Ályktun fundar skólastjórnenda á þjónustusvæði skólaþjónustu Norðurþings
Málsnúmer 201411097
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 43. fundur - 15.12.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 44. fundi fræðslu- og menningarnefndar: Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fræðslu- og menningarnefnd telur mikivægt að mótuð verði sameiginleg sýn á hlutverk skólaþjónustu í Þingeyjarsýslum og beinir því til bæjarstjórnar að taka upp viðræður um málið við hin sveitarfélögin í sýslunum.
Anný Peta og Sigurður Aðalgeirsson viku af fundi við afgreiðslu málsins."
"Fræðslu- og menningarnefnd telur mikivægt að mótuð verði sameiginleg sýn á hlutverk skólaþjónustu í Þingeyjarsýslum og beinir því til bæjarstjórnar að taka upp viðræður um málið við hin sveitarfélögin í sýslunum.
Anný Peta og Sigurður Aðalgeirsson viku af fundi við afgreiðslu málsins."
Til máls tóku undir þessum lið: Gunnlaugur og Olga.
Olga leggur til að erindinu verði vísað til nefndarinnar að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Olgu samhljóða.
Olga leggur til að erindinu verði vísað til nefndarinnar að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Olgu samhljóða.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 45. fundur - 14.01.2015
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til fræðslu- og menningarnefndar.
Fræðslu- og menningarnefnd felur formanni nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við bæjarstóra að taka upp viðræður við önnur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um fyrirkomulag sérfræðiþjónustu við skóla.
Fræðslu- og menningarnefnd felur formanni nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við bæjarstóra að taka upp viðræður við önnur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um fyrirkomulag sérfræðiþjónustu við skóla.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 46. fundur - 25.02.2015
Fyrir fundinum liggja minnispunktar frá fundi formanns fræðslu- og menningarnefndar og fræðslu- og menningarfulltrúa með sveitarstjórum í Þingeyjarsýslu um skólaþjónustu.
Minnispunktar lagðir fram til kynningar.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að framhald verði á þeirri vinnu sem hafin er og almenn stoðþjónusta við skólana verði efld.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að framhald verði á þeirri vinnu sem hafin er og almenn stoðþjónusta við skólana verði efld.
Anný Peta og Sigurður Aðalgeirsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.