Hlutafjáraukning Rifóss hf
Málsnúmer 201409020
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 116. fundur - 11.09.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi um hlutafjáraukningu til handa hluthafa Rifóss hf.Á aðalfundi Rifóss þann 6. júní s.l. var samþykkt heimild stjórnar til að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 21.875.000.- Stjórn félagsins telur að í ljósi rekstrarhorfa til næstu þriggja ára verði þessi aukning hlutafjár notuð til að ráðast í fyrirhugaðar fjárfestingar á landi og til að byggja upp aukinn lífmassa eldisfisks hjá félaginu og búa með því í haginn fyrir framtíðina. Fyrir liggur mat á hvaða gengi megi bjóða aukningu hlutafjár. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á hlutafénu og þurfa því að skrá sig fyrir því kjósi þeir að nýta forkaupsréttinn. Ákveðið er að forkaupsréttur hluthafa renni út 28. september 2014 og skal tilkynna um áskrift eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi. Bæjarráð mun ekki nýta forkaupsréttarákvæði sitt.
Bæjarráð Norðurþings - 122. fundur - 17.11.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rifós hf. þar sem óskað er eftir afgreiðslu sveitarfélagsins um hvort það muni nýta forkaupsrétt vegna hlutafjáraukningar í félaginu. Bæjarráð f.h. Norðurþings mun ekki nýta forkaupsrétt sinn í félaginu.