málsnúmer 201311069Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti þá vinnu sem farin er í gang og tillögu að verkáætlun. Jafnframt var farið yfir skipulagsskrá lista-og menningarsjóðs Norðurþings og kynnt vinna við uppfærslu á listaverkaskrá sveitarfélagsins.
9.Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Úttektir á leik- og grunnskólum
Málsnúmer 201112032Vakta málsnúmer
Svör skólastjóra á Grænuvöllum og Öxarfjarðarskóla við eftirfylgni mennta- og menningarmálaráðuneytis lögð fram til kynningar.
10.Niðurstöður PISA könnunar 2012
Málsnúmer 201312029Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
11.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa 2014
Málsnúmer 201301045Vakta málsnúmer
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti lagt fram til kynningar, þar kemur fram að samræmd könnunarpróf í 10. bekk verða 22., 23. og 24. september 2014 og samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk verða 25. og 26. september 2014.
12.Þekkingarnet Þingeyinga - fundargerðir
Málsnúmer 201305032Vakta málsnúmer
Fundargerð 78. fundar stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:00.