Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Breyting deiliskipulags á Bakka 1. áfanga
Málsnúmer 201412036Vakta málsnúmer
2.Gæðakerfi byggingarfulltrúa
Málsnúmer 201412033Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að gæðahandbók fyrir byggingarfulltrúaembættið sem hann leggur til að tekin verði upp um áramót.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa verði tekið upp um áramót. Byggingarfulltrúa verði falið að senda umsókn um skráningu kerfisins til Mannvirkjastofnunar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa verði tekið upp um áramót. Byggingarfulltrúa verði falið að senda umsókn um skráningu kerfisins til Mannvirkjastofnunar.
3.Árni Helgason ehf. sækir um lóð undir vinnubúðir vegna jarðvinnu á Bakka
Málsnúmer 201411096Vakta málsnúmer
Óskað er eftir tímabundnum afnotum lóðar austan þjóðvegar norðan Bakkaár undir vinnubúðir vegna jarðvegsframkvæmda á Bakka. Horft er til þess að nýta lóðina til ársloka 2015.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að Árna Helgasyni ehf verði boðin afnot af lóð sem merkt er F1 á deiliskipulagi 2. áfanga á Bakka.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að Árna Helgasyni ehf verði boðin afnot af lóð sem merkt er F1 á deiliskipulagi 2. áfanga á Bakka.
4.Tryggvi Jóhannsson f.h. hafnarsjóðs Norðurþings sækir um leyfi til endurnýjunar vigtarskúrs og nýjum lóðarsamningi fyrir hafnarvog á Raufarhöfn
Málsnúmer 201411113Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykki fyrir útskiptum á vigtarskúr við höfnina á Raufarhöfn og stofnun lóðar undir skúrinn. Fyrir fundi liggur tillaga að hnitsettu lóðarblaði og teikningar af fyrirhuguðu húsi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að stofnuð verði lóð skv. tillögu að lóðarblaði.
Ennfremur verði skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita leyfi fyrir fyrirhuguðu húsi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að stofnuð verði lóð skv. tillögu að lóðarblaði.
Ennfremur verði skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita leyfi fyrir fyrirhuguðu húsi.
5.Forráðamenn Gb5 ehf. óska eftir heimild til og samstarfi um hönnun nýbygginga við húsið að Garðarsbraut 5
Málsnúmer 201412037Vakta málsnúmer
Óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að hanna nýbyggingar norður frá núverandi Kaupfélagshúsi norður yfir Vallholtsveg. Í þessu samhengi er vísað til kynningar á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar og meðfylgjandi greinargerð sem rammar inn uppfærðar áherslur hugmyndarinnar. Forsenda fyrir hugmyndunum er að Vallholtsvegi verði lokaði norður af Garðarsbraut 5 og byggt yfir á Vallholtsveg 1.
Skipulags- og byggingarnefnd hugnast að hluta þær hugmyndir sem kynntar hafa verið og lýsir yfir vilja til samstarfs um þróun og útfærslu þeirra. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að formanni skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra verði falið að ræða við eigendur Gb5 ehf um framhaldið.
Skipulags- og byggingarnefnd hugnast að hluta þær hugmyndir sem kynntar hafa verið og lýsir yfir vilja til samstarfs um þróun og útfærslu þeirra. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að formanni skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra verði falið að ræða við eigendur Gb5 ehf um framhaldið.
6.Eimskip Ísland ehf. sækja um leyfi til að skipta um þakklæðningu og stækka dyr að Garðarsbraut 48
Málsnúmer 201411098Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að endurnýja þakklæðningu og stækka dyr að Garðarsbraut 48.
Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 24. nóvember s.l.
Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 24. nóvember s.l.
7.Fasteignafélag Húsavíkur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Vallholtsveg 9
Málsnúmer 201410086Vakta málsnúmer
Fasteignafélag Húsavíkur hefur nú lagt fram nýjar og talsvert breyttar teikningar af fyrirhugaðri viðbyggingu við Vallholtsveg 9. Viðbygging er nú hugsuð á tveimur hæðum. Með teikningum fylgir uppfærð grenndarkynning.
Skipulags- og byggingarnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja byggingarleyfi þegar fullnægjandi teikningar hafa borist. Örlygur Hnefill vék af fundi við afgeiðslu þessa erindis.
Skipulags- og byggingarnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja byggingarleyfi þegar fullnægjandi teikningar hafa borist. Örlygur Hnefill vék af fundi við afgeiðslu þessa erindis.
8.Ragnar Hermannsson f.h. Víkurrafs ehf. óskar eftir umsögn um breytingu á bílastæðum að Héðinsbraut 4
Málsnúmer 201411101Vakta málsnúmer
Óskað er eftir umsögn vegna gerðar bílastæðis sunnan eignar þeirra að Héðinsbraut 4.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leiti á að bílstæði verði gert eins og rissmynd sýnir, en minnt er á að gerð bílastæðisins er háð samkomulagi við alla lóðarhafa.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leiti á að bílstæði verði gert eins og rissmynd sýnir, en minnt er á að gerð bílastæðisins er háð samkomulagi við alla lóðarhafa.
Fundi slitið.
Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar frá samþykktu deiliskipulagi óverulegar og leggur því til við bæjarstjórn að farið verði með breytingarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Eini nágranni sem kynni að hafa hagsmuni á svæðinu er lóðarhafi að Bakkavegi 2, en breytingartillagan hefur verið unnin í samráði og sátt við hann. Nefndin telur því ekki þörf á formlegri grenndarkynningu skipulagsbreytingarinnar sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún lögð fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda breytinguna á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku.