Bæjarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.Árni Helgason ehf. sækir um lóð undir vinnubúðir vegna jarðvinnu á Bakka
Málsnúmer 201411096Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem var tekið fyrir á 123. fundi skipulags- og byggingarnefnar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Óskað er eftir tímabundnum afnotum lóðar austan þjóðvegar norðan Bakkaár undir vinnubúðir vegna jarðvegsframkvæmda á Bakka. Horft er til þess að nýta lóðina til ársloka 2015.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að Árna Helgasyni ehf verði boðin afnot af lóð sem merkt er F1 á deiliskipulagi 2. áfanga á Bakka.
Óskað er eftir tímabundnum afnotum lóðar austan þjóðvegar norðan Bakkaár undir vinnubúðir vegna jarðvegsframkvæmda á Bakka. Horft er til þess að nýta lóðina til ársloka 2015.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að Árna Helgasyni ehf verði boðin afnot af lóð sem merkt er F1 á deiliskipulagi 2. áfanga á Bakka.
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
2.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 47
Málsnúmer 1412011Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 47. fundar framkvæmda- og hafnanefndar.
Til máls tóku undir fundargerðinni: Jónas,Friðrik,Gunnlaugur, Kristján, Anna og Óli.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku undir fundargerðinni: Jónas,Friðrik,Gunnlaugur, Kristján, Anna og Óli.
Fundargerðin lögð fram.
3.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 36
Málsnúmer 1411017Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 36. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
4.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 45
Málsnúmer 1411016Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 45. fundar félags- og barnaverndarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
5.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 46
Málsnúmer 1412001Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 46. fundar framkvæmda- og hafnanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
6.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 123
Málsnúmer 1412005Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 123. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
Til máls tóku undir fundargerðinni: Gunnlaugur og Sif.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku undir fundargerðinni: Gunnlaugur og Sif.
Fundargerðin lögð fram.
7.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 37
Málsnúmer 1412006Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 37. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar.
fundargerðin lögð fram.
fundargerðin lögð fram.
8.Bæjarráð Norðurþings - 124
Málsnúmer 1412007Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 124. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku undir fundargerðinni: Friðrik og Örlygur.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku undir fundargerðinni: Friðrik og Örlygur.
Fundargerðin lögð fram.
9.Bæjarráð Norðurþings - 125
Málsnúmer 1412009Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 125. fundar bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
10.Tryggvi Jóhannsson f.h. hafnasjóðs Norðurþings sækir um leyfi til endurnýjunar vigtarskúrs og nýjum lóðarsamningi fyrir hafnarvog á Raufarhöfn
Málsnúmer 201411113Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgeiðslu erindi sem tekið var fyrir á 123. fundi skipulag- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Óskað er eftir samþykki fyrir útskiptum á vigtarskúr við höfnina á Raufarhöfn og stofnun lóðar undir skúrinn. Fyrir fundi liggur tillaga að hnitsettu lóðarblaði og teikningar af fyrirhuguðu húsi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að stofnuð verði lóð skv. tillögu að lóðarblaði.
Ennfremur verði skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita leyfi fyrir fyrirhuguðu húsi."
"Óskað er eftir samþykki fyrir útskiptum á vigtarskúr við höfnina á Raufarhöfn og stofnun lóðar undir skúrinn. Fyrir fundi liggur tillaga að hnitsettu lóðarblaði og teikningar af fyrirhuguðu húsi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að stofnuð verði lóð skv. tillögu að lóðarblaði.
Ennfremur verði skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita leyfi fyrir fyrirhuguðu húsi."
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
11.Dvalarheimli aldraðra, ósk um samþykki Norðurþings fyrir lántöku
Málsnúmer 201412025Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er bókun bæjarráðs:
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra frá 18. nóvember s.l. þar sem fram kemur að stjórn félagsins ákvað að fjármagna yfirdrátt heimilisins með langtíma láni að upphæð 35 milljón króna. Er þessi yfirdráttur tilkominn vegna hallareksturs áranna 2009 og 2010 þegar heimilið veitti miklum fjölda einstaklinga hjúkrunarþjónustu í rýmum sem ætluð voru einstaklingum í dvalarrými. Ljóst er að það svigrúm sem hugsanlega fæst með fjölgun hjúkrunarrýma þarf að nýta til að koma rekstri heimilisins í lag og auka viðhald á húsnæði félagsins. Ólíklegt er að félagið verði rekið með þeim afgangi að það geti greitt niður yfirdrátt.
Þar sem félagið er sameignarfélag þarf samþykki hverrar sveitarstjórnar fyrir lántöku þessari.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Dvalarheimili aldraðra verði veitt heimild til lántöku allt að 35 milljón króna til að greiða niður yfirdrátt félagsins.
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra frá 18. nóvember s.l. þar sem fram kemur að stjórn félagsins ákvað að fjármagna yfirdrátt heimilisins með langtíma láni að upphæð 35 milljón króna. Er þessi yfirdráttur tilkominn vegna hallareksturs áranna 2009 og 2010 þegar heimilið veitti miklum fjölda einstaklinga hjúkrunarþjónustu í rýmum sem ætluð voru einstaklingum í dvalarrými. Ljóst er að það svigrúm sem hugsanlega fæst með fjölgun hjúkrunarrýma þarf að nýta til að koma rekstri heimilisins í lag og auka viðhald á húsnæði félagsins. Ólíklegt er að félagið verði rekið með þeim afgangi að það geti greitt niður yfirdrátt.
Þar sem félagið er sameignarfélag þarf samþykki hverrar sveitarstjórnar fyrir lántöku þessari.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Dvalarheimili aldraðra verði veitt heimild til lántöku allt að 35 milljón króna til að greiða niður yfirdrátt félagsins.
Fyrirliggjandi erindi samþykkt með 8 atkvæðum. Soffía situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
12.Fjárhagsáætlun 2015 - 3ja ára áætlun (2016-2018)
Málsnúmer 201410117Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu síðari umræða um fjárahgsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun (2016 - 2018). Áætlunin var afgreidd á 125. fundi bæjarráðs með eftirfandi hætti:
"Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun ( 2016 ? 2018 ) til síðari umræðu í bæjarstjórn."
"Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun ( 2016 ? 2018 ) til síðari umræðu í bæjarstjórn."
Til máls tóku undir þessum dagskrárlið: Kristján, Gunnlaugur og Sif.
Eftirfarandi er bókun meirihluta bæjarstjórnar:
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2015 er gert ráð fyrir að A hluti skili EBITDA upp á 336 m.kr. en niðurstaða samstæðu sveitarfélagsins skilar EBITDA upp á 536 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, skatta og hlutdeild minnihluta er afkoman fyrir A hluta jákvæð um 162,9 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins 144,8 m.kr. Hreint veltufé frá rekstri er neikvætt um 477,6 m.kr. fyrir A hluta en jákvæt um 563,7 m.kr. fyrir samstæðu Noðurþings.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur á undanförnum misserum unnið að atvinnuuppbyggingu á Bakka, í samvinnu við ríkisvaldið, Landsvirkjun, Landsnet og fjárfesta og hefur það verkefni á undanförnum mánuðum verið á lokastigi. Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2015 er lögð fram með vitund um þá ósvissu sem ríkir um framkvæmdir á Bakka, m.a. mögulegar hliðranir. Sveitarfélagið mun ekki ráðast í stórtækar framkvæmdir fyrr en fyrirliggjandi samningar er frágengnir og virkjaðir. Ef ófyrirséðar breytingar verða á tekju og eða útgjaldaliðum, t.a.m. vegna hliðrunar á framkvæmdum tengdum iðnaði á Bakka, mun þrufa að breðgast við með viðauka við fjárhagsáætlun á árinu 2015.
Fyrirliggjandi fjárhagsáæltun ársins 2015 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Anna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fyrirliggjandi 3ja ára fjárhagsáætlun (2016 - 2018) samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Anna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Eftirfarandi er bókun meirihluta bæjarstjórnar:
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2015 er gert ráð fyrir að A hluti skili EBITDA upp á 336 m.kr. en niðurstaða samstæðu sveitarfélagsins skilar EBITDA upp á 536 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, skatta og hlutdeild minnihluta er afkoman fyrir A hluta jákvæð um 162,9 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins 144,8 m.kr. Hreint veltufé frá rekstri er neikvætt um 477,6 m.kr. fyrir A hluta en jákvæt um 563,7 m.kr. fyrir samstæðu Noðurþings.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur á undanförnum misserum unnið að atvinnuuppbyggingu á Bakka, í samvinnu við ríkisvaldið, Landsvirkjun, Landsnet og fjárfesta og hefur það verkefni á undanförnum mánuðum verið á lokastigi. Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2015 er lögð fram með vitund um þá ósvissu sem ríkir um framkvæmdir á Bakka, m.a. mögulegar hliðranir. Sveitarfélagið mun ekki ráðast í stórtækar framkvæmdir fyrr en fyrirliggjandi samningar er frágengnir og virkjaðir. Ef ófyrirséðar breytingar verða á tekju og eða útgjaldaliðum, t.a.m. vegna hliðrunar á framkvæmdum tengdum iðnaði á Bakka, mun þrufa að breðgast við með viðauka við fjárhagsáætlun á árinu 2015.
Fyrirliggjandi fjárhagsáæltun ársins 2015 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Anna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fyrirliggjandi 3ja ára fjárhagsáætlun (2016 - 2018) samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Anna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
13.Álagning gjalda 2015
Málsnúmer 201411066Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs.
"Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu álagning gjalda fyrir árið 2015. Fyrirliggjandi er neðangreind tillaga.
Norðurþing - fjárhagsáætlun 2015.
Útsvar........................... 14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur ................... 0,575%
B flokkur ................... 1,320%
C flokkur ................... 1,650%
Lóðaleiga 1 ................... 1,500%
Lóðaleiga 2 ................... 2,500%
Vatnsgjald:
A flokkur ................... 0,225%
B flokkur ................... 0,450%
C flokkur ................... 0,450%
Holræsagjald:
A flokkur ................... 0,275%
B flokkur ................... 0,275%
C flokkur ................... 0,275%
Sorpgjöld:
Heimili ................... kr. 50.586.-
Sumarhús ................... kr. 19.849.-
Sorpgjöld innihalda gjaldtöku fyrir bæði hirðingu og eyðingu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá álagningar ársins 2015 verði samþykkt, með fyrirvara um að frumvarp um hámarksútsvar verði að lögum. Breyting á lögunum er vegna samkomulags um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðra. Breytingin felur ekki í sér hækkun á sköttum eintaklinga.
Gunnlaugur sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.
"Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu álagning gjalda fyrir árið 2015. Fyrirliggjandi er neðangreind tillaga.
Norðurþing - fjárhagsáætlun 2015.
Útsvar........................... 14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur ................... 0,575%
B flokkur ................... 1,320%
C flokkur ................... 1,650%
Lóðaleiga 1 ................... 1,500%
Lóðaleiga 2 ................... 2,500%
Vatnsgjald:
A flokkur ................... 0,225%
B flokkur ................... 0,450%
C flokkur ................... 0,450%
Holræsagjald:
A flokkur ................... 0,275%
B flokkur ................... 0,275%
C flokkur ................... 0,275%
Sorpgjöld:
Heimili ................... kr. 50.586.-
Sumarhús ................... kr. 19.849.-
Sorpgjöld innihalda gjaldtöku fyrir bæði hirðingu og eyðingu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá álagningar ársins 2015 verði samþykkt, með fyrirvara um að frumvarp um hámarksútsvar verði að lögum. Breyting á lögunum er vegna samkomulags um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðra. Breytingin felur ekki í sér hækkun á sköttum eintaklinga.
Gunnlaugur sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Til máls tók undir þessum dagskrálið: Kristján
Fyrirliggjandi tillaga að álagningu ársins 2015 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Anna og Jónas sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fyrirliggjandi tillaga að álagningu ársins 2015 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Anna og Jónas sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
14.Gæðakerfi byggingarfulltrúa
Málsnúmer 201412033Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 123. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að gæðahandbók fyrir byggingarfulltrúaembættið sem hann leggur til að tekin verði upp um áramót.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa verði tekið upp um áramót. Byggingarfulltrúa verði falið að senda umsókn um skráningu kerfisins til Mannvirkjastofnunar."
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að gæðahandbók fyrir byggingarfulltrúaembættið sem hann leggur til að tekin verði upp um áramót.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa verði tekið upp um áramót. Byggingarfulltrúa verði falið að senda umsókn um skráningu kerfisins til Mannvirkjastofnunar."
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.
15.Breyting deiliskipulags á Bakka 1. áfanga
Málsnúmer 201412036Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 123. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Við deilihönnun vegtenginga við þjóðveg sem unnin hefur verið í samráði við Vegagerðina hefur komið í ljós að heppilegt væri að hnika til og breyta vegtengingum frá áður samþykktu deiliskipulagi. Tvær tengingar til vesturs hliðrist til norðurs vegna hæðarlegu lands, sú syðri um 28 m og sú nyrðri um 39 m. Áður var í deiliskipulagi 2. áfanga búið að festa nýja vegtengingu til austurs inn í götuna Tröllabakka skammt norðan Bakkaár og í samráði við Vegagerðina hefur því verið ákveðið að fella niður vegtengingu við þjóðveg vestur af lóð undir spennivirki. Við breyttar vegtengingar hliðrast skipulagsmörk lítillega (allt að 39 m) til norðurs og lóðarmörk lóða B1-B6 breytast nokkuð. Loks er gert ráð fyrir að tímabundið megi nýta lóðir B1-B4 undir vinnubúðir meðan á framkvæmdum stendur. Heimilt verði að vinnubúðir standi utan byggingarreita.
Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar frá samþykktu deiliskipulagi óverulegar og leggur því til við bæjarstjórn að farið verði með breytingarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Eini nágranni sem kynni að hafa hagsmuni á svæðinu er lóðarhafi að Bakkavegi 2, en breytingartillagan hefur verið unnin í samráði og sátt við hann. Nefndin telur því ekki þörf á formlegri grenndarkynningu skipulagsbreytingarinnar sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún lögð fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda breytinguna á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku.
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Við deilihönnun vegtenginga við þjóðveg sem unnin hefur verið í samráði við Vegagerðina hefur komið í ljós að heppilegt væri að hnika til og breyta vegtengingum frá áður samþykktu deiliskipulagi. Tvær tengingar til vesturs hliðrist til norðurs vegna hæðarlegu lands, sú syðri um 28 m og sú nyrðri um 39 m. Áður var í deiliskipulagi 2. áfanga búið að festa nýja vegtengingu til austurs inn í götuna Tröllabakka skammt norðan Bakkaár og í samráði við Vegagerðina hefur því verið ákveðið að fella niður vegtengingu við þjóðveg vestur af lóð undir spennivirki. Við breyttar vegtengingar hliðrast skipulagsmörk lítillega (allt að 39 m) til norðurs og lóðarmörk lóða B1-B6 breytast nokkuð. Loks er gert ráð fyrir að tímabundið megi nýta lóðir B1-B4 undir vinnubúðir meðan á framkvæmdum stendur. Heimilt verði að vinnubúðir standi utan byggingarreita.
Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar frá samþykktu deiliskipulagi óverulegar og leggur því til við bæjarstjórn að farið verði með breytingarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Eini nágranni sem kynni að hafa hagsmuni á svæðinu er lóðarhafi að Bakkavegi 2, en breytingartillagan hefur verið unnin í samráði og sátt við hann. Nefndin telur því ekki þörf á formlegri grenndarkynningu skipulagsbreytingarinnar sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún lögð fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda breytinguna á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.
16.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018
Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu kosning í nefndir og ráð fyrir kjörtímabilið 2014 - 2018. Um er að ræða breytingar á skipan fulltrúa í nefndir og ráð.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir:
Í stað Sigríðar Hauksdóttur sem aðalmaður í menningar- og fræðslunefnd kemur Trausti Aðalsteinsson og Þórhildur Sigurðardóttir sem varamaður.
Í stað Sigríðar Hauksdóttur sem varamaður í félags- og barnaverndarnefnd kemur Ólöf Traustadóttir.
Í stað Sigríðar Hauksdóttur sem varamaður í skipulags- og byggingarnefnd kemur Stefán L. Rögnvaldsson.
Í stað Friðriks Sigurðssonar sem aðalmaður og formaður framkvæmda- og hafnanefndar kemur Örlygur Hnefill Örlygsson.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir:
Í stað Sigríðar Hauksdóttur sem aðalmaður í menningar- og fræðslunefnd kemur Trausti Aðalsteinsson og Þórhildur Sigurðardóttir sem varamaður.
Í stað Sigríðar Hauksdóttur sem varamaður í félags- og barnaverndarnefnd kemur Ólöf Traustadóttir.
Í stað Sigríðar Hauksdóttur sem varamaður í skipulags- og byggingarnefnd kemur Stefán L. Rögnvaldsson.
Í stað Friðriks Sigurðssonar sem aðalmaður og formaður framkvæmda- og hafnanefndar kemur Örlygur Hnefill Örlygsson.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.
17.Ályktun fundar skólastjórnenda á þjónustusvæði skólaþjónustu Norðurþings
Málsnúmer 201411097Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 44. fundi fræðslu- og menningarnefndar: Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fræðslu- og menningarnefnd telur mikivægt að mótuð verði sameiginleg sýn á hlutverk skólaþjónustu í Þingeyjarsýslum og beinir því til bæjarstjórnar að taka upp viðræður um málið við hin sveitarfélögin í sýslunum.
Anný Peta og Sigurður Aðalgeirsson viku af fundi við afgreiðslu málsins."
"Fræðslu- og menningarnefnd telur mikivægt að mótuð verði sameiginleg sýn á hlutverk skólaþjónustu í Þingeyjarsýslum og beinir því til bæjarstjórnar að taka upp viðræður um málið við hin sveitarfélögin í sýslunum.
Anný Peta og Sigurður Aðalgeirsson viku af fundi við afgreiðslu málsins."
Til máls tóku undir þessum lið: Gunnlaugur og Olga.
Olga leggur til að erindinu verði vísað til nefndarinnar að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Olgu samhljóða.
Olga leggur til að erindinu verði vísað til nefndarinnar að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Olgu samhljóða.
18.Sorpsamlag Þingeyinga, samkomulag um útgöngu og uppkaup Norðurþings á hlutafé félagsins
Málsnúmer 201411116Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:
"Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um útgöngu eigenda í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Samkomulagið felur í sér að Norðurþing, einn aðaleigandi félagsins með um 65,90% hlutafé mun nýta sér forkaupsrétt sinn á öllum hlutum annara aðila og kaupir því út Þingeyjarsveit eiganda að 21,54%, Skútustaðahrepp eiganda að 11,08% og Tjörneshrepp eiganda að 1,48% hlutfjársins.
Aðilar eru sammála um að innborganir þeirra til Sorpsamlags Þingeyinga ehf., í byrjun október s.l. vegna uppgjörs Sorpsamlagsins við Lánasjóð sveitarfélaga, samtals að fjárhæð kr. 301.500.000.- séu hlutafjáraukning og skiptist niður samkvæmt eignahlut eigenda.
Aðilar hafa gert sérstakt samkomulag um sameiginlega ábyrgð þeirra á kostnaði sem kann að falla á Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og rekja má til atburða fyrir gerð þess. Aðilar eru sammála um verðmat félagsins, byggt á upplausnarvirði þess miðað við mánaðarmótin september/október 2014, sem jafnframt myndar kaupverð Norðurþings á hlutum annarra aðila samkomulagsins.
Hrein eign er kr. 31.648.161.- og eru aðilar sammála um að kaupverð Norðurþings verði samtals kr. 10.829.880.- sem greinist þannig á seljendur hlutanna:
Þingeyjarsveit kr. 6.804.815.-
Skútustaðahreppur kr. 3.501.429.-
Tjörneshreppur kr. 523.636.-
Samkomulag þetta er með fyrirvara um samþykki allra sveitarstjórna viðkomandi sveitarfélaga.
Bæjarráð leggur til að fyrirliggjandi samkomulag verði samþykkt í bæjarstjórn."
"Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um útgöngu eigenda í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Samkomulagið felur í sér að Norðurþing, einn aðaleigandi félagsins með um 65,90% hlutafé mun nýta sér forkaupsrétt sinn á öllum hlutum annara aðila og kaupir því út Þingeyjarsveit eiganda að 21,54%, Skútustaðahrepp eiganda að 11,08% og Tjörneshrepp eiganda að 1,48% hlutfjársins.
Aðilar eru sammála um að innborganir þeirra til Sorpsamlags Þingeyinga ehf., í byrjun október s.l. vegna uppgjörs Sorpsamlagsins við Lánasjóð sveitarfélaga, samtals að fjárhæð kr. 301.500.000.- séu hlutafjáraukning og skiptist niður samkvæmt eignahlut eigenda.
Aðilar hafa gert sérstakt samkomulag um sameiginlega ábyrgð þeirra á kostnaði sem kann að falla á Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og rekja má til atburða fyrir gerð þess. Aðilar eru sammála um verðmat félagsins, byggt á upplausnarvirði þess miðað við mánaðarmótin september/október 2014, sem jafnframt myndar kaupverð Norðurþings á hlutum annarra aðila samkomulagsins.
Hrein eign er kr. 31.648.161.- og eru aðilar sammála um að kaupverð Norðurþings verði samtals kr. 10.829.880.- sem greinist þannig á seljendur hlutanna:
Þingeyjarsveit kr. 6.804.815.-
Skútustaðahreppur kr. 3.501.429.-
Tjörneshreppur kr. 523.636.-
Samkomulag þetta er með fyrirvara um samþykki allra sveitarstjórna viðkomandi sveitarfélaga.
Bæjarráð leggur til að fyrirliggjandi samkomulag verði samþykkt í bæjarstjórn."
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag samhljóða.
19.Samkomulag vegna athugasemda frá Umhverfisstofnun varðandi urðaðan úrgang
Málsnúmer 201412002Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:
"Fyrir bæjarráði liggur samkomulag sem er viðhengi við samkomulag um útgöngu eigenda í Sorpasamlagi Þingeyinga ehf., sem tekið verður til umfjöllunar og afgreiðslu í næsta dagskrárlið.
Samkomulag þetta nær utan um urðun úrgangs sem fallið hefur frá Sorpsamlagi Þingeyinga ehf og Umhverfisstofnun hefur gert og kann að gera athugasemdir við og krefjast úrbóta á og aðrar kvaðir sem kunna að falla á félagið og rekja má til atburða sem átt hafa sér stað fyrir undirritun þessa samkomulags.
Aðilar eru sammála um að bregðast við athugasemdum Umhverfisstofnunar og haga málum í náinni samvinnu við Umhverfisstofnun þannig að sem minnst hætta verði af umhverfisspjöllum af hinum urðaða úrgangi og að farið verði í þær framkvæmdir sem þurfa þykir til að ná því markmiði. Þar með talið að fjarlægja úrgang og eyða honum, bora sýnitökubrunna og vakta.
Aðilar eru sammála um að sá kostnaður sem hlýst af því að koma málum í það horf sem Umhverfisstofnun sættir sig við skuli skiptast á milli aðila í samræmi við framanskráðan núverandi eignarhluta hvers og eins í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf.
Aðilar eru auk þess sammála um að allur annar kostnaður sem hugsanlega kann að falla á félagið og rekja má til atburða fyrir gerð þessa samkomulags, s.s. vegna bótakrafna ofl. sem ekki fást bættar úr gildandi vátryggingum félagsins eða á annan hátt, skuli skiptast á milli aðila í samræmi við framanskráðan núverandi eignarhluta hvers og eins í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf.
Aðilar eru sammála um að ábyrgð þeirra á kostnaði sem til fellur vegna ofangreindra kvaða haldist þrátt fyrir að breyting kunni að verða á eignarhaldi Sorpsamlags Þingeyinga ehf., s.s. við úrsögn einhverra úr félaginu eða jafnvel hugsanlegs slits þess.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag."
"Fyrir bæjarráði liggur samkomulag sem er viðhengi við samkomulag um útgöngu eigenda í Sorpasamlagi Þingeyinga ehf., sem tekið verður til umfjöllunar og afgreiðslu í næsta dagskrárlið.
Samkomulag þetta nær utan um urðun úrgangs sem fallið hefur frá Sorpsamlagi Þingeyinga ehf og Umhverfisstofnun hefur gert og kann að gera athugasemdir við og krefjast úrbóta á og aðrar kvaðir sem kunna að falla á félagið og rekja má til atburða sem átt hafa sér stað fyrir undirritun þessa samkomulags.
Aðilar eru sammála um að bregðast við athugasemdum Umhverfisstofnunar og haga málum í náinni samvinnu við Umhverfisstofnun þannig að sem minnst hætta verði af umhverfisspjöllum af hinum urðaða úrgangi og að farið verði í þær framkvæmdir sem þurfa þykir til að ná því markmiði. Þar með talið að fjarlægja úrgang og eyða honum, bora sýnitökubrunna og vakta.
Aðilar eru sammála um að sá kostnaður sem hlýst af því að koma málum í það horf sem Umhverfisstofnun sættir sig við skuli skiptast á milli aðila í samræmi við framanskráðan núverandi eignarhluta hvers og eins í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf.
Aðilar eru auk þess sammála um að allur annar kostnaður sem hugsanlega kann að falla á félagið og rekja má til atburða fyrir gerð þessa samkomulags, s.s. vegna bótakrafna ofl. sem ekki fást bættar úr gildandi vátryggingum félagsins eða á annan hátt, skuli skiptast á milli aðila í samræmi við framanskráðan núverandi eignarhluta hvers og eins í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf.
Aðilar eru sammála um að ábyrgð þeirra á kostnaði sem til fellur vegna ofangreindra kvaða haldist þrátt fyrir að breyting kunni að verða á eignarhaldi Sorpsamlags Þingeyinga ehf., s.s. við úrsögn einhverra úr félaginu eða jafnvel hugsanlegs slits þess.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag."
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag samhljóða.
Fundi slitið - kl. 18:45.