Fara í efni

Vinnuskóli Norðurþings 2016

Málsnúmer 201603108

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 1. fundur - 12.04.2016

Tómstundafulltrúi kynnir tilhögun Vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir eftirfarandi:

Vinnuskólinn mun sinna verkefnum sem snúa að fegrun umhverfis ásamt öðrum skapandi störfum í samstarfi við menningarmiðstöðina FJÚK.

Árgangar fæddir árin 2001 og 2002 munu starfa í vinnuskóla Norðurþings árið 2016. Opnað verður fyrir umsóknir á vef Norðurþings í maí. Jafnframt er tómstundafulltrúa falið að kanna möguleika með inntöku ungmenna fædd árið 2003 í vinnuskólann.

Vinnutilhögun og laun:
Unglingar fæddir árið 2002 - 491kr á klst. Unnið í 4 vikur.
Unglingar fæddir árið 2001 - 610kr á klst. Unnið í 5 vikur.

Laun eru hækkuð um 6,95% frá fyrra ári.

Vinnuskólinn mun starfa frá mánudeginum 13.júní - 29.júlí.



Sveitarstjórn Norðurþings - 57. fundur - 26.04.2016

Á 1. fundi æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir eftirfarandi:

Vinnuskólinn mun sinna verkefnum sem snúa að fegrun umhverfis ásamt öðrum skapandi störfum í samstarfi við menningarmiðstöðina FJÚK.

Árgangar fæddir árin 2001 og 2002 munu starfa í vinnuskóla Norðurþings árið 2016. Opnað verður fyrir umsóknir á vef Norðurþings í maí. Jafnframt er tómstundafulltrúa falið að kanna möguleika með inntöku ungmenna fædd árið 2003 í vinnuskólann.

Vinnutilhögun og laun:
Unglingar fæddir árið 2002 - 491kr á klst. Unnið í 4 vikur.
Unglingar fæddir árið 2001 - 610kr á klst. Unnið í 5 vikur.

Laun eru hækkuð um 6,95% frá fyrra ári.

Vinnuskólinn mun starfa frá mánudeginum 13.júní - 29.júlí."

Til máls tóku: Kjartan, Soffía, Olga og Erna.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 2. fundur - 10.05.2016

Íþrótta- og tómstundafulltrúi framkvæmdi könnun um sumarvinnu ungmenna í Borgarhólsskóla á Húsavík.
Könnunin leiddi í ljós að allflestir unglingar í 9.bekk eru þegar komin með sumarvinnu og hyggjast ekki sækja um í vinnuskóla Norðurþings. Um helmingur ungmenna í 8.bekk var kominn með sumarvinnu og hyggst ekki sækja um í vinnuskólann.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að ungmenni á Húsavík eigi greiða leið að sumarvinnu. Sú staðreynd kallar hinsvegar á það að hlutverk og markmið vinnuskólans verði endurmetið.
Nefndin vill leggja áherslu á forvarnir og félagsstarf á komandi sumri undir leiðsögn flokkstjóra vinnuskólanns. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að fjölbreyttu félagsstarfi í sumar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 3. fundur - 16.08.2016

Aðalbjörn Jóhannsson flokkstjóri vinnuskóla Norðurþings kom og gerði grein fyrir starfsemi skólans í sumar.
21 ungmenni voru starfandi í vinnuskóla Norðurþings í sumar.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar Aðalbirni fyrir kynninguna.