Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Rafræn handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum
Málsnúmer 201410069Vakta málsnúmer
Handbókin lögð fram til kynningar. Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að grunnskólar innan sveitarfélagsins kynni sér handbókina og starfi samkvæmt henni. Telji stjórnendur einstakra skóla að aðlaga þurfi handbókina þeirra starfsemi ber þeim að gera tillögur þar um í samvinnu við fræðslu- og menningarfulltrúa og leggja fyrir nefndina til staðfestingar.
2.Verklagsreglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 201412066Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að verklagsreglum vegna leik- og grunnskóla og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.Ályktun fundar skólastjórnenda á þjónustusvæði skólaþjónustu Norðurþings
Málsnúmer 201411097Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til fræðslu- og menningarnefndar.
Fræðslu- og menningarnefnd felur formanni nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við bæjarstóra að taka upp viðræður við önnur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um fyrirkomulag sérfræðiþjónustu við skóla.
Fræðslu- og menningarnefnd felur formanni nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við bæjarstóra að taka upp viðræður við önnur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um fyrirkomulag sérfræðiþjónustu við skóla.
4.Lista- og menningarsjóður Norðurþings, úthlutun árið 2015
Málsnúmer 201501018Vakta málsnúmer
Í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu lista- og menningarjsóðs samþykkir fræðslu- og menningarnefnd að úthlutun úr sjóðunum verði einungis ein á þessu ári. Úthlutað verði í október að undangenginni auglýsingu.
5.Menningarstefna Norðurþings
Málsnúmer 201311069Vakta málsnúmer
Farið yfir fyrirliggjandi drög að menningarstefnu. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Að fundi loknum heimsótti nefndin Bókasafnið á Húsavík og Menningarmiðstöð Þingeyinga (Safnahúsið á Húsavík) og fékk kynningu á starfsemi þessara stofnana.
Fundi slitið - kl. 13:40.