Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

63. fundur 06. desember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Flugfélagið Ernir ehf., ósk um samstarf um reksturHúsavíkurflugvallar

Málsnúmer 201211092Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti sölu og markaðsstjóri Flugfélagsins Ernis, Ásgeir Þorsteinsson til að fara yfir og kynna samningaviðræður milli aðila.Bæjarráð þakka Ásgeiri fyrir kynninguna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi til 12 mánaða við Flugfélagið Ernir. Friðrik og Trausti óska bókað.Það er sorgleg staðreynd að Ísavía sem er rekstraraðli flugvalla í eigu ríkisins skuli ekki tryggja að flugvöllurinn í Aðaldal sé opin allt árið um kring.

2.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 201209035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Erindið hefur áður verið tekið fyrir á fundi bæjarráðs en frestað. Bæjarstjóra var falið að óska eftir viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins. Nú liggur fyrir að fulltrúi/fulltrúar ráðuneytisins munu mæta til fundar við bæjarráð fimmtudaginn 13. desember n.k. Bæjarráð mun taka afstöðu til málsins að afloknum fundi með fulltrúa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt fram til kynningar.

3.Birkir Kristjánsson f.h. BÁV útgerð og Omega3 ehf. sækir um byggðakvóta og kaup á húsnæði á Raufarhöfn

Málsnúmer 201211089Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi frá Birki Kristjánssyni f.h. BÁV útgerðar og Omega 3 ehf vegna áforma fyrirtækjanna um uppbyggingu og rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Raufarhöfn. Bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara um áform fyrirtækjanna. Bæjarstjóri kynnti niðurstöðu fundarins.Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Samkeppniseftirlitinu til sveitarfélaga varðandi útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera

Málsnúmer 201211094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Samkeppnieftirlitinu varðandi útleigu og sölu húsnæðis á vegum opinberra aðila. Samkeppniseftirlitið vekur athygli á áliti stofnunarinnar nr. 1/2012 en þar kemur fram að gæta skal að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera. Einnig er vakin athygli á fyrri álitum og skýrslum eftirlitsins sem snúa með einum eða öðrum hætti að stjórnsýslu sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Sambands orkusveitarfélaga 2012

Málsnúmer 201202084Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundargerðir 4., 5., 6., 7., og 8. fundar Sambands orkusveitarfélaga.Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Garðarsstofa, aðalfundarboð

Málsnúmer 201212007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Garðarsstofu ehf sem fram fer 19. desenber n.k. og hefst fundurinn kl. 10:00 Bæjarráð felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

7.HNÞ rekstraráætlun 2013, Menningarmiðst.Þing. áætlun 2013 ásamt fundargerður Héraðsnefndar 2012

Málsnúmer 201212008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir Héraðsnefndar Þingeyinga frá því í apríl, október og nóvember s.l. Einnig liggja fyrir rekstaráætlun ársins 2013, ásamt verkefnaáætlun ársins 2013.Lagt fram til kynningar.

8.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Báru Siguróladóttur, Keldunesi

Málsnúmer 201211095Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Báru Siguróladóttur í Keldunesi. Bæjarráði veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

9.Nýbúar í Norðurþingi

Málsnúmer 201209011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá 17. fundi tómstunda- og æskulýðsnefnd. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að útbúa greinargerð fyrir Bæjarráð Norðurþings þar sem farið yrði fram á fjármagn fyrir þennan málaflokk. Óskað er eftir fjármagni að upphæð 2 milljónir króna vegna þessa nýja verkefnis innan málaflokksins." Bæjarráð þakkar fyrir greinargerðina en mun afgreiða í heild sinni allar umbeðnar aukafjárveitingar allra nefnda hér að neðan undir liðnum Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013.

10.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá 17. fundi tómstunda- og æskulýðsnefnd. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:"Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til þess að Ungmennaráðinu verði fundinn staður í stjórnsýslu Norðurþings.Jafnframt leggur Tómstunda- og æskulýðsnefnd það til við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að Ungmennaráðið verði boðað til fundar í desember og fái kynningu á fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2013.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að sækja um 250.000 krónur til Bæjarráðs til að halda fund í desember."Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um 250.000.- króna aukafjárveitingu vegna fundahalds nefndarinnar þar sem ekki var gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2012.

11.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu aukafjárveitingar á milli umræðna. En eftirfarandi beiðnir liggja fyrir: Fræðslu- og menningarnefnd: Málaflokkur 04. Beiðni um 10,7 m.kr. aukaframlags.Málaflokkur 05. Beiðni um 6,8 m.kr. aukaframlags. Tómstunda- og æskulýðsnefnd:Málaflokkur 06. Beiðni um 1,5 m.kr. aukaframlags vegna Ungmennaráðs.Málaflokkur 06. Beiðni um 2,0 m.kr. aukaframlags vegna "Nýrra íbúa". Brunamál og almannavarnir: Málaflokkur 07. Athugasemd með fjárhagsáætlun nefndarinnar en tekjur eru ofáætlaðar vegna eignasölu frá árinu 2012. Skipulags- og byggingarnefnd: Málaflokkur 09. Beiðni um 5. m.kr. aukaframlags fyrir skipulagsvinnu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Bæjarráð frestar afgreiðslu beiðnanna en mun óska eftir því að formenn nefnda og sviðsstjórar mæti á næst fund bæjarráðs.

12.Dvalaheimili aldraðra, fundargerðir 2012

Málsnúmer 201204017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggura til kynningar fundargerð 26. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sem fram fór 19. nóvember s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Björgunarsveitin Garðar, ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 201212020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Björgunarsveitinni Garðari um rekstrarstyrk. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samsvarandi styrk og undanfarin ár.

Fundi slitið - kl. 18:00.