Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fulltrúar frá Sókn lögmannsstofu koma á fund bæjarráðs og kynna þjónustu lögmannsstofunnar
Málsnúmer 201410005Vakta málsnúmer
2.Sjúkraflutningar í Norðurþingi
Málsnúmer 201410116Vakta málsnúmer
Á fund bæjarráðs mættu Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) og Ásgeir Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga við HSN, en stofnunin hefur átt í erfiðleikum með að manna stöðu sjúkraflutningamanna á Raufarhöfn, Kópaskeri og Þórshöfn. Að hluta til stafar þetta af fækkun íbúa á svæðinu og að hluta til vegna aukinna krafna til menntunar sjúkraflutningamanna. Til að mæta þessu hefur vaktsvæði bíls á Húsavík verið fært út að Lundi þ.e. út fyrir Jökulsá á Fjöllum. Þá er nú tvöföld vakt á sjúkrabílum á Þórshöfn og skiptst er á um að hafa vakt á bílunum á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Fyrir utan núverandi stöðu þ.e. skort á menntun sjúkraflutningamanna þá eru sjúkraflutningar í norður sýslunni fáir á hverju ári sem stendur þjálfun fyrir þrifum. Nýjar kröfur eru gerðar til menntunar sjúkraflutningamanna valda því að nær ómögulegt er að finna aðila á svæðinu sem treystir sér í það nám sem nauðsynlegt er. Það er því þarft að breyta þessari þjónustu.
Tillagan sem unnið er með er sú að einungis verði mannaðir sjúkrabílar á Þórshöfn og Húsavík. Á Raufarhöfn og Kópaskeri yrði þá komið upp vettvangsliðakerfi. Myndi heilbrigðisþjónustan kosta þjálfun allt að 6-8 einstaklinga á hverjum stað. Vettvangsliði fær ákveðna grunnþjálfun til að veita fyrstu hjálp meðan beðið er eftir lækni og sjúkraflutningsmönnum. Fulltrúar HSN hafa verið í sambandi við Grím Kárason, Slökkviliðsstjóra Norðurþings um samstarf um mönnun vettvangsliða kerfisins þ.e. að þeir sem eru í slökkviliði Norðurþings tækju þetta hlutverk að sér. HSN mun kosta þjálfun allt að 6-8 manna á hverjum stað, standa fyrir árlegri endurþjálfun og útvega slökkviliðinu bíla sem geta nýst til fleiri verkefna. HSN myndi borga kostnað vegna útkalla.
HSN mun ekki spara á þessari breytingu enda er það ekki markmiðið. Sjúkraflutningum mun ekki fækka heldur flyst hann á þau tvö lið sem eftir verða.
Það er trú okkar að með þessum breytingum standi eftir betri neyðarþjónusta og öflugra slökkvilið.
HSN getur hinsvegar ekki haldið áfram með verkefnið án formlegs samstarfs við Norðurþing.
Bæjarráð þakkar Jóni Helga og Ásgeiri fyrir góða yfirferð og kynningu.
Fyrir utan núverandi stöðu þ.e. skort á menntun sjúkraflutningamanna þá eru sjúkraflutningar í norður sýslunni fáir á hverju ári sem stendur þjálfun fyrir þrifum. Nýjar kröfur eru gerðar til menntunar sjúkraflutningamanna valda því að nær ómögulegt er að finna aðila á svæðinu sem treystir sér í það nám sem nauðsynlegt er. Það er því þarft að breyta þessari þjónustu.
Tillagan sem unnið er með er sú að einungis verði mannaðir sjúkrabílar á Þórshöfn og Húsavík. Á Raufarhöfn og Kópaskeri yrði þá komið upp vettvangsliðakerfi. Myndi heilbrigðisþjónustan kosta þjálfun allt að 6-8 einstaklinga á hverjum stað. Vettvangsliði fær ákveðna grunnþjálfun til að veita fyrstu hjálp meðan beðið er eftir lækni og sjúkraflutningsmönnum. Fulltrúar HSN hafa verið í sambandi við Grím Kárason, Slökkviliðsstjóra Norðurþings um samstarf um mönnun vettvangsliða kerfisins þ.e. að þeir sem eru í slökkviliði Norðurþings tækju þetta hlutverk að sér. HSN mun kosta þjálfun allt að 6-8 manna á hverjum stað, standa fyrir árlegri endurþjálfun og útvega slökkviliðinu bíla sem geta nýst til fleiri verkefna. HSN myndi borga kostnað vegna útkalla.
HSN mun ekki spara á þessari breytingu enda er það ekki markmiðið. Sjúkraflutningum mun ekki fækka heldur flyst hann á þau tvö lið sem eftir verða.
Það er trú okkar að með þessum breytingum standi eftir betri neyðarþjónusta og öflugra slökkvilið.
HSN getur hinsvegar ekki haldið áfram með verkefnið án formlegs samstarfs við Norðurþing.
Bæjarráð þakkar Jóni Helga og Ásgeiri fyrir góða yfirferð og kynningu.
3.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 214. mál til umsagnar
Málsnúmer 201410103Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi til umsagnar frá Allherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. mál.
Eftirfarandi er bókun bæjarráðs.
?Bæjarráð Norðurþings mótmælir hinni miklu skerðingu sem við blasir á fjárheimildum Framhaldsskólans á Húsavík. Framhaldsskólinn á Húsavík hefur verið rekinn undanfarin ár á svokölluðu nemendagólfi, sem felst í því að frysta fjárheimildir gagnvart sveiflum í nemendafjölda til skamms tíma til þess að hægt sé að halda úti eðlilegu skólastarfi. Þrátt fyrir eru uppi áform um að skera fjárheimildir skólans niður um 12,8 mkr. á þessu rekstrarári og ennfremur um 2,9% fyrir árið 2015 miðað við síðasta ár. Í Hvítbók menntamálaráðherra er talað um að ?Skólar sem sinna nemendum í brotthvarfshættu fái sérstakan stuðning og fjárveitingar? (Hvítbók, bls. 35). Bæjarráð Norðurþings hvetur stjórnvöld til að hverfa frá þeirri skerðingu sem fyrirhuguð er á fjárheimildum Framhaldsskólans á Húsavík til að tryggja að hann fái áfram þjónað samfélagslegu hlutverki sínu svo sómi sé að.?
Eftirfarandi er bókun bæjarráðs.
?Bæjarráð Norðurþings mótmælir hinni miklu skerðingu sem við blasir á fjárheimildum Framhaldsskólans á Húsavík. Framhaldsskólinn á Húsavík hefur verið rekinn undanfarin ár á svokölluðu nemendagólfi, sem felst í því að frysta fjárheimildir gagnvart sveiflum í nemendafjölda til skamms tíma til þess að hægt sé að halda úti eðlilegu skólastarfi. Þrátt fyrir eru uppi áform um að skera fjárheimildir skólans niður um 12,8 mkr. á þessu rekstrarári og ennfremur um 2,9% fyrir árið 2015 miðað við síðasta ár. Í Hvítbók menntamálaráðherra er talað um að ?Skólar sem sinna nemendum í brotthvarfshættu fái sérstakan stuðning og fjárveitingar? (Hvítbók, bls. 35). Bæjarráð Norðurþings hvetur stjórnvöld til að hverfa frá þeirri skerðingu sem fyrirhuguð er á fjárheimildum Framhaldsskólans á Húsavík til að tryggja að hann fái áfram þjónað samfélagslegu hlutverki sínu svo sómi sé að.?
4.Fjárhagsáætlun 2015 - 3ja ára áætlun (2016-2018)
Málsnúmer 201410117Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar vinna við gerð fjárhagsáætlun ársins 2015 ásamt 3ja ára áætlun (2016 - 2018). Fjármálastjóri fór yfir og kynnti vinnu sem er komin í gang og tímaáætlanir eins og þær liggja fyrir.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar heldur áfram og er gert ráð fyrir að útgjaldarammi málaflokka verði til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar heldur áfram og er gert ráð fyrir að útgjaldarammi málaflokka verði til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.
5.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Málsnúmer 201409021Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar Norðurþings um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015.
Ráðuneytið hefur endurreiknað byggðakvóta til allra sveitarfélaga, á grundvelli breyttra gagna frá Fiskistofu og er niðurstaðan eftirfarandi:
Húsavík 140 þígt
Kópasker 40 þígt
Raufarhöfn 134 þígt
Frestur til að skila inn óskum um sérreglur er til 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Bæjarráð felur Kristjáni Þór Magnússyni, bæjarstjóra að skila inn fyrirliggjandi tillögu að reglum eins þær hafa verið kynntar. Bæjarráð vill árétta mikilvægi þess að úthlutaður byggðakvóti sé veiddur og unninn í sveitarfélaginu. Jafnframt að þeir aðilar sem hafa eftirlitsskyldu með framkvæmd laga um byggðakvóta tryggi að lögum sé framfylgt.
Áskorun bæjarráðs til ráðuneytisins:
Í ljósi daprar úthlutunar á byggðakvóta til Húsavíkur vill bæjarráð vekja athygli á því að þrátt fyrir brotthvarf Vísis hf. á Húsavík úr sveitarfélaginu er ekkert komið til móts við slíkt áfall fyrir samfélagið með viðbótum á byggðakvóta. Bæjarráð skorar á ráðuneytið að endurskoða áform sín um að úthluta eingöngu 140 þígt til Húsavíkur.
Ráðuneytið hefur endurreiknað byggðakvóta til allra sveitarfélaga, á grundvelli breyttra gagna frá Fiskistofu og er niðurstaðan eftirfarandi:
Húsavík 140 þígt
Kópasker 40 þígt
Raufarhöfn 134 þígt
Frestur til að skila inn óskum um sérreglur er til 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Bæjarráð felur Kristjáni Þór Magnússyni, bæjarstjóra að skila inn fyrirliggjandi tillögu að reglum eins þær hafa verið kynntar. Bæjarráð vill árétta mikilvægi þess að úthlutaður byggðakvóti sé veiddur og unninn í sveitarfélaginu. Jafnframt að þeir aðilar sem hafa eftirlitsskyldu með framkvæmd laga um byggðakvóta tryggi að lögum sé framfylgt.
Áskorun bæjarráðs til ráðuneytisins:
Í ljósi daprar úthlutunar á byggðakvóta til Húsavíkur vill bæjarráð vekja athygli á því að þrátt fyrir brotthvarf Vísis hf. á Húsavík úr sveitarfélaginu er ekkert komið til móts við slíkt áfall fyrir samfélagið með viðbótum á byggðakvóta. Bæjarráð skorar á ráðuneytið að endurskoða áform sín um að úthluta eingöngu 140 þígt til Húsavíkur.
6.Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Húsavík, ósk um samstarf um leiguhúsnæði
Málsnúmer 201410101Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rannsókna- og fræðasetri HÍ þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að rekstri leiguhúsnæðis fyrir nema og sjálfboðaliða stofnunarinnar á Húsavík. Um er að ræða leiguhúsnæði í heilsársleigu, að upphæð 40.000.- krónur á mánuði sem er um helmingur leiguverðs. Styrkveiting er frá 1. janúar 2015. Með aðkomu Norðurþings að rekstri íbúarinnar býðst sveitarfélaginu að hýsa gesti sína í herbergjum neðri hæðarinnar þegar þau eru ekki í notkun rannsóknarsetursins, en íbúðin er fullbúin húsgögnum og búnaði.
Frá því setrið var stofnað, árið 2008, hafa u.þ.b. 50 starfsnemar verið við nám við setrið og eftirspurn hefur verið meiri en setrið ræður við. Þá er fjöldi gistinátta á vegum setursins áætlaður um 6000 frá upphafi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Frá því setrið var stofnað, árið 2008, hafa u.þ.b. 50 starfsnemar verið við nám við setrið og eftirspurn hefur verið meiri en setrið ræður við. Þá er fjöldi gistinátta á vegum setursins áætlaður um 6000 frá upphafi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
7.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar
Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar erindi sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent öllum sveitarfélögum og felur í sér leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum.
Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. Upplýsingar eru t.a.m. á http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2/ en daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæði má nálgast á vef Veðurstofunnar á slóðinni: http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni www.lofgæði.is
Lagt fram til kynningar.
Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. Upplýsingar eru t.a.m. á http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2/ en daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæði má nálgast á vef Veðurstofunnar á slóðinni: http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni www.lofgæði.is
Lagt fram til kynningar.
8.Samtök um kvennaathvarf, umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2015
Málsnúmer 201410099Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2015 frá Samtökum um kvennaathvarf. Er þess farið á leit við sveitarfélagið að það styrki Kvennaatkvarfið um 200.000.- krónur fyrir árið 2015.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
9.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 157. mál til umsagnar
Málsnúmer 201410102Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð ofl., EES reglur), 157. mál.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, aðlögurnaráætlun Norðurþings
Málsnúmer 201409054Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur svar við þremur spurningum EFS vegna 10 ára aðlögunaráætlun Norðurþings en þar er óskað eftir yfirliti um áætluð fjármál A - hluta á aðlögunartímabilinu, upplýsingar um eiginfjármögnun vegna uppbyggingar á Bakka og að lokum hvaðan forsendur um vísitölu neysluverð og launa voru notaðar við áætlunargerðina.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi svar við erindi EFS og felur fjármálastjóra að senda þau inn.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi svar við erindi EFS og felur fjármálastjóra að senda þau inn.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Bæjarráð þakkar þeim Hilmari og Jóni fyrir greinargóða kynningu.