Málþing Kennarasambands Íslands um hvernig list- og verkgreinar efla menntun á Íslandi
Málsnúmer 201402039
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 102. fundur - 10.04.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið hefur verið til umfjöllunar og meðhöndlunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu um tengingu við almenna fjarskiptanetið. Samantekir og kynningafundir hafa verið haldnir ásamt því að Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt umræðuskjal á heimasíðu sinni. Stofnunin óskar eftir athugasemdum og þeim verði komið á framfæri fyrir 23. apríl n.k. Eins og fram kemur í erindinu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er um mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög í landinu að ræða og þá sérstaklega sveitarfélög sem eru með dreifbýli á sínu svæði. Sambandið fékk fulltrúa innanríkisráðuneytisins og Póst- og fjarskiptastofnun á sinn fund til að kynna málið fyrir fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga 27. mars s.l. Í lok þess fundar var rætt um að Sambandið og landshlutasamtökin hafi samvinnu um umsagnargerð. Ljóst er að erfitt er að meta kostnaðaráhrif tillagna þar sem hvorki Sambandið né landshlutasamtökin hafa grunnupplýsingar um stöðu fjarskiptamála út um landið. Bæjarráð fagnar því að Eyþing taki málið til sérstakrar umfjöllunar og tryggi í umsögn sinni hagsmuni allra sveitarfélaga innan vébanda samtakanna. Bæjarráð vekur sérstaka athygli á því að kostnaðarauki við þessa breytingu getur orðið töluverður fyrir sveitarfélagið Norðurþing sem og önnur sveitarfélög innan Eyþings. Því er mikilvægt að í umsögninni sé þess gætt að annars vegar leggist ekki viðbótarkostnaður á sveitarfélögin og hins vegar að nettengingar og gagnasamband verði ekki lakara en almennar kröfur eru gerðar til.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 13.05.2014
Árið 2014 fer Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni, af því tilefni verður haldin ráðstefna í Reykjavík 12. -14. ágúst undir yfirskriftinni "Kennarar framtíðar-fagstétt á krossgötum." Markmið ráðstefnunnar er að efla norrænt samstarf um faglega starfsþróun kennara. Dagskrá ráðstefnunnar lögð fram til kynningar.
Bæjarráð Norðurþings - 107. fundur - 28.05.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem ber heitið "Er þér alveg sama" og er ætlað ungmennaráðum sveitarfélaga. Erindið er eftirfarandi: Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verða þá kjörnir fulltrúar til setu í sveitarstjórnum um allt land. Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum farið minnkandi. Kosningaþátttaka í kosningum 2010 var sú lægsta í 40 ár eða 73,5% og lækkaði um 5,2 %-stig frá kosningunum 2006. Á tímabilinu 1970 til 2010 var kosningaþátttaka mest árið 1974 eða 87,8%. Kosningaþátttaka 2010 var því 14,3 %-stigum lægri en árið 1974. Í öðrum norrænum ríkjum hefur sama þróun átt sér stað, sífellt færri nýta sér kosningarréttinn. Þar hefur kosningaþátttakan einnig verið greind niður á aldurhópa og eftir uppruna. Þannig hefur komið í ljós að yngri kjósendur og innflytjendur hafa síður nýtt sér kosningarréttinn en þeir sem eldri eru eða þeir sem eru innfæddir. Slík greining á kosningaþátttöku hefur ekki farið fram hér á landi. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða með neinni vissu að yngri kjósendur séu ekki að nýta sér kosningarréttinn, en samt má ætla að sama þróun sé hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur því látið gera gagnvirka herferð til þess að vekja athygli á komandi sveitarstjórnarkosningum og eiga þau að höfða sérstaklega til ungs fólks, þar sem fólk er hvatt til þess að taka þátt í kosningunum og hafa þar með áhrif á hverjir stýra sveitarfélögunum á kjörtímabilinu 2014-2018. Gagnvirka herferðin nefnist, Er þér alveg sama? Gagnvirka herferðin setur áhorfandann að borði ásamt þremur ungmennum sem eru að skipuleggja óvænta veislu fyrir sameiginlegan vin. Hinsvegar eru þau aldrei sammála um hvernig standa eigi að málum, tildæmis með val á tónlist, útfærslu á stemningu eða hvernig eigi nú að koma vininum á óvart! Þá er ábyrgð áhorfandans sú að velja og kjósa hvað eigi að gerast næst. Einnig er alltaf sá möguleiki að velja " alveg sama" og þá tekur við furðuleg atburðarrás sem leiðir ekki alltaf til góðs. Það eru fjölmargar leiðir í boði fyrir áhorfendur og margt óvænt sem getur gerst. Öll myndböndin eru textuð á ensku, íslensku og pólsku. <A href="https://www.youtube.com/watch?v=h1JEBqoYgBk"><FONT color=#0000ff size=3 face=Calibri>https://www.youtube.com/watch?v=h1JEBqoYgBk</A> Lagt fram til kynningar.<P class=MsoNormal style="LINE-HEIGHT: 115%">
Ungmennaráð Norðurþings - 3. fundur - 06.06.2014
Ungmennaráði barst bréf sem hvatti ungmennaráð til þess að hvetja til virkrar umræðu ungs fólks varðandi sveitastjórnakosningar 2014. Bréfið var tekið til umræðu og fulltrúar lýstu áhyggjum sínum af lítilli þátttöku ungmenna í almennri umræðu um stjórnmál en jafnframt ánægju sinni með fjölda ungs fólks á framboðslistum. Ungmennaráð hvetur til þess að stjórnmálafræðsla verði efld í grunn- og framhaldsskólum.
Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 34. fundur samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Fundargerðin lögð fram til kynninga.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 38. fundur - 03.07.2014
Málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál undir yfirskriftinni "Hvað fékkstu á prófinu?" verður haldið 8. september á Grand Hótel í Reykjavík. Dagskrá málþingsins lögð fram til kynningar.
Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014
Fyrir bæjarráði boð Sambands íslenskra sveitarfélaga á málþing um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna sem fer fram 14. nóvember 2014. Bæjarráð vísar erindinu til tómstunda- og æskulýðsnefndar sem fer með málefnið.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 40. fundur - 10.09.2014
Erindi frá ALLIR LESA lagt fram til kynningar. Verkefnið er nokkurs konar landsleikur í lestri og er unnið að frumkvæði Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Verkefnið stendur í mánuð frá 17. október og lýkur á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Markmiðið er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta lesturs. Fyrirkomulagið er með svipuðum hætti og t.d. Hjólað í vinnuna. Þátttakendur skrá sig og lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Fræðslu- og menningarnefnd hvetur íbúa og einkum skólafólk og nemendur í Norðurþingi til að kynna sér átakið og taka þátt.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 34. fundur - 14.10.2014
Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til að sendir verði fulltrúar frá Norðurþingi á málþingið.
Jafnframt leggur nefndin til að málefnið verði tekið fyrir í Félagsmálanefnd Norðurþings.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 41. fundur - 15.10.2014
Yfirlýsingin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð Norðurþings - 120. fundur - 30.10.2014
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar erindi sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent öllum sveitarfélögum og felur í sér leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum.
Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. Upplýsingar eru t.a.m. á http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2/ en daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæði má nálgast á vef Veðurstofunnar á slóðinni: http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni www.lofgæði.is
Lagt fram til kynningar.
Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. Upplýsingar eru t.a.m. á http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2/ en daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæði má nálgast á vef Veðurstofunnar á slóðinni: http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni www.lofgæði.is
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Norðurþings - 124. fundur - 08.12.2014
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 til 2018.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 44. fundur - 10.12.2014
Fræðslu- og menningarnefnd tekur undir það sem að fram kemur í erindinu og leggur áherslu á að starfsmönnum sem að vilja sækja sér viðbótarmenntun sé sýndur sveigjanleiki hér eftir sem hingað til.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 13:35.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 13:35.
Dagskrá málþingsins lögð fram til kynningar, málþingið verður haldið í Reykjavík mánudaginn 17. febrúar, upptökur frá málþinginu verða gerðar aðgengilegar á vef Kennarasambands Íslands.