Ungmennaráð Norðurþings
Málsnúmer 201201039
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 12. fundur - 07.03.2012
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi greindi frá starfsemi Ungmennaráðs Norðurþings. Ráðið hefur haldið tvo fundi til þessa og stefnt er á að halda sameiginlegan fund með bæjarstjórn Norðurþings á vordögum. Á síðasta fundi ráðsins komu fram tillögur að bættu samstarfi á milli félagsmiðstöðva í Norðurþingi. Einnig er ósk ráðsins að einhverskonar opnun sé í félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins á sumrin.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir fundargerð Ungmennaráðs.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 17. fundur - 15.11.2012
Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til þess að Ungmennaráðinu verði fundinn staður í stjórnsýslu Norðurþings.Jafnframt leggur Tómstunda- og æskulýðsnefnd það til við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að Ungmennaráðið verði boðað til fundar í desember og fái kynningu á fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2013.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að sækja um 250.000 krónur til Bæjarráðs til að halda fund í desember.
Bæjarráð Norðurþings - 63. fundur - 06.12.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá 17. fundi tómstunda- og æskulýðsnefnd. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:"Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til þess að Ungmennaráðinu verði fundinn staður í stjórnsýslu Norðurþings.Jafnframt leggur Tómstunda- og æskulýðsnefnd það til við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að Ungmennaráðið verði boðað til fundar í desember og fái kynningu á fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2013.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að sækja um 250.000 krónur til Bæjarráðs til að halda fund í desember."Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um 250.000.- króna aukafjárveitingu vegna fundahalds nefndarinnar þar sem ekki var gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2012.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 22. fundur - 10.09.2013
Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Ungmennaráð verði endurvakið og vistað undir málaflokki 06. Nefndin leggur til að Ungmennaráð fái allt að eina milljón til ráðstöfunar í málaflokknum.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið upp og samþykkt af Tómstunda- og æskulýðsnefnd.
Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur erindi til afgreiðslu sem tekið var fyrir á 22. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Ungmennaráð verði endurvakið og vistað undir málaflokki 06. Nefndin leggur til að Ungmennaráð fái allt að eina milljón til ráðstöfunar í málaflokknum. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið upp og samþykkt af Tómstunda- og æskulýðsnefnd." Til máls tóku: Hjálmar Bogi. Forseti bæjarstjórnar óskar eftir að tillögurnar verði afgreiddar í þrennu lagi.1. Tillaga um endurvakningu Ungmennaráðs og falli undir málaflokk tómstunda- og æskulýðsnefndar (06).2. Tillaga um að fjárheimild fyrir Ungmennaráð verði að upphæð allt að 1 milljón króna.3. Tillaga um að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið til endurskoðunar og afgreitt af tómstunda- og æskulýðsnefnd. Tillaga 1. samþykkt samhljóða.Tillaga 2. samþykkt samhljóða að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar.Tillaga 3. samþykkt samhljóða.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 23. fundur - 09.10.2013
Á fundi bæjarstjórnar Norðurþings 17.09.2013 var tillaga Tómstunda- og æskulýðsnefndar samþykkt þess eðlis að Ungmennaráð Norðurþings verði endurvakið og vistað undir málaflokki 06. Einnig var samþykkt að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið til endurskoðunar og afgreitt af Tómstunda- og æskulýðsnefnd. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti erindisbréfið. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 26. fundur - 14.01.2014
Fyrsti fundur Ungmennaráðs Norðurþings er áætlaður 24.janúar. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings kynnti skipulag fyrsta fundar Ungmennaráðsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að ráðinu verði ráðstafað fjármagni til ráðstöfunar. Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar til umfjöllunar í Ungmennaráði skoðanir ráðsins á íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við nefndir og ráð sveitarfélagsins að þau vísi málum til umsagnar í Ungmennaráði Norðurþings er varðar málefni ungs fólks í sveitarfélaginu.
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 05.02.2014
Nefndin mun leitast við að verða við óskum tómstunda- og æskulýsnefndar
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 34. fundur - 11.02.2014
Erindisbréf ungmennaráðs Norðurþings lagt fram til kynningar. Tómstunda- og æskulýðsnefnd og tómstunda- og æskulýðsfulltrúi beina þeim tilmælum til nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins að þeim erindum sem snerta hag ungmenna verði beint til umsagnar hjá ungmennaráði.
Fræðslu- og menningarnefnd mun leitast við að verða við þeim tilmælum.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 114. fundur - 12.02.2014
Á fundi sínum þann 14. janúar s.l. lagði Tómstunda- og æskulýðsnefnd til að nefndir og ráð sveitarfélagsins vísi málum er varðar málefni ungs fólks í sveitarfélaginu til umsagnar í Ungmennaráði Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar ábendinguna og mun vísa viðeigandi málum til umsagnar hjá Ungmennaráði.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 29. fundur - 10.04.2014
Fundargerð Ungmennaráðs Norðurþings frá 3.apríl 2014 tekin fyrir. Tómstunda- og æskulýðsnefnd staðfestir fundargerðina.
Ungmennaráð Norðurþings - 3. fundur - 06.06.2014
Ungmennaráð óskar nýkjörnum fulltrúum í bæjarstjórn Norðurþings til hamingju með kjörið. Jafnframt hvetur ungmennaráð til þess að samráð verði aukið milli ungs fólks og kjörinna fulltrúa. Ungmennaráð bendir á að málefni ungs fólks snerta alla fleti stjórnsýslunnar og óskar eftir því að leitað verði eftir sjónarhorni ungmenna víðar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 48. fundur - 09.02.2016
Í æskulýðslögum nr. 70/2007 er kveðið á um að sveitarfélög skuli hlutast til um að stofna ungmennaráð og eru þau hugsuð til að vera sveitarstjórnum til rágjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi og til að kynna lýðræðisleg vinnubrögð fyrir ungu fólki.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi ungmennaráðs.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 2. fundur - 10.05.2016
Á febrúarfundi tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings voru drög af erindisbréfi ungmennaráðs.
Erindisbréfið er nú lagt fram til samþykktar.
Erindisbréfið er nú lagt fram til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fá tilnefningar frá hluteigandi aðilum í ungmennaráð.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fá tilnefningar frá hluteigandi aðilum í ungmennaráð.
Sveitarstjórn Norðurþings - 58. fundur - 17.05.2016
Á 2. fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað:
Á febrúarfundi tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings voru drög af erindisbréfi ungmennaráðs. Erindisbréfið er nú lagt fram til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Á febrúarfundi tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings voru drög af erindisbréfi ungmennaráðs. Erindisbréfið er nú lagt fram til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir ungmennaráð Norðurþings.
<U&gt;<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;&gt;Til málst tóku:<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;&gt; <SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;&gt;Rögnvaldur, Arnór, Jana, Brynja, Eva.
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;&gt;<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;&gt;<U&gt; <SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?; AR-SA? mso-bidi-language: EN-US; mso-fareast-language: EN-GB; mso-ansi-language: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 11pt;&gt;Afgreiðsla ráðsins:
Ráðið leggur til að fjölbreyttari dagskrá sé hjá félagsmiðstöðvum þegar sameiginleg mót eru haldin. Ekki sé einblínt á íþróttamót og starfsemi tengt íþróttum. Lagt er til að haldnir séu sameiginlegir þemadagar á milli félagsmiðstöðva. Bent er á að survival þema heppnaðist vel í Borgarhólsskóla síðastliðið vor. Einnig er lagt til að félagsmiðstöðvar verði opnar á sumrin.