Óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að hanna nýbyggingar norður frá núverandi Kaupfélagshúsi norður yfir Vallholtsveg. Í þessu samhengi er vísað til kynningar á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar og meðfylgjandi greinargerð sem rammar inn uppfærðar áherslur hugmyndarinnar. Forsenda fyrir hugmyndunum er að Vallholtsvegi verði lokaði norður af Garðarsbraut 5 og byggt yfir á Vallholtsveg 1.
Skipulags- og byggingarnefnd hugnast að hluta þær hugmyndir sem kynntar hafa verið og lýsir yfir vilja til samstarfs um þróun og útfærslu þeirra. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að formanni skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra verði falið að ræða við eigendur Gb5 ehf um framhaldið.
Skipulags- og byggingarnefnd hugnast að hluta þær hugmyndir sem kynntar hafa verið og lýsir yfir vilja til samstarfs um þróun og útfærslu þeirra. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að formanni skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra verði falið að ræða við eigendur Gb5 ehf um framhaldið.