Fara í efni

Ungmennaráð Norðurþings

3. fundur 06. júní 2014 kl. 16:45 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birkir Rafn Júlíusson varamaður
  • Jana Björg Róbertsdóttir aðalmaður
  • Hjörvar Gunnarsson formaður
  • Egill Hallgrímsson aðalmaður
  • Kristín Káradóttir aðalmaður
  • Aðalbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Aðalbjörn Jóhannsson
Dagskrá

1.Endurnýjun á vinabæjarsamskiptum við Qaasuitsup Kommunia

Málsnúmer 201312048Vakta málsnúmer

Ungmennaráðsfulltrúar fá kynningu á erindinu frá tómstunda- og æskulýðsfulltrúa. Tillaga um að samstarf sé haft við skóla í Norðurþingi um að útbúa verkefni með nemendum ákveðinna bekkja bæði í Norðurþingi svo og í vinabænum Qeqertarsuaq (Godshavn). Ungmennaráð fagnar erindinu og felur starfsmanni að vinna áfram að því.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar 2014

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Ungmennaráði barst bréf sem hvatti ungmennaráð til þess að hvetja til virkrar umræðu ungs fólks varðandi sveitastjórnakosningar 2014. Bréfið var tekið til umræðu og fulltrúar lýstu áhyggjum sínum af lítilli þátttöku ungmenna í almennri umræðu um stjórnmál en jafnframt ánægju sinni með fjölda ungs fólks á framboðslistum. Ungmennaráð hvetur til þess að stjórnmálafræðsla verði efld í grunn- og framhaldsskólum.

3.Ferð ungmenna til Moss í Noregi í ágúst 2014

Málsnúmer 201406023Vakta málsnúmer

Aðalbjörn Jóhannsson kynnti fyrirhugaða ferð ungmenna á friðarráðstefnu í Moss í Noregi 12. - 18. ágúst 2014. Ungmennaráð þakkar fyrir kynninguna og fagnar erindinu og sendir öfluga fulltrúa sem verða sveitarfélaginu til mikils sóma.

4.Alþjóðleg verkefni ungmenna

Málsnúmer 201406022Vakta málsnúmer

Aðalbjörn Jóhannsson kynnti ýmis alþjóðleg verkefni sem standa ungmennum og ungmennaráðum til boða. Ungmennaráð er spennt fyrir því að slík verkefni verði að veruleika innan sveitarfélagsins og vill styðja við þau.

5.Félagsmiðstöðin Tún.

Málsnúmer 201406020Vakta málsnúmer

Ungmennaráði finnst ánægjulegt að Tún sé að verða sú menningarmiðstöð ungmenna sem upphaflega var lagt upp með. Sérstaklega lýsir ungmennaráð yfir ánægju sinni með tilraunaverkefnið "skapandi sumarstörf ungmenna".

6.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer

Ungmennaráð óskar nýkjörnum fulltrúum í bæjarstjórn Norðurþings til hamingju með kjörið. Jafnframt hvetur ungmennaráð til þess að samráð verði aukið milli ungs fólks og kjörinna fulltrúa. Ungmennaráð bendir á að málefni ungs fólks snerta alla fleti stjórnsýslunnar og óskar eftir því að leitað verði eftir sjónarhorni ungmenna víðar.

Fundi slitið - kl. 17:00.