Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

122. fundur 17. nóvember 2014 kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Framtíðarsýn í málefnum fatlaðra, tillögur frá formanni nefndarinnar

Málsnúmer 201410123Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð liggur erindi frá formanni félags- og barnaverndarnefndar er varðar framtíðarsýn í málefnum fatlaðra en þær felast í að gerð verði þarfagreining á málefnum fatlaðs fólks. Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að fyrir liggi skýr stefna í búsetumálum fatlaðs fólks og hvetur nefndina til að fara í þessa þarfagreiningu enda rúmist hún innan fjárhagsramma málaflokksins.

2.Hlutafjáraukning Rifóss hf

Málsnúmer 201409020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rifós hf. þar sem óskað er eftir afgreiðslu sveitarfélagsins um hvort það muni nýta forkaupsrétt vegna hlutafjáraukningar í félaginu. Bæjarráð f.h. Norðurþings mun ekki nýta forkaupsrétt sinn í félaginu.

3.Atvinnuþróunarfélag þingeyinga - rekstraráætlun 2015 og framlög sveitarfélaga

Málsnúmer 201411055Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga er varðar framlag sveitarfélagsins til félagsins á árinu 2015. Bæjarráð samþykkir að leggja framlag til félagsins á forsendum sveitarfélagsins sem eru 3,4% verðlagshækkanir og 4,7% launahækkanir fyrir árið 2015.

4.Beiðni um tilnefningu í fagráð Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn

Málsnúmer 201411058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur að tilnefna í fagráð Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, í samvinnu við önnur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum. Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að tilnefna fulltrúa í samvinnu við önnur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum í fagráð Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn.

5.Ríkislögreglustjóri - almannavarnardeild boðar til fundar um brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni

Málsnúmer 201411059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð Ríkislögreglustjóra vegna brennisteinsmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Lagt fram til kynningar.

6.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014

Málsnúmer 201401098Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2015

Málsnúmer 201411065Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja tillögur að afslætti fasteignagjalda ársins 2015. Reglur um afslátt af fasteignaskatti lagðar fram til umræðu. Stefnt að afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

8.Álagning gjalda 2015

Málsnúmer 201411066Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umræðu álagning gjalda ársins 2015. Lagt fram. Stefnt að afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

9.Fjárhagsáætlun 2015 - 3ja ára áætlun (2016-2018)

Málsnúmer 201410117Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Bæjarráð felur fjármálastjóra að kynna drög að römmum nefnda eins og þeir liggja fyrir með áorðnum breytingum í málaflokkum 02 og 04. Gunnlaugur Stefánsson situr hjá við þessa afgreiðslu.

Fundi slitið.