Fara í efni

Sorpsamlag Þingeyinga, samkomulag um útgöngu og uppkaup Norðurþings á hlutafé félagsins

Málsnúmer 201411116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 124. fundur - 08.12.2014

Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um útgöngu eigenda í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Samkomulagið felur í sér að Norðurþing, einn aðaleigandi félagsins með um 65,90% hlutafé mun nýta sér forkaupsrétt sinn á öllum hlutum annara aðila og kaupir því út Þingeyjarsveit eiganda að 21,54%, Skútustaðahrepp eiganda að 11,08% og Tjörneshrepp eiganda að 1,48% hlutfjársins.
Aðilar eru sammála um að innborganir þeirra til Sorpsamlags Þingeyinga ehf., í byrjun október s.l. vegna uppgjörs Sorpsamlagsins við Lánasjóð sveitarfélaga, samtals að fjárhæð kr. 301.500.000.- séu hlutafjáraukning og skiptist niður samkvæmt eignahlut eigenda.
Aðilar hafa gert sérstakt samkomulag um sameiginlega ábyrgð þeirra á kostnaði sem kann að falla á Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og rekja má til atburða fyrir gerð þess. Aðilar eru sammála um verðmat félagsins, byggt á upplausnarvirði þess miðað við mánaðarmótin september/október 2014, sem jafnframt myndar kaupverð Norðurþings á hlutum annarra aðila samkomulagsins.
Hrein eign er kr. 31.648.161.- og eru aðilar sammála um að kaupverð Norðurþings verði samtals kr. 10.829.880.- sem greinist þannig á seljendur hlutanna:

Þingeyjarsveit kr. 6.804.815.-
Skútustaðahreppur kr. 3.501.429.-
Tjörneshreppur kr. 523.636.-

Samkomulag þetta er með fyrirvara um samþykki allra sveitarstjórna viðkomandi sveitarfélaga.


Bæjarráð leggur til að fyrirliggjandi samkomulag verði samþykkt í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 43. fundur - 15.12.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:

"Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um útgöngu eigenda í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Samkomulagið felur í sér að Norðurþing, einn aðaleigandi félagsins með um 65,90% hlutafé mun nýta sér forkaupsrétt sinn á öllum hlutum annara aðila og kaupir því út Þingeyjarsveit eiganda að 21,54%, Skútustaðahrepp eiganda að 11,08% og Tjörneshrepp eiganda að 1,48% hlutfjársins.
Aðilar eru sammála um að innborganir þeirra til Sorpsamlags Þingeyinga ehf., í byrjun október s.l. vegna uppgjörs Sorpsamlagsins við Lánasjóð sveitarfélaga, samtals að fjárhæð kr. 301.500.000.- séu hlutafjáraukning og skiptist niður samkvæmt eignahlut eigenda.
Aðilar hafa gert sérstakt samkomulag um sameiginlega ábyrgð þeirra á kostnaði sem kann að falla á Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og rekja má til atburða fyrir gerð þess. Aðilar eru sammála um verðmat félagsins, byggt á upplausnarvirði þess miðað við mánaðarmótin september/október 2014, sem jafnframt myndar kaupverð Norðurþings á hlutum annarra aðila samkomulagsins.
Hrein eign er kr. 31.648.161.- og eru aðilar sammála um að kaupverð Norðurþings verði samtals kr. 10.829.880.- sem greinist þannig á seljendur hlutanna:

Þingeyjarsveit kr. 6.804.815.-
Skútustaðahreppur kr. 3.501.429.-
Tjörneshreppur kr. 523.636.-

Samkomulag þetta er með fyrirvara um samþykki allra sveitarstjórna viðkomandi sveitarfélaga.


Bæjarráð leggur til að fyrirliggjandi samkomulag verði samþykkt í bæjarstjórn."


Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag samhljóða.