Framkvæmd Mærudaga 2016
Málsnúmer 201510024
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 53. fundur - 14.10.2015
Nefndin hefur til umfjöllunar erindi þess efnis að Húsavíkurstofa muni hætta afskiptum af mærudögum. Þá hefur nefndinni borist erindi fulltrúa hverfaráða þar sem óskað er eftir ályktun frá nefndinni um framtíð hátíðarinnar, framkvæmd og stefnu.
Menningarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir og koma með tillögur að framkvæmd mærudaga 2016 inn á næsta fund.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 1. fundur - 12.04.2016
Framkvæmd Mærudaga verður ekki í höndum Húsavíkurstofu eins og verið hefur undanfarin ár.
Rætt var um mögulega kosti varðandi bæjarhátíðina fyrir sumarið 2016 og framtíðina.
Rætt var um mögulega kosti varðandi bæjarhátíðina fyrir sumarið 2016 og framtíðina.
Menningarfulltrúa falið að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að sjá um framkvæmd Mærudaga árið 2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 2. fundur - 10.05.2016
Til umfjöllunar var framkvæmd á Mærudögum 2016. Framkvæmd á bæjarhátíðinni var auglýst eftir aprílfund nefndarinnar.
Ein umsókn barst í framkvæmd hátíðarinnar. Gengið var frá samkomulagi við Guðna Bragason um framkvæmd Mærudaga 2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd - 6. fundur - 15.11.2016
Til umfjöllunar var skýrsla GB viðburða um framkvæmd Mærudaga 2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar GB viðburðum fyrir greinargóða skýrslu um framkvæmd Mærudaga 2016.
Menningarfulltrúa er falið að hefja viðræður við GB viðburði um umsjón og framkvæmd Mærudaga 2017.
Menningarfulltrúa er falið að hefja viðræður við GB viðburði um umsjón og framkvæmd Mærudaga 2017.