Æskulýðs- og menningarnefnd
Dagskrá
1.Fjúk arts - framtíðarstarfsemi
Málsnúmer 201605054Vakta málsnúmer
Til umræðu var starfsemi Fjúk arts í verbúðunum á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd heimsótti Fjúk arts í verbúðunum á Húsavík og fékk kynningu á starfseminni áður en formlegur fundur hófst. Framtíðarstarfsemi Fjúk arts veltur á þeirri aðstöðu sem hægt verður að bjóða uppá í framtíðinni af hálfu sveitarfélagsins.
2.Framkvæmd Mærudaga 2016
Málsnúmer 201510024Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar var framkvæmd á Mærudögum 2016. Framkvæmd á bæjarhátíðinni var auglýst eftir aprílfund nefndarinnar.
Ein umsókn barst í framkvæmd hátíðarinnar. Gengið var frá samkomulagi við Guðna Bragason um framkvæmd Mærudaga 2016.
3.Leikhópur ungmenna á Húsavík
Málsnúmer 201605052Vakta málsnúmer
Hjörvar Gunnarsson óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við að koma á fót leikhópi á Húsavík fyrir börn á aldrinum 11-16 ára. Óskað er eftir 100 þúsund króna styrk og afnot af Túni til æfinga í sumar.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar framtaki Hjörvars og samþykkir að veita honum afnot af Túni og styrk að upphæð 50 þúsund.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.
4.Rekstur tjaldsvæðis Húsavík 2016
Málsnúmer 201604080Vakta málsnúmer
Rekstur tjaldsvæðis á Húsavík hefur verið í uppnámi eftir að ljóst var að Húsavíkurstofa hætti starfsemi. Á 3.fundi framkvæmdanefndar þann 13.apríl síðastliðin, var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ræða við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík fyrir sumarið 2016.
Æskulýðs - og menningarnefnd telur brýnt að leysa málefni tjaldsvæðisins sem fyrst. Tjaldsvæðið er mikilvægur liður í vaxandi ferðamannaþjónustu í sveitarfélaginu. Einnig hefur nefndin hug á því að kannaður verði möguleiki á gjaldskyldu húsbílastæði við íþróttahöllina á Húsavík.
Nefndin felur íþrótta - og tómstundafulltrúa að vinna að úrlausn mála með það fyrir augum að æskulýðs og menningarsvið taki yfir rekstur tjaldsvæðisins út árið 2016.
Nefndinn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir árið 2016:
Fullorðinn (fyrsta nóttin): 1.400 kr
Næstu nætur: 1.000 kr / nóttin
Ellilífeyrisþegar / Örorkuþegar: 1.000 kr
Börn 0-15 ára: Frítt
Rafmagn: 700 kr
Þvottavél: 500 kr
Tjaldsvæðið verður opið frá 15.maí - 30.september.
Nefndin felur íþrótta - og tómstundafulltrúa að vinna að úrlausn mála með það fyrir augum að æskulýðs og menningarsvið taki yfir rekstur tjaldsvæðisins út árið 2016.
Nefndinn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir árið 2016:
Fullorðinn (fyrsta nóttin): 1.400 kr
Næstu nætur: 1.000 kr / nóttin
Ellilífeyrisþegar / Örorkuþegar: 1.000 kr
Börn 0-15 ára: Frítt
Rafmagn: 700 kr
Þvottavél: 500 kr
Tjaldsvæðið verður opið frá 15.maí - 30.september.
5.Ungmennaráð Norðurþings
Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer
Á febrúarfundi tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings voru drög af erindisbréfi ungmennaráðs.
Erindisbréfið er nú lagt fram til samþykktar.
Erindisbréfið er nú lagt fram til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fá tilnefningar frá hluteigandi aðilum í ungmennaráð.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fá tilnefningar frá hluteigandi aðilum í ungmennaráð.
6.Skáknámskeið fyrir börn og unglinga 2016
Málsnúmer 201604155Vakta málsnúmer
Birkir Karl Sigurðsson býður uppá skákkennslu í sveitarfélaginu sumar. Viðmiðunarverð á nemanda er 6.500 krónur.
Nefndin hafnar erindinu.
7.Hreyfivika 2016
Málsnúmer 201604119Vakta málsnúmer
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljón fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Hreyfivika UMFÍ verður haldin 23-29 maí næstkomandi.
Hreyfivika UMFÍ verður haldin 23-29 maí næstkomandi.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur verkefninu fagnandi.
Norðurþing hyggst leggja sitt af mörkum með því að setja upp dagskrá fyrir Hreyfivikuna sem verður auglýst þegar nær dregur.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir í samræmi við fjárhagsáætlun 2016.
Norðurþing hyggst leggja sitt af mörkum með því að setja upp dagskrá fyrir Hreyfivikuna sem verður auglýst þegar nær dregur.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir í samræmi við fjárhagsáætlun 2016.
8.Vinnuskóli Norðurþings 2016
Málsnúmer 201603108Vakta málsnúmer
Íþrótta- og tómstundafulltrúi framkvæmdi könnun um sumarvinnu ungmenna í Borgarhólsskóla á Húsavík.
Könnunin leiddi í ljós að allflestir unglingar í 9.bekk eru þegar komin með sumarvinnu og hyggjast ekki sækja um í vinnuskóla Norðurþings. Um helmingur ungmenna í 8.bekk var kominn með sumarvinnu og hyggst ekki sækja um í vinnuskólann.
Könnunin leiddi í ljós að allflestir unglingar í 9.bekk eru þegar komin með sumarvinnu og hyggjast ekki sækja um í vinnuskóla Norðurþings. Um helmingur ungmenna í 8.bekk var kominn með sumarvinnu og hyggst ekki sækja um í vinnuskólann.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að ungmenni á Húsavík eigi greiða leið að sumarvinnu. Sú staðreynd kallar hinsvegar á það að hlutverk og markmið vinnuskólans verði endurmetið.
Nefndin vill leggja áherslu á forvarnir og félagsstarf á komandi sumri undir leiðsögn flokkstjóra vinnuskólanns. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að fjölbreyttu félagsstarfi í sumar.
Nefndin vill leggja áherslu á forvarnir og félagsstarf á komandi sumri undir leiðsögn flokkstjóra vinnuskólanns. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að fjölbreyttu félagsstarfi í sumar.
9.Skotfélag Húsavíkur sækir um breytingu á riffilbraut á athafnasvæði sínu
Málsnúmer 201604109Vakta málsnúmer
Skotfélag Húsavíkur sækir um styrk að upphæð 3. milljónir króna til breytinga á riffilbraut á félagssvæði sínu. Breytingarnar á brautinni eru nauðsynlegar til að uppfylla öryggiskröfur á svæðinu og til að félagð fái að halda brautinni opinni.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að lausn sé fundin á málinu en vísar fjármögnunarbeiðni Skotfélagsins til byggðarráðs enda ekki fjárhagslegt svigrúm innan æskulýðs- og menningarsviðs.
10.Kynning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa
Málsnúmer 201605053Vakta málsnúmer
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti helstu verkefni sviðsins.
Fjallað var um :
- Sundlaug Raufarhafnar
- Sundlaugina í Lundi
- Samningamál íþróttafélaga
- Fjárhagsárið 2015
- Fjárhagsárið 2016
- Sundlaug Raufarhafnar
- Sundlaugina í Lundi
- Samningamál íþróttafélaga
- Fjárhagsárið 2015
- Fjárhagsárið 2016
Fundi slitið - kl. 19:00.