Tónlistarnám nemenda frá Grímsstöðum á Fjöllum
Málsnúmer 201310034
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013
Fyrir nefndinni liggja drög að samningi vegna tónlistarnáms nemanda frá Grímsstöðum á Fjöllum við Tónlistarskóla Skútustaðahrepps. Ekki er unnt að veita nemanda þjónustu í skóla sem rekinn er af Norðurþingi.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 33. fundur - 14.01.2014
Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samninga um nám tveggja nemenda frá Grímsstöðum á Fjöllum í tónlistarskóla Skútustaðahrepps þar sem ekki er unnt að veita nemendunum þjónustu í skóla sem rekinn er af sveitarfélaginu.