Fara í efni

Breyting deiliskipulags á Bakka 1. áfanga

Málsnúmer 201412036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 123. fundur - 09.12.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Við deilihönnun vegtenginga við þjóðveg sem unnin hefur verið í samráði við Vegagerðina hefur komið í ljós að heppilegt væri að hnika til og breyta vegtengingum frá áður samþykktu deiliskipulagi. Tvær tengingar til vesturs hliðrist til norðurs vegna hæðarlegu lands, sú syðri um 28 m og sú nyrðri um 39 m. Áður var í deiliskipulagi 2. áfanga búið að festa nýja vegtengingu til austurs inn í götuna Tröllabakka skammt norðan Bakkaár og í samráði við Vegagerðina hefur því verið ákveðið að fella niður vegtengingu við þjóðveg vestur af lóð undir spennivirki. Við breyttar vegtengingar hliðrast skipulagsmörk lítillega (allt að 39 m) til norðurs og lóðarmörk lóða B1-B6 breytast nokkuð. Loks er gert ráð fyrir að tímabundið megi nýta lóðir B1-B4 undir vinnubúðir meðan á framkvæmdum stendur. Heimilt verði að vinnubúðir standi utan byggingarreita.

Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar frá samþykktu deiliskipulagi óverulegar og leggur því til við bæjarstjórn að farið verði með breytingarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Eini nágranni sem kynni að hafa hagsmuni á svæðinu er lóðarhafi að Bakkavegi 2, en breytingartillagan hefur verið unnin í samráði og sátt við hann. Nefndin telur því ekki þörf á formlegri grenndarkynningu skipulagsbreytingarinnar sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún lögð fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda breytinguna á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku.

Bæjarstjórn Norðurþings - 43. fundur - 15.12.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 123. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Við deilihönnun vegtenginga við þjóðveg sem unnin hefur verið í samráði við Vegagerðina hefur komið í ljós að heppilegt væri að hnika til og breyta vegtengingum frá áður samþykktu deiliskipulagi. Tvær tengingar til vesturs hliðrist til norðurs vegna hæðarlegu lands, sú syðri um 28 m og sú nyrðri um 39 m. Áður var í deiliskipulagi 2. áfanga búið að festa nýja vegtengingu til austurs inn í götuna Tröllabakka skammt norðan Bakkaár og í samráði við Vegagerðina hefur því verið ákveðið að fella niður vegtengingu við þjóðveg vestur af lóð undir spennivirki. Við breyttar vegtengingar hliðrast skipulagsmörk lítillega (allt að 39 m) til norðurs og lóðarmörk lóða B1-B6 breytast nokkuð. Loks er gert ráð fyrir að tímabundið megi nýta lóðir B1-B4 undir vinnubúðir meðan á framkvæmdum stendur. Heimilt verði að vinnubúðir standi utan byggingarreita.

Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar frá samþykktu deiliskipulagi óverulegar og leggur því til við bæjarstjórn að farið verði með breytingarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Eini nágranni sem kynni að hafa hagsmuni á svæðinu er lóðarhafi að Bakkavegi 2, en breytingartillagan hefur verið unnin í samráði og sátt við hann. Nefndin telur því ekki þörf á formlegri grenndarkynningu skipulagsbreytingarinnar sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún lögð fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda breytinguna á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku.


Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.