Fjárhagsáætlun 2015 - 3ja ára áætlun (2016-2018)
Málsnúmer 201410117
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 122. fundur - 17.11.2014
Fyrir bæjarráði liggja drög að fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Bæjarráð felur fjármálastjóra að kynna drög að römmum nefnda eins og þeir liggja fyrir með áorðnum breytingum í málaflokkum 02 og 04. Gunnlaugur Stefánsson situr hjá við þessa afgreiðslu.
Bæjarráð Norðurþings - 123. fundur - 20.11.2014
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun (2016 - 2018).
Á fund bæjarráðs mættu sviðsstjórar, Fræðslu- og menningarnefndar, Erla Sigurðardóttir, Framkvæmda- og hafnafulltrúi, Tryggvi Jóhannsson, Félagsmálastjóri, Dögg Káradóttir, Skipulags- og byggingarfulltrúi, Gaukur Hjartarson og Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, Jóhann Pálsson og fóru yfir og kynntu fjárhagsáætlanir sinna sviða.
Bæjarráð þakkar sviðsstjórum fyrir yfirferð og góða kynningu á fjárhagsáætlanavinnu sinna sviða.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun ársins 2015 til fyrri umræðu í bæjarstjórn, með þeim breytingum að úthlutaður rammi málaflokks 02 (félagsmálaþjónusta) verði hækkaður um 23 mkr. vegna rekstrarframlags til Dvalarheimilis Hvamms.
Jafnframt er 3ja ára fjárhagsáætlun áranna 2016 - 2018 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Soffía sat hjá við afgreiðsluna.
Á fund bæjarráðs mættu sviðsstjórar, Fræðslu- og menningarnefndar, Erla Sigurðardóttir, Framkvæmda- og hafnafulltrúi, Tryggvi Jóhannsson, Félagsmálastjóri, Dögg Káradóttir, Skipulags- og byggingarfulltrúi, Gaukur Hjartarson og Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, Jóhann Pálsson og fóru yfir og kynntu fjárhagsáætlanir sinna sviða.
Bæjarráð þakkar sviðsstjórum fyrir yfirferð og góða kynningu á fjárhagsáætlanavinnu sinna sviða.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun ársins 2015 til fyrri umræðu í bæjarstjórn, með þeim breytingum að úthlutaður rammi málaflokks 02 (félagsmálaþjónusta) verði hækkaður um 23 mkr. vegna rekstrarframlags til Dvalarheimilis Hvamms.
Jafnframt er 3ja ára fjárhagsáætlun áranna 2016 - 2018 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Soffía sat hjá við afgreiðsluna.
Bæjarstjórn Norðurþings - 42. fundur - 25.11.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2015 ásamt 3ja ára fjárhagsáætlun (2016 -2018).
Til máls tóku: Guðbjartur, Gunnlaugur, Jónas, Soffía, Friðrik, Örlygur, Kjartan og Óli.
Eftirfarandi er bókun minnihluta bæjarstjórnar Norðurþings:
"Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2015 er lögð fram til fyrri umræðu án þess að vönduð umræða hafi farið fram í nefndum sveitarfélagsins. Slíkt er ekki hinn lýðræðislegi háttur við gerð fjárhagsáætlunar. Nauðsynlegt er að vanda alla vinnu við fjárhagsáætlunargerð enda helsta verkefni kjörinna fulltrúa. Bæjarráð hefur ekki sinnt hlutverki sínu við gerð fjárhagsáætlunar þrátt fyrir ábendingar þar um.
Sundurliðuð tekjuáætlun hefur ekki verið lögð fram til umræðu en hún er forsenda þess að hægt sé að úthluta fjármunum til handa nefndum og stofnunum sveitarfélagsins. Það er áhyggjuefni að grunnrekstur sveitarfélagsins skili minna veltufé frá rekstri en útgönguspá 2014 gerir ráð fyrir. Mikilvægt er að færa rök fyrir áætluðum tekjum, gjöldum og framkvæmdum.
Minnihluti bæjarstjórnar leggur til að áætlunin verði tekin til gagngerar endurskoðunar milli umræðna. Í ljósi þessa er æskilegt að sveitarfélagið sæki um frest við skil á fjárhagsáætlun þannig að vinnu við áætlunargerð verði lokið með viðundandi hætti."
Gunnlaugur Stefánsson - sign
Jónas Heiðar Einarsson - sign
Kjartan Páll Þórarinsson - sign
Soffía Helgadóttir - sign.
Eftirfarandi er bókun meirihluta bæjarstjórnar Norðurþings:
Meirihluti bæjarstjórnar þakkar fyrir ábendingar um fjárhagsáætlunarvinnuna, þó síðbúnar séu. Tekið er undir það sjónarmið að endurskoða mætti vinnulag Norðurþings við fjárhagsáætlunargerð. Tölverðar breytingar verða gerðar við vinnulag við fjárhagsáætlunargerð á komandi ári.
Friðrik Sigurðsson - sign
Óli Halldórsson - sign
Olga Gísladóttir - sign
Örlygur Hnefill - sign
Sif Jóhannesdóttir - sign
Meirihluti bæjarstjórnar, Friðrik, Óli, Olga, Örlygur og Sif, vísa fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu.
Gunnlaugur, Soffía, Kjartan og Jónas sitja hjá við afgreiðsluna.
Til máls tóku: Guðbjartur, Gunnlaugur, Jónas, Soffía, Friðrik, Örlygur, Kjartan og Óli.
Eftirfarandi er bókun minnihluta bæjarstjórnar Norðurþings:
"Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2015 er lögð fram til fyrri umræðu án þess að vönduð umræða hafi farið fram í nefndum sveitarfélagsins. Slíkt er ekki hinn lýðræðislegi háttur við gerð fjárhagsáætlunar. Nauðsynlegt er að vanda alla vinnu við fjárhagsáætlunargerð enda helsta verkefni kjörinna fulltrúa. Bæjarráð hefur ekki sinnt hlutverki sínu við gerð fjárhagsáætlunar þrátt fyrir ábendingar þar um.
Sundurliðuð tekjuáætlun hefur ekki verið lögð fram til umræðu en hún er forsenda þess að hægt sé að úthluta fjármunum til handa nefndum og stofnunum sveitarfélagsins. Það er áhyggjuefni að grunnrekstur sveitarfélagsins skili minna veltufé frá rekstri en útgönguspá 2014 gerir ráð fyrir. Mikilvægt er að færa rök fyrir áætluðum tekjum, gjöldum og framkvæmdum.
Minnihluti bæjarstjórnar leggur til að áætlunin verði tekin til gagngerar endurskoðunar milli umræðna. Í ljósi þessa er æskilegt að sveitarfélagið sæki um frest við skil á fjárhagsáætlun þannig að vinnu við áætlunargerð verði lokið með viðundandi hætti."
Gunnlaugur Stefánsson - sign
Jónas Heiðar Einarsson - sign
Kjartan Páll Þórarinsson - sign
Soffía Helgadóttir - sign.
Eftirfarandi er bókun meirihluta bæjarstjórnar Norðurþings:
Meirihluti bæjarstjórnar þakkar fyrir ábendingar um fjárhagsáætlunarvinnuna, þó síðbúnar séu. Tekið er undir það sjónarmið að endurskoða mætti vinnulag Norðurþings við fjárhagsáætlunargerð. Tölverðar breytingar verða gerðar við vinnulag við fjárhagsáætlunargerð á komandi ári.
Friðrik Sigurðsson - sign
Óli Halldórsson - sign
Olga Gísladóttir - sign
Örlygur Hnefill - sign
Sif Jóhannesdóttir - sign
Meirihluti bæjarstjórnar, Friðrik, Óli, Olga, Örlygur og Sif, vísa fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu.
Gunnlaugur, Soffía, Kjartan og Jónas sitja hjá við afgreiðsluna.
Bæjarráð Norðurþings - 124. fundur - 08.12.2014
Fyrir bæjarráði er til umfjöllunar, milli umræðna, fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun (2016 -2018).
Tillaga að breyttum fjárhagsrömmum fyrir árið 2015 til málaflokka er eftirfarandi:
Félagsþjónusta, málaflokkur 02, fái 7 mkr. til viðbótar við sinn ramma að frádregnu framlagi til DA.
Fræðslu- og menningarmál, málaflokkur 04 og 05, fái 3,5 mkr. þar af fari 2 mkr. í fræðslumál og 1,5 mkr. til menningarmála.
Tómstunda- og æskulýðsmál, málaflokkur 06, fái 6 mkr. til viðbótar við sinn ramma.
Brunamál og almannavarnir, málaflokkur 07, fái 3 mkr. til viðbótar við sinn ramma.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna tillögurnar inn í fjárhagsáætlun ársins 2015 og leggja fyrir fund bæjarráðs að nýju.
Tillaga að breyttum fjárhagsrömmum fyrir árið 2015 til málaflokka er eftirfarandi:
Félagsþjónusta, málaflokkur 02, fái 7 mkr. til viðbótar við sinn ramma að frádregnu framlagi til DA.
Fræðslu- og menningarmál, málaflokkur 04 og 05, fái 3,5 mkr. þar af fari 2 mkr. í fræðslumál og 1,5 mkr. til menningarmála.
Tómstunda- og æskulýðsmál, málaflokkur 06, fái 6 mkr. til viðbótar við sinn ramma.
Brunamál og almannavarnir, málaflokkur 07, fái 3 mkr. til viðbótar við sinn ramma.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna tillögurnar inn í fjárhagsáætlun ársins 2015 og leggja fyrir fund bæjarráðs að nýju.
Bæjarráð Norðurþings - 125. fundur - 11.12.2014
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun ( 2016 ? 2018 ) til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun ( 2016 ? 2018 ) til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Norðurþings - 43. fundur - 15.12.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu síðari umræða um fjárahgsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun (2016 - 2018). Áætlunin var afgreidd á 125. fundi bæjarráðs með eftirfandi hætti:
"Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun ( 2016 ? 2018 ) til síðari umræðu í bæjarstjórn."
"Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára áætlun.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun ( 2016 ? 2018 ) til síðari umræðu í bæjarstjórn."
Til máls tóku undir þessum dagskrárlið: Kristján, Gunnlaugur og Sif.
Eftirfarandi er bókun meirihluta bæjarstjórnar:
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2015 er gert ráð fyrir að A hluti skili EBITDA upp á 336 m.kr. en niðurstaða samstæðu sveitarfélagsins skilar EBITDA upp á 536 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, skatta og hlutdeild minnihluta er afkoman fyrir A hluta jákvæð um 162,9 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins 144,8 m.kr. Hreint veltufé frá rekstri er neikvætt um 477,6 m.kr. fyrir A hluta en jákvæt um 563,7 m.kr. fyrir samstæðu Noðurþings.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur á undanförnum misserum unnið að atvinnuuppbyggingu á Bakka, í samvinnu við ríkisvaldið, Landsvirkjun, Landsnet og fjárfesta og hefur það verkefni á undanförnum mánuðum verið á lokastigi. Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2015 er lögð fram með vitund um þá ósvissu sem ríkir um framkvæmdir á Bakka, m.a. mögulegar hliðranir. Sveitarfélagið mun ekki ráðast í stórtækar framkvæmdir fyrr en fyrirliggjandi samningar er frágengnir og virkjaðir. Ef ófyrirséðar breytingar verða á tekju og eða útgjaldaliðum, t.a.m. vegna hliðrunar á framkvæmdum tengdum iðnaði á Bakka, mun þrufa að breðgast við með viðauka við fjárhagsáætlun á árinu 2015.
Fyrirliggjandi fjárhagsáæltun ársins 2015 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Anna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fyrirliggjandi 3ja ára fjárhagsáætlun (2016 - 2018) samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Anna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Eftirfarandi er bókun meirihluta bæjarstjórnar:
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2015 er gert ráð fyrir að A hluti skili EBITDA upp á 336 m.kr. en niðurstaða samstæðu sveitarfélagsins skilar EBITDA upp á 536 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, skatta og hlutdeild minnihluta er afkoman fyrir A hluta jákvæð um 162,9 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins 144,8 m.kr. Hreint veltufé frá rekstri er neikvætt um 477,6 m.kr. fyrir A hluta en jákvæt um 563,7 m.kr. fyrir samstæðu Noðurþings.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur á undanförnum misserum unnið að atvinnuuppbyggingu á Bakka, í samvinnu við ríkisvaldið, Landsvirkjun, Landsnet og fjárfesta og hefur það verkefni á undanförnum mánuðum verið á lokastigi. Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2015 er lögð fram með vitund um þá ósvissu sem ríkir um framkvæmdir á Bakka, m.a. mögulegar hliðranir. Sveitarfélagið mun ekki ráðast í stórtækar framkvæmdir fyrr en fyrirliggjandi samningar er frágengnir og virkjaðir. Ef ófyrirséðar breytingar verða á tekju og eða útgjaldaliðum, t.a.m. vegna hliðrunar á framkvæmdum tengdum iðnaði á Bakka, mun þrufa að breðgast við með viðauka við fjárhagsáætlun á árinu 2015.
Fyrirliggjandi fjárhagsáæltun ársins 2015 samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Anna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fyrirliggjandi 3ja ára fjárhagsáætlun (2016 - 2018) samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Gunnlaugur, Soffía, Jónas og Anna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar heldur áfram og er gert ráð fyrir að útgjaldarammi málaflokka verði til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.